Áfall­a­streiturösk­un tengd lík­um á hjarta­sjúk­dóm­um

Fréttablaðið - - NEWS - Þea

Fólk sem glímt hef­ur við áfall­a­streiturösk­un er í auk­inni hættu á að grein­ast með hjarta- og æða­sjúk­dóma. Þetta leið­ir ný rann­sókn vís­inda­manna við Há­skóla Ís­lands og Karólínsku stofn­un­ina í Sví­þjóð í ljós en nið­ur­stöð­ur henn­ar voru birt­ar í vís­inda­rit­inu Brit­ish Medical Journal, eða BMJ.

Nið­ur­stöð­urn­ar, sem byggja á gögn­um 130 þús­und ein­stak­linga í Sví­þjóð yf­ir 25 ára tíma­bil, leiddu í ljós að ein­stak­ling­ar með áfall­a­streitu­tengd­ar rask­an­ir voru að með­al­tali meira en 60% lík­legri en systkini þeirra til að grein­ast með hjarta- og æða­sjúk­dóm á fyrsta ár­inu eft­ir grein­ingu á áfalla­tengd­um rösk­un­um og nær 30% lík­legri á ár­un­um þar á eft­ir. Hætt­an á hjarta­bil­un var ein­stak­lega há, eða um sjö­föld á við sam­an­burð­ar­systkini, á fyrsta ár­inu eft­ir grein­ingu áfalla­tengdra rask­ana og áhætt­an á slag­æða­stíflu um tvö­föld á ár­un­um þar á eft­ir.

Unn­ur Anna Valdi­mars­dótt­ir, pró­fess­or við lækna­deild Há­skóla Ís­lands, og Hu­an Song, nýdoktor við sömu deild, fara fyr­ir rann­sókn­inni. Í yf­ir­lýs­ingu frá HÍ segja þau nið­ur­stöð­urn­ar mik­il­væg­an áfanga í að auka þekk­ingu á áhrif­um áfalla og áfall­a­streitu á þró­un ým­issa hjarta­og æða­sjúk­dóma.

„Það þarf vissu­lega að stað­festa þess­ar nið­ur­stöð­ur með frek­ari rann­sókn­um og varpa frek­ara ljósi á und­ir­liggj­andi skýr­ing­ar­þætti og við er­um með ýms­ar slík­ar rann­sókn­ir í und­ir­bún­ingi en rann­sókn­in Áfalla­saga kvenna er með­al ann­ars mik­il­væg­ur lið­ur í því sam­hengi,“seg­ir Unn­ur. –

Guð­mund­ur Þor­geirs­son, Hu­an Song og Unn­ur Anna Valdi­mars­dótt­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.