Þjóðarí­þrótt Ís­lands haf­in upp til skýj­anna

Fréttablaðið - - FOLK - FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Sjón­varp Sím­ans kynnti í gær nýtt teymi á bak við enska bolt­ann. Tómas Þór verð­ur rit­stjóri og lýs­andi og með hon­um verð­ur ein­vala lið. Hann seg­ist spennt­ur fyr­ir þessu en hann er nán­ast gang­andi al­fræði­bók um íþróttir.

bene­dikt­[email protected]­bla­did.is

Enski bolt­inn er eitt­hvað sem við tök­um ekki af neinni létt­úð. Það eru marg­ir, og ég tala af eig­in reynslu, sem halda frek­ar með liði í Englandi en á Íslandi,“sagði Orri Hauks­son, for­stjóri Sím­ans, þeg­ar fyr­ir­tæk­ið kynnti til leiks enska bolt­ann. Orri stóð stolt­ur í pontu þeg­ar hann kynnti enska bolt­ann til leiks og greini­legt að enski bolt­inn skipt­ir fyr­ir­tæk­ið miklu máli.

Eins og kunn­ugt er verða næstu þrjú tíma­bil hið minnsta á stöð­inni og fer bolt­inn úr hönd­um keppi­naut­ar­ins Voda­fo­ne. Marg­ir fagna því að Sím­inn sé kom­inn með ensku deild­ina. Það er ekk­ert leng­ur hit­að upp fyr­ir stór­leiki og um­ferð­irn­ar koma og fara án ást­ar og um­hyggju. Þessu ætl­ar Sím­inn að breyta. Hálf­tíma fyr­ir leiki hefst um­fjöll­un og Sím­inn verð­ur í nán­ara sam­starfi en áð­ur hef­ur þekkst við ensku deild­ina. Þá verða 30 leik­ir í op­inni dag­skrá á laug­ar­dög­um klukk­an 15. Sér­fræð­ing­ar eru ekki af verri end­an­um en það eru þau Eið­ur Smári Guðjohnsen, Bjarni Þór Við­ars­son, Mar­grét Lára Við­ars­dótt­ir og Elísa­bet Gunn­ars­dótt­ir. Tómas Þór Þórð­ar­son var kynnt­ur til leiks sem rit­stjóri enska bolt­ans.

Þeir sem hafa fylgst með Tómasi vita að hann er gang­andi al­fræði­bók um all­ar íþróttir og þó marg­ir hafi reynt hef­ur hann ekki enn ver­ið mát­að­ur í fróð­leik. Eðli­lega stend­ur enski bolt­inn hon­um nærri og er hann meira en lít­ið til­bú­inn fyr­ir kom­andi verk­efni.

Stefn­an er að hann klári þætt­ina Seinni

Bylgj­una um ís­lensk­an hand­bolta og mæti svo til Sím­ans. „Til­finn­ing­in er góð enda er þetta gríð­ar­lega spenn­andi verk­efni. Enski bolt­inn er auð­vit­að þjóðarí­þrótt Ís­lend­inga,“seg­ir Tómas. Hann bend­ir á að það sé mik­il ábyrgð að gera þetta vel. „Ég hef hing­að til reynt að gera hlut­ina sem ég tek að mér vel og legg mik­ið á mig til að svo sé. Ég get lof­að að hjart­að og sál­in fer í þetta.“

Það hef­ur ver­ið lít­ið um um­hyggju og ást á enska bolt­an­um í sjón­varpi lands­manna hjá Stöð 2 sport þrátt fyr­ir hátt skemmtana­gildi deild­ar­inn­ar. Fyr­ir leiki birt­ast yf­ir­leitt göm­ul mynd­bönd af lista­mönn­um að halda bolta á lofti og síð­an er far­ið út á völl fimm mín­út­um fyr­ir leik und­ir tali lýs­and­ans. Sím­inn ætl­ar að hafa meiri dag­skrár­gerð í kring­um leik­ina.

„Samn­ing­ur­inn er til þriggja ára og það er ljóst að mið­að við hvernig menn tala hér inn­an­húss, og það er ástæð­an fyr­ir því að ég sann­færð­ist um að koma hing­að, að þetta er ekki eitt­hvert gælu­verk­efni. Hér mun enski bolt­inn eiga heima næstu ár­in og hér er ekki ver­ið að tjalda til einn­ar næt­ur. Við byrj­um á þrem­ur ár­um og leggj­um allt okk­ar í að hrista upp í hlut­un­um og breyta þessu. Stækka vör­una,“seg­ir Tómas sem sér mörg tæki­færi á kom­andi tíma­bili. „Ég held að það séu mörg tæki­færi þarna. Þetta er allt öðru­vísi, sem ég held að verði mjög spenn­andi fyr­ir okk­ur að vinna með og þar með neyt­end­ur og áhorf­end­ur að njóta. Þetta er smá klisja en tæki­fær­in eru nán­ast óend­an­leg.

Mesta spenn­an er þessi við­vera á völl­un­um og við ætl­um að reyna að fara eins oft út og við get­um og standa á Old Trafford eða An­field eða á Good­i­son Park. Reyna að búa til eitt­hvað þannig að áhorf­end­ur hlakki til leiks­ins þó hann sé eft­ir þrjár vik­ur. Við verð­um á völl­un­um í meiri snert­ingu en áð­ur hef­ur þekkst við þjóðarí­þrótt­ina, enska bolt­ann.“

Bjarni Þór Við­ars­son er í sér­fræð­ingat­eym­inu og mun lýsa leikj­um á kom­andi tíma­bili. Bjarni hef­ur þurft að setja skóna upp í hillu að lækn­is­ráði vegna meiðsla á öxl. Bjarni er upp­al­inn FH-ing­ur en fór ung­ur til Evert­on. Hann fór í lán til Bour­nemouth og þekk­ir enska bolt­ann mjög vel. Hann var fyr­ir­liði U-21 árs liðs­ins sem fór í fyrsta sinn á stór­mót í Dan­mörku og kom í FH ár­ið 2015.

„Mér líst vel á þetta og er mjög spennt­ur. Ég verð að­al­lega að lýsa og þetta verð­ur nýtt fyr­ir mér og kannski svo­lít­ið út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann en ég hlakka til. Núna er fót­bolt­inn bú­inn hjá mér, ég þarf að hætta vegna meiðsla, en þeg­ar ein­ar dyr lokast þá opn­ast aðr­ar og þetta eru mjög spenn­andi dyr að ganga í gegn­um,“seg­ir Bjarni.

Samn­ing­ur­inn er til þriggja ára og það er ljóst að mið­að við hvernig menn tala hér inn­an­húss og ástæð­an fyr­ir því að ég sann­færð­ist um að koma hing­að er að þetta er ekki eitt­hvað gælu­verk­efni. Tómas Þór Þórð­ar­son

Það var kátt á hjalla í Sím­an­um þeg­ar enski bolt­inn var kynnt­ur til leiks. Miklu er tjald­að til enda 32 fleiri leik­ir í beinni en sýnd­ir eru nú.

FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Tómas Þór Þórð­ar­son er nýr rit­stjóri enska bolt­ans frá og með næsta tíma­bili. Hann seg­ir tæki­fær­in mörg í kom­andi starfi og hlakk­ar til að vera á völl­un­um er­lend­is en tölu­vert verð­ur gert af því að lýsa beint það­an.

NORDICPHOTOS/GETTY

Mohamed Salah hjá Li­verpool verð­ur með Tómasi Þór og fé­lög­um frá og með 10. ág­úst.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.