Andri Rafn Ottesen Bjó til kerfi fyr­ir nem­end­ur sem legg­ur áherslu á já­kvæð og góð sam­skipti

Fréttablaðið - - TILVERAN -

Afag­greina­kenn­ari og um­sjón­ar­kenn­ari 8. bekkj­ar í Garða­skóla

ndri Rafn hef­ur hald­ið fyr­ir­lestra um hug­tak­ið drauma­smið­ur sem hann fór að til­einka sér í starfi. Þá hef­ur hann tek­ið upp skemmti­legt kerfi, „nem­andi dags­ins“, fyr­ir nem­end­ur sem snýst um góð og já­kvæð sam­skipti við kenn­ara.

Kenn­ar­ar sem drauma­smið­ir, hvað­an kem­ur sú pæl­ing?

Smá for­saga, þeg­ar ég var á fyrsta ári í kenn­ara­námi rakst ég á pæl­ing­ar frá banda­ríska fræð­ar­an­um (e. educator) Ritu Pier­son. Hún tal­aði mik­ið um mik­il­vægi sam­bands nem­enda og kenn­ara, tal­aði um að kennsla og nám ætti að veita gleði og ánægju og að all­ir nem­end­ur eða öll börn ættu að eiga sér fyr­ir­mynd eða mentor, ein­hvern full­orð­inn sem hefði trú á þeim og pass­aði upp á að við­kom­andi gæti kom­ist eins langt og hann vildi.

Þessi orð og skrif Ritu hafa lengi lif­að í huga mín­um og ég hef reynt að gera mitt besta til að geta orð­ið mentor fyr­ir nem­end­ur mína. Eft­ir eitt vett­vangs­nám skrif­aði ég grein sem hét „Ég bý til of­ur­hetj­ur“. Hún fjall­aði um að leyfa nem­end­um að nýta styrk­leika sína, þekkja veik­leika sína og þora að gera mis­tök. Það sem ung­ling­ar eru sér­stak­lega hrædd­ir við að gera í dag er að gera mis­tök, en í þeim fel­ast oft lang­mesti lær­dóm­ur­inn.

Drauma­smið­ur er svo hug­tak sem ég fór að nota þeg­ar ég fékk tæki­færi til að ávarpa sam­komu á „Hafðu áhrif“sein­asta vor í Há­skóla Ís­lands. Þar hef ég líkt kenn­ur­um við drauma­smiði því við fá­um í hend­urn­ar nem­end­ur með drauma og ósk­ir og við get­um hjálp­að þeim að ná þeim mark­mið­um. Við get­um því skap­að of­ur­hetj­ur því börn með drauma og von­ir eru ekk­ert öðru­vísi en of­ur­hetj­ur með skikkju og of­urkrafta. Í sein­asta mán­uði hélt ég aft­ur sama er­indi á opn­um fundi um kenn­ara­nám og gat því áfram hald­ið að tala um drauma­smið­ina.

Hversu f lott get­ur sam­fé­lag­ið okk­ar orð­ið ef við út­skrif­um nem­end­ur úr grunn­skól­um lands­ins sem kunna að nýta styrk­leika sína, þekkja veik­leika sína og þora að gera mis­tök?

Er eitt­hvað sér­stakt sem þú hef­ur til­eink­að þér í fram­komu við nem­end­ur?

Ég leik tvö hlut­verk í mínu starfi; um­sjón­ar­kenn­ari og fag­greina­kenn­ari. Í grunn­inn eru þetta sömu at­riði sem ég þarf að leggja áherslu á, eins og sam­skipti, skipu­lag og þess hátt­ar. Sem fag­greina­kenn­ari legg ég áherslu á náms­efn­ið, að gera það spenn­andi og skemmti­legt og þess hátt­ar. En sem um­sjón­ar­kenn­ari upp­lifi ég mun meiri ábyrgð­ar­til­finn­ingu. Sem ný­út­skrif­að­ur kenn­ari var þetta rosa­lega stór til­finn­ing því mér fannst ég allt í einu hafa eign­ast 23 börn á einu bretti. Ég vissi samt frá upp­hafi að ég vildi að þau myndu treysta mér, þora að leita til mín ef eitt­hvað er og nýta tíma minn með þeim þessi þrjú ár.

Þar sem ég hef lagt áherslu á góð og já­kvæð sam­skipti ákvað ég að búa til „nem­andi dags­ins“-fyr­ir­komu­lag­ið. Við er­um með ynd­is­lest­ur á hverj­um degi – 20 mín­út­ur á hverj­um degi þar sem nem­end­ur koma í sína um­sjón­ar­stofu og lesa – en ég ákvað að nýta frí­mín­út­urn­ar eft­ir þann tíma. Nem­andi dags­ins er blað sem hang­ir uppi á vegg, með viku­dög­un­um. Ég set miða með nafni nem­enda á dag­ana. Það sem nem­andi dags­ins þýð­ir er bara einn­ar mín­útu spjall að lokn­um ynd­is­lestri þar sem ég fæ tæki­færi til að ræða við ákveð­inn nem­anda.

Þeg­ar ég byrj­aði ákvað ég að láta þetta rúlla gegn­um bekk­inn, ná einni mín­útu með öll­um til að kynn­ast þeim og vita hvernig þeim lit­ist á nýja skól­ann. Þeg­ar ég var bú­inn að ná að ræða við alla einu sinni bauð ég nem­end­um mín­um að óska eft­ir að vera nem­andi dags­ins. Við­tök­urn­ar voru góð­ar og marg­ir sem báðu um ákveðna daga og vildu ræða ein­hverja ákveðna hluti. Síð­an hef­ur þetta þró­ast þannig að nem­end­ur hafa ósk­að eft­ir að ræða tveir og tveir sam­an við mig eða ég hef sett nem­anda á ákveð­inn dag til að ræða ákveð­ið mál eins og til dæm­is mæt­ingu, líð­an og eitt­hvað fleira.

Ég trúi því að þetta hafi hjálp­að mér að kynn­ast bekkn­um hrað­ar, bú­ið til traust og góð­an bekkjaranda.

Hvað er mik­il­væg­ast þeg­ar kem­ur að kennslu?

Það er sam­spil margra þátta, kennsla er sam­vinnu­verk­efni kenn­ara og nem­enda. Ef kenn­ar­inn ætl­ar að stjórna og nem­end­ur eiga að hlýða verð­ur a nd rúms lof t ið frek­ar þving­að. Ef kenn­ari leyf­ir nem­end­um að taka þátt í eig­in námi og leyf­ir þeim að hafa áhrif á hvað þeir læra og hvernig þeir fá að vinna eða skila verk­efn­um þá tekst hon­um að skapa að­stæð­ur þar sem nám fer fram.

Það eru mörg at­riði sem eru mik­il­væg í kennslu en það að vekja áhuga og for­vitni nem­enda og skapa um­hverfi þar sem nem­end­ur finna fyr­ir ör­yggi er of­ar­lega á list­an­um. Eng­ir tveir nem­end­ur eru eins og því mik­il­vægt að leyfa þeim að nýta eig­in styrk­leika með fjöl­breyttu námi og náms­mati. Ímynd­un­ar­afl­ið er auð­lind og því mik­il­vægt að virkja það bet­ur.

Að koma fram við nem­end­ur eins og mað­ur vill að þeir komi fram við sig. Að byggja upp traust frá upp­hafi þannig að mað­ur eigi góð sam­skipti fram­veg­is. Allt hlut­ir sem ein­falda starf­ið, en allt svo ein­föld at­riði líka.

Varð­andi sam­skipti, þá skipt­ir engu máli hvort það er ver­ið að ræða við börn, ung­linga eða full­orðna – sam­skipti hafa áhrif á alla. Hvað er sagt og hvernig hlut­irn­ir eru sagð­ir eru tvær hlið­ar á sama pen­ingn­um. Eft­ir því sem börn eld­ast fara þau að átta sig á sjálf­um sér, þróa sjálfs­mynd sína og spegla sig í öðr­um jafn­ingj­um. Sam­skipti kenn­ara og nem­enda eiga að vera upp­byggi­leg. Kenn­ar­ar eiga að vera fyr­ir­mynd­ir og vita bet­ur. Ef það hafa kom­ið lang­ir eða erf­ið­ir dag­ar hef ég kos­ið að anda dýpra oft­ar til að koma í veg fyr­ir að segja eitt­hvað sem ég myndi sjá eft­ir.

Hversu flott get­ur sam­fé­lag­ið okk­ar orð­ið ef við út­skrif­um nem­end­ur úr grunn­skól­um lands­ins sem kunna að nýta styrk­leika sína, þekkja veik­leika sína og þora að gera mis­tök?

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.