Frá degi til dags

Fréttablaðið - - SKOÐUN - thor­ar­[email protected]­bla­did.is

Bára í búri

Erla Hlyns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Pírata, gaf tón­inn í nýj­um hlað­varps­þátt­um Pírata sem þau kalla PírAp­inn en þar er hug­mynd­in að hver sem vill og tel­ur sig geta sýni hvað í hon­um býr á eig­in for­send­um. Erla reið á vað­ið með við­tali við hljóð­rit­ar­ann Báru Hall­dórs­dótt­ur og í raun ekki heigl­um hent að fylgja í kjöl­far­ið þar sem Erla var ein­hver skarp­asti og djarf­asti blaða­mað­ur lands­ins áð­ur en hún tók að sér að halda ut­an um Pírat­ana. Erla fékk það með­al ann­ars upp úr Báru að í sum­ar ætli hún að bjóða upp á gjörn­ing þar sem hún ætl­ar að at­hafna sig í búri til þess að sýna fram á þrönga stöðu ör­yrkja. Áhuga­verð hug­mynd en lík­lega hefðu Klaust­urs­þing­menn­irn­ir sem Bára hljóð­rit­aði kos­ið að hún hefði læst sig inni í búri miklu fyrr.

End­ur­fund­ir

Erla og Bára eiga sér merki­lega sögu þeg­ar horft er til baka eft­ir Klaust­urs­fokk­ið en Erla tók ein­mitt fyrsta við­tal­ið við Báru um veik­indi henn­ar í Frétta­tím­an­um 2013. Þá hög­uðu fram­sýn­ar ör­laganorn­irn­ar því þannig að Bára prýddi for­síðu blaðs­ins ásamt Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, æðsta kardí­nál­an­um af Klaustri, sem þá var val­inn mað­ur árs­ins. Síð­an liðu nokk­ur ár og Bára var víða val­in mann­eskja árs­ins 2018.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.