TÍMAMÓT Sonja Mar­grét Ólafs­dótt­ir opn­ar sína fyrstu ljós­mynda­sýn­ingu eft­ir út­skrift úr Ljós­mynda­skóla Ís­lands í Ljós­mynda­safni Reykja­vík­ur.

Sonja Mar­grét Ólafs­dótt­ir opn­ar sýn­ing­una Ræt­ur í Skot­inu í Ljós­mynda­safni Reykja­vík­ur í dag. Það er henn­ar fyrsta sýn­ing eft­ir út­skrift úr Ljós­mynda­skóla Ís­lands.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA -

Mín­ar ræt­ur liggja í Hruna­manna­hreppi og sýn­ing­in Ræt­ur fjall­ar um æsku­slóð­ir mín­ar, um­hver f ið þar, lands­lag­ið og fjöl­skyldu mína,“seg­ir Sonja Mar­grét Ólafs­dótt­ir, sem er lærð­ur ljós­mynd­ari og út­skrif­uð úr HÍ með BA-gráðu í list­fræði. Hún er stödd í Skot­inu í Ljós­mynda­safni Reykja­vík­ur, sem er fyr­ir of­an Borg­ar­bóka­safn­ið við Tryggvagötu, á 6. hæð. Þar er hún, ásamt Írisi Gyðu Guð­bjarg­ar­dótt­ur sýn­ing­ar­stjóra, að und­ir­búa upp­setn­ingu Róta, sem verð­ur opn­uð í dag klukk­an 16. Þær eru bún­ar að stilla ljós­mynd­um upp við vegg­ina og eiga bara eft­ir að festa þær of­ar.

Sonja Mar­grét kveðst hafa út­skrif­ast úr Ljós­mynda­skól­an­um á Gr­anda í janú­ar síð­ast­liðn­um. „Þetta er fyrsta sýn­ing mín frá því ég út­skrif­að­ist en ég sýndi í Ram Skram fyr­ir jól og svo var ég á sam­sýn­ingu úti í Finn­landi með ung­um nor­ræn­um ljós­mynd­ur­um síð­asta sum­ar,“upp­lýs­ir hún.

Mynd­irn­ar í kring­um hana núna eru all­ar frá Flúð­um. „Ég er af fjórðu kyn­slóð kvenna sem eru ald­ar upp á Flúð­um,“út­skýr­ir Sonja Mar­grét og held­ur áfram. „Langamma flutt­ist þang­að og hún og afi byggðu sér sveita­bæ. Það eru fjór­ar kyn­slóð­ir á mynd­un­um, það eru amma, mamma, syst­ir mín og stelp­urn­ar henn­ar. Við eig­um all­ar sam­eig­in­legt að hafa stig­ið okk­ar fyrstu skref í sama lands­lag­inu. Þær eiga heima þar enn­þá en ég flutti í bæ­inn 16 ára en fer samt heim eins oft og ég get og hef sterk tengsl við stað­inn.“[email protected]­bla­did.is

Það eru amma, mamma, syst­ir mín og stelp­urn­ar henn­ar. Við eig­um all­ar sam­eig­in­legt að hafa stig­ið okk­ar fyrstu skref í sama lands­lag­inu.

FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

„Sjálfs­mynd okk­ar er byggð á þeim rót­um sem við skjót­um í upp­hafi,“seg­ir Sonja Mar­grét Ólafs­dótt­ir, ljós­mynd­ari og list­fræð­ing­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.