Ís­lend­ing­arn­ir hafa lok­ið leik

Fréttablaðið - - SPORT -

Emil­ía Björt Sig­ur­jóns­dótt­ir, Vig­dís Pálma­dótt­ir, Ag­nes Suto-Tuuha og Thelma Aðal­steins­dótt­ir kepptu í gær á Evr­ópu­mót­inu í áhaldafim­leik­um sem fram fer í Szczec­in í Póllandi þessa dag­ana. Keppni í undanúr­slit­um kvenna­flokki fór fram í gær.

Emil­ía Björt og Vig­dís voru báð­ar að keppa á sínu fyrsta Evr­ópu­móti í full­orð­ins­flokki. Ag­nes sem er nú­ver­andi Ís­lands­meist­ari í fjöl­þraut er hins veg­ar reynslu­meiri.

Thelma var að keppa í ann­að sinn á Evr­ópu­móti í full­orð­ins­flokki en gat því mið­ur ein­ung­is keppt á tví­slá vegna meiðsla sem hún varð fyr­ir á æf­ingu fyrr í vik­unni.

Ís­lensku kepp­end­urn­ir í karla- og kvenna­flokki komust ekki í úr­slit og hafa því lok­ið keppni á mót­inu að þessu sinni. –

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.