MDE kveð­ur upp dóm í máli Bjarna gegn rík­inu í næstu viku

Fréttablaðið - - NEWS - FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM

Dóm­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu (MDE) í máli Bjarna Ár­manns­son­ar gegn ís­lenska rík­inu verð­ur kveð­inn upp á þriðju­dag­inn í næstu viku.

Bjarna var til­kynnt í árs­byrj­un 2012, eft­ir rann­sókn skatt­rann­sókn­ar­stjóra, að skatt­ar hans hefðu ver­ið endurákvarð­að­ir vegna van­tal­inna fjár­magn­stekna í tengsl­um við sölu hluta­bréfa sem hann eign­að­ist við starfs­lok hjá Glitni.

Auk þess þurfti hann að borga 25 pró­senta álag. Bjarni greiddi endurá­lögðu skatt­ana auk álags­ins í kjöl­far­ið.

Skatt­rann­sókn­ar­stjóri skaut máli Bjarna einnig til embætt­is sér­staks sak­sókn­ara.

Bjarni var svo dæmd­ur í hér­aðs­dómi í júní 2013 í sex mán­aða skil­orðs­bund­ið fang­elsi og til að greiða tæp­ar 39 millj­ón­ir króna í sekt.

Dóm­ur­inn var stað­fest­ur í Hæsta­rétti sem lengdi dóm­inn í átta mán­uði en lækk­aði sekt­ina um þrjár millj­ón­ir króna. Bjarni tel­ur að með þessu hafi hon­um ver­ið refs­að tvisvar fyr­ir sama brot­ið en slíkt er óheim­ilt sam­kvæmt Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. –

Bjarni Ár­manns­son tel­ur sér hafa ver­ið refs­að tvisvar fyr­ir sama brot­ið.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.