Bresk­ir veg­ir þeir ör­ugg­ustu í Evr­ópu

Fréttablaðið - - BÍLAR -

Minnst­ar lík­ur eru á því að dauða­slys verði á bresk­um veg­um af öll­um lönd­um í Evr­ópu. Á hverja milljón íbúa urðu 28 dauða­slys í Bretlandi í fyrra og lækk­aði dán­ar­tíðn­in í um­ferð­inni um 1% á milli ára. Næ­stör­ugg­ustu veg­ir í Evr­ópu eru í Dan­mörku og á Ír­landi. Hættu­leg­ustu veg­irn­ir eru hins veg­ar í Rúmen­íu, Búlgaríu og Lett­landi. Í mörg­um lönd­um álf­unn­ar varð veru­leg fækk­un dauða­slysa á milli ára og lækk­aði dán­ar­tíðn­in í um­ferð­inni um 13% í Slóven­íu, 11% í Búlgaríu, 9% í Slóvakíu og 8% á Kýp­ur.

Þeg­ar skoð­að er ára­bil­ið 2010 til 2018 hef­ur fækk­un dauða­slysa orð­ið mest í Grikklandi, eða um 45%. Á eft­ir fylg­ir Lit­há­en með 43% fækk­un, Portúgal með 35% og í Slóven­íu hef­ur bana­slys­um fækk­að um 34%. Með­al­tal­ið fyr­ir Evr­ópu sýn­ir 21% fækk­un dauða­slysa á þessu ára­bili. Þrátt fyr­ir alla þessa fækk­un voru bana­slys­in um 25.000 í fyrra.

Evr­ópu­sam­band­ið er með áætlan­ir um veru­lega fækk­un bana­slysa í um­ferð­inni og marg­ar nýj­ar reglu­gerð­ir sem eiga að hjálpa til við það eru nú að líta dags­ins ljós, með­al ann­ars um að í öll­um nýj­um bíl­um verði hraða­tak­mörk­un. Eins verða all­ir ný­ir bíl­ar að vera með hin ýmsu ör­yggis­kerfi sem ekki er skylda í nýj­um bíl­um í dag.

M11 hrað­braut­in í Bretlandi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.