Með bullandi keppn­is­skap upp brött­ustu brekk­urn­ar

Rún­ar Örn Ág­ústs­son, sér­fræð­ing­ur í eigna­trygg­ing­um hjá VÍS, byrj­aði að æfa hjólareið­ar af kappi ár­ið 2011. Stefn­an var sett á Ironman World Champ­i­ons­hip en Rún­ar hafði séð sjón­varps­þátt um keppn­ina ár­ið 2006. Rún­ar hef­ur lengi haft áhuga á hjól­reið­um en

Fréttablaðið - - ÚT AÐ HJÓLA - Elín Al­berts­dótt­ir el­[email protected]­bla­did.is

Rún­ar Örn seg­ist hafa rek­ist á þenn­an sjón­varps­þátt á NBC ár­ið 2006 og heill­ast af keppn­inni. „Í fyrstu var strúkt­úr æf­inga ekki mik­ill hjá mér og sner­ist mest um að fara út að hjóla. Eft­ir að hafa les­ið mér bet­ur til urðu æf­ing­arn­ar mark­viss­ari,“seg­ir hann. „Stefn­an var sett á Ironman World Champ­i­ons­hip og þar sem hjól­reið­ar eru part­ur af þrí­þraut var klárt að ég þyrfti að fara að æfa hjól­reið­ar,“seg­ir Rún­ar Örn sem hef­ur nokkr­um sinn­um lát­ið þann draum ræt­ast og stað­ið sig vel.

„Ég hef tek­ið þátt í mót­um, mest götu­hjóla­keppn­um og svo tíma­töku­mót­um. Mín að­aláhersla er á tíma­töku­keppn­ir þar sem þær passa mjög vel með þrí­þraut­inni. Ég mun til dæm­is taka þátt í öll­um götu­hjóla- og tíma­töku­mót­um sem eru á dag­skrá í sum­ar,“seg­ir Rún­ar Örn og bæt­ir við að yf­ir vetr­ar­mán­uð­ina æfi hann tölu­vert inn­an­dyra til að ná sem bestri nýt­ingu á þeim tíma sem hann hef­ur til æf­inga. Rún­ar not­ar æf­inga­for­rit­ið Zwift mjög mik­ið.

Hann hjól­ar ekki bara hér á landi því hann hef­ur einnig far­ið í hjóla

ferð­ir til út­landa. „Ég hef far­ið til út­landa að hjóla alla­vega einu sinni á ári fyr­ir ut­an keppn­is­ferð­ir síð­an 2014. Í dag lít ég á þess­ar ferð­ir sem gul­rót til að vera dug­leg­ur að æfa yf­ir dimm­ustu vetra­mán­uð­ina og til að koma út í góðu formi með vin­un­um þar sem ekki er langt í keppn­is­skap­ið í mönn­um.

Við lát­um beint flug ráða ferð­inni. Höf­um far­ið til Suð­urSpán­ar eða Teneri­fe, en það hafa ver­ið al­geng­ustu stað­irn­ir, en einnig próf­aði ég Or­lando í ár og það kom mér skemmti­lega á óvart enda frá­bært æf­inga­svæði,“seg­ir hann.

Ný­lega fór Rún­ar Örn ásamt fé­lög­um sín­um í lengsta hjóla­t­úr­inn til þessa. „Mér tókst að plata strák­ana til að hjóla frá Calpe til Va­lencia á Spáni og svo aft­ur til baka. Þetta end­aði í 260 km,“seg­ir hann og er ánægð­ur með þá ferð.

Þeg­ar hann er spurð­ur hvort mað­ur þurfi ekki að vera á sér­stöku reið­hjóli, svar­ar hann. „Ég hélt það í byrj­un en í dag er ég bú­inn að sjá að til að byrja að hjóla og koma sér í form dug­ar hvað sem er. En til að vera heið­ar­leg­ur er mjög gam­an að hjóla á góðu hjóli. Það sama á við fatn­að­inn. Til að byrja þarf ekki meira en fatn­að sem hent­ar mið­að við veðr­ið sem á að hjóla í en ef það á að stunda íþrótt­ina mik­ið mæli ég með góð­um hjólafatn­aði. Þröng­ur fatn­að­ur er betri þar sem á Íslandi koma dag­ar þar sem hann blæs svo­lít­ið. Það er alltaf skemmti­legra að hjóla í góðu veðri en samt skipt­ir veðr­ið ekki öllu máli. Ef veðr­ið er gott er auð­veld­ara að draga fleiri með sér í langa hjóla­t­úra.“

Rún­ar seg­ist bæði hjóla einn og með vin­um sín­um. Það er ein­falt að hjóla með öðr­um en þar sem ég á tvær ung­ar dæt­ur þarf ég að nýta tíma minn vel og það get­ur ver­ið ansi breyti­legt hvenær æf­inga­tími býðst svo ég hjóla mik­ið einn. Síð­ustu ár hef ég reynt eins og ég mögu­lega get að hjóla á sunnu­dög­um með góð­um vin­um.“

Rún­ar seg­ist mæla með þess­ari íþrótt fyr­ir aðra. „Já, klár­lega. Það er svo auð­velt að ná yf­ir stórt svæði og mað­ur upp­lif­ir lands­lag og nátt­úru allt öðru­vísi á hjóli en á bíl. Þar sem ég æfi svo mik­ið inni er bara frá­bært að fara út að hjóla. En drauma­að­stæð­ur eru 20+ stiga hiti og fullt af brekk­um.“

Finn­ur þú ein­hvern mun á sjálf­um þér eft­ir að þú fórst að stunda þessa íþrótt?

„Eft­ir að ég fór að æfa þrí­þraut og þar með hjól­reið­ar þá finnst mér orð­ið eðli­legt að æf­ing­ar séu klukk­an 5.30 á virk­um dög­um og að leggja af stað á sunnu­dög­um fyr­ir klukk­an átta.“

Rún­ar Örn hef­ur hjól­að víð­ar en á Íslandi, bæði á Spáni og í Banda­ríkj­un­um. Hann hef­ur tek­ið þátt í mörg­um keppn­um og kom­ist í verð­launa­sæti. Hann held­ur ótrauð­ur áfram á þeirri leið.

Oft­ast hjól­ar Rún­ar einn en hann hef­ur mjög gam­an af því að fara í hjóla­ferð­ir með vin­um sín­um og þá er keppt.

Stund tek­in til hvíld­ar eft­ir langt hjóla­ferða­lag um Spán.

Sæl­ir og glað­ir hjólakapp­ar á ferð­inni í góða veðr­inu á Spáni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.