4.190 kynn­ing­arein­tök seld­ust á ein­um degi

Fréttablaðið - - BÍLAR -

Svo mik­il var spenn­an fyr­ir nýj­um Jeep Gla­diator að þeg­ar Jeep opn­aði fyr­ir stuttu pönt­un­ar­bæk­urn­ar fyr­ir 4.190 kynn­ing­arein­tök af bíln­um þá seld­ust þau öll upp á fyrsta degi. Svo virð­ist sem him­in­hátt 62.310 doll­ara verð bíls­ins hafi ekki kom­ið neitt að sök og vafa­laust hefði Jeep selt fleiri ein­tök ef mein­ing­in hefði ver­ið að fram­leiða fleiri slík. Grunnút­gafa Jeep Gla­diator mun ekki kosta nema um 35.040 doll­ara svo miklu mun­ar á grunn­verð­inu og því verði sem er á þess­um Gla­diator Launch Editi­on.

Jeep Gla­diator er fyrsti pall­bíll Jeep í næst­um 30 ár, en hann var fyrst kynnt­ur al­menn­ingi á bíla­sýn­ing­unni í Los Ang­eles í fyrra. Gla­diator mun fást í fjór­um gerð

um, sá ódýr­asti ber nafn­ið Sport, Sport S mun kosta 38.240 doll­ara, Overland 41.890 doll­ara og Ru­bicon 45.040. Þessi lang­dýr­asta Launch Editi­on verð­ur með öllu því mögu­lega fín­eríi sem hægt er að hlaða í Gla­diator og það skýr­ir kannski 62.310 doll­ara verð­ið. Ástæð­an fyr­ir því að Jeep valdi að fram­leiða 4.190 ein­tök af kynn­ingar­út­gáfu Gla­diator er sú að svæð­is­núm­er­ið í verk­smiðj­unni í To­ledo í Ohio, þar sem bíll­inn er smíð­að­ur, er 419.

Jeep Gla­diator er þessa dag­ana að streyma til sölu­að­ila Jeep um öll Banda­rík­in. Á þess­um eina degi sem Jeep Gla­diator seld­ist upp komu 261.078.900 doll­ar­ar í kass­ann hjá fyr­ir­tæk­inu bara vegna þess­ar­ar einu bíl­gerð­ar, en það nem­ur 31,3 millj­arði króna.

Jeep Gla­diator er fyrsti pall­bíll Jeep í næst­um 30 ár og var kynnt­ur í fyrra.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.