Full­veldi

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Bjarni Már Magnús­son dós­ent við laga­deild HR

Um þess­ar mund­ir heyr­ast há­vær­ar radd­ir sem telja að al­þjóða­sam­starf sæki að full­veld­inu. Þess­ar hug­mynd­ir stand­ast ekki. All­ar göt­ur síð­an 1923 hafa al­þjóða­dóm­stól­ar reglu­lega hafn­að sjón­ar­mið­um um að líta beri á al­þjóð­leg­ar skuld­bind­ing­ar rík­is sem skerð­ingu á full­veldi þess. Þeir hafa bent á að ákvörð­un um að taka á sig al­þjóð­leg­ar skuld­bind­ing­ar feli í sér beit­ingu full­veld­is­rétt­ar, s.s. að ger­ast að­ili að samn­ing­um sem setja á lagg­irn­ar al­þjóða­stofn­an­ir og að fall­ast á skyldu­bundna lög­sögu al­þjóð­legs dóm­stóls. Grund­vall­ar­hugs­un­in er að full­valda ríki get­ur ákveð­ið að setja sér sjálft tak­mörk. Full­veld­is­hug­tak­ið er í þess­um skiln­ingi eins og lög­ræð­is­hug­tak­ið. Þeir samn­ing­ar sem eru nú í brenni­depli (EES og MSE) hafa ver­ið inn­leidd­ir í ís­lensk­an lands­rétt og því enn minni ástæða en ella til að ætla að þeir fari gegn full­veld­inu.

Hug­tak­ið full­veld­is­framsal er oft not­að í um­ræð­unni um al­þjóða­mál hér­lend­is um það þeg­ar ríki tek­ur á sig þjóð­rétt­ar­leg­ar samn­ings­skuld­bind­ing­ar. Heppi­legra er að ræða um framsal vald­heim­ilda frek­ar en full­veld­is­framsal þar sem það felst í full­veldi ríkja að geta fram­selt rík­is­vald til al­þjóða­stofn­un­ar. Einn af göll­um stjórn­ar­skrár­inn­ar er að hún end­ur­spegl­ar ekki þenn­an veru­leika. Leið­tog­ar Ís­lend­inga í samn­inga­við­ræð­un­um við Dan­mörku um sam­bands­lög­in skildu full­veld­is­hug­tak­ið með þeim hætti sem að of­an grein­ir sem og Ólaf­ur Jó­hann­es­son fv. for­sæt­is­ráð­herra. Ár­ið 1962 benti Ólaf­ur á að „[s]kuld­bind­ing­ar ríkja gagn­vart al­þjóða­stofn­un munu því oft­ast nær engu skipta um form­legt full­veldi rík­is.“Sömu hug­mynd­ir sjást í mörg­um kennslu­rit­um í þjóða­rétti.

Her­nám Breta ár­ið 1940 er eina til­vik­ið þar sem full­veldi Ís­lands hef­ur ver­ið skert. Vegna að­ild­ar Ís­lands að NATO og tví­hliða varn­ar­samn­ings við Banda­rík­in er slíkt ut­an­að­kom­andi inn­grip í full­veldi Ís­lands ólík­legra en fyr­ir tæp­lega 80 ár­um. Ef það er eitt­hvað sem ógn­ar full­veld­is­hug­tak­inu í sam­tím­an­um þá eru það þær hug­mynd­ir að al­þjóða­sam­starf sem Ís­land tek­ur þátt í skerði full­veld­ið. All­ar til­raun­ir til að sneiða burt al­þjóð­leg­ar hlið­ar full­veld­is­hug­taks­ins eru sér­lega vara­sam­ar fyr­ir ríki sem reist hef­ur til­vist sína á milli­ríkja­samn­ing­um og al­þjóð­legri sam­vinnu. Al­þjóða­sam­starf er hluti full­veld­is­ins.

Ef það er eitt­hvað sem ógn­ar full­veld­is­hug­tak­inu í sam­tím­an­um þá eru það þær hug­mynd­ir að al­þjóða­sam­starf sem Ís­land tek­ur þátt í skerði full­veld­ið.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.