Kær­kom­inn vett­vang­ur

Fréttablaðið - - VEÐUR, MYNDASÖGUR ÞRAUTIR - MYND/SUNNA AX­ELS Sesselja G. Magnús­dótt­ir

Vor­blót Tjarn­ar­bíós 2. hluti Traces Overs­har­ing Tours Bo­dy in Progress

I want to dance like you

Það er orð­in sterk hefð inn­an dans­heims­ins að í stað­inn fyr­ir að semja dans­verk þar sem áhorf­end­ur sitja óáreitt­ir úti í sal þá er þeim boð­ið upp á ein­hvers kon­ar upp­lif­un. Í verk­inu Traces/Menj­ar eft­ir Rósu Ómars­dótt­ur var bú­ið að breyta sal Tjarn­ar­bíós í eins kon­ar frum­skóg eða fenja­svæði. Reyk­þoka lá yf­ir svið­inu þar sem áhorf­end­um var boð­ið að koma sér fyr­ir á gólf­inu allt um­hverf­is svið­ið inn­an um fal­lega upp­lýst­ar plönt­ur. Til eyrna bár­ust hljóð næt­ur­inn­ar og kyn­leg­ar skepn­ur sáust á ferli, und­ir­rit­uð var ekki óhrædd um að Gollr­ir mætti á svæð­ið. Margt í verk­inu minnti á fyrri verk Rósu sem hún hef­ur sam­ið með Ingu Huld Há­kon­ar­dótt­ur, eins og t.d. Valley, sem sýnt var í Tjarn­ar­bíói haust­ið 2015, þar á með­al áhuga­verð notk­un á hljóð­um. Það er gam­an að sjá sterk höf­und­ar­ein­kenni sér­stak­lega þeg­ar það sem gert er virk­ar. Verk­ið fang­aði sterkt at­hygli áhorf­and­ans og það var auð­velt að hríf­ast af öllu því sem fram fór í rým­inu. Stemm­ing kall­aði fram hug­renn­ing­ar og minn­ing­ar tengd­ar svip­uð­um nátt­úru­upp­lif­un­um sem gerði upp­lif­un­ina af verk­inu per­sónu­lega. Byrj­un­in var sér­stak­lega sterk sem og seinni hlut­inn, þá gleymdi mað­ur sér í nautn skyn­fær­anna en verk­ið missti að­eins damp­inn um mið­bik­ið þannig að hug­ur­inn flögr­aði í aðr­ar átt­ir. Verk­ið var frum­sýnt í Belg­íu ár­ið 2017 og hef­ur ver­ið sýnt víða við góð­ur við­tök­ur. Það er ósk­andi að það verði sýnt oft­ar hér á landi vegna þess að það veit­ir sterka upp­lif­un sem vert er að fleiri fái að njóta.

Snið­ug hug­mynd

Verk­ið Overs­har­ing Tours fólst einnig í upp­lif­un áhorf­and­ans en ekki áhorfi en verk­ið var göngu­ferð um Þing­holt­in und­ir leið­sögn Re­beccu Scott Lord og Hrefnu Lind­ar Lár­us­dótt­ur. Á með­an þátt­tak­end­ur röltu þögl­ir á eft­ir leið­sögu­mönn­un­um barst þeim trún­að­ar­sam­tal þeirra síð­ar­nefndu til eyrna fyr­ir til­stuðl­an hljóð­nema sem leið­sögu­menn­irn­ir töl­uðu í. Sam­tal­ið fór fram á milli þess sem leið­sögu­menn­irn­ir stopp­uðu og bentu þátt­tak­end­um á áhuga­verða op­in­bera staði og staði tengda þeirra per­sónu­lega lífi eins og Prik­ið þar sem önn­ur þeirra sagð­ist hafa hitt barns­föð­ur sinn. Hug­mynd­in að þess­um „Overs­har­ing Tour“er áhuga­verð. Það er samt mik­il­vægt að spyrja nán­ar fyr­ir hvern svona við­burð­ur er. Fyr­ir mig sem bý á þeim slóð­um sem geng­ið var um þá var um­hverf­ið of kunn­ug­legt til að vekja al­vöru áhuga minn og efni trún­að­ar­sam­tals­ins var ekki nægi­lega fræð­andi eða þanka­vekj­andi til að halda at­hygli minni óskiptri. Upp­lif­un­in af verk­inu varð ekki nægi­lega sterk þó að hug­mynd­in að baki því væri snið­ug og al­gjör­lega þess virði að þróa áfram.

Að skapa rými fyr­ir ný­út­skrif­aða

Tvö af verk­um há­tíð­ar­inn­ar voru eft­ir ný­út­skrif­aða höf­unda frá Lista­há­skóla Ís­lands. Það er mik­il­vægt fyr­ir unga list­menn að fá að sýna verk sín á há­tíð­um sem þess­um ekki síst vegna þess að á svona sam­kom­um eru flest­ir inn­an dans­heims­ins mætt­ir til að fylgj­ast með hvað aðr­ir eru að gera. Hér var um tvö mjög ólík verk að ræða. Ástrós Guð­jóns­dótt­ir og Alma Mjöll Ólafs­dótt­ir settu á svið I want to dance like you, dans­verk um það að setja upp dans­verk á há­tíð sem þess­ari. Þetta var snið­ugt og skemmti­legt verk þar sem raun­veru­leik­inn sem ligg­ur að baki gerð og æf­ingu dans­verka var dreg­inn á svið. Þær af­hjúp­uðu með­al ann­ars ang­ist­ina sem fylg­ir þeirri til­hugs­un að verk sé ekki nægi­lega gott, von­ina um að fá við­ur­kenn­ingu fag­að­ila og metn­að­inn til að gera hið full­komna verk.

Galla­bux­ur og bol­ur

Rita Maria F. Munoz var aft­ur á móti með at­hygl­ina fyrst og fremst á hreyf­ing­una og lík­amann í verk­inu Bo­dy in Progress. Í tengsl­um við ljúfa tóna fylgj­ast áhorf­end­ur með því hvernig hreyf­ing­ar flæða áfram í að því er virð­ist óskil­greindu flæði þar sem ekki er hægt að vita hvað ger­ist næst. Þrátt fyr­ir hvers­dags­lega um­gjörð, galla­bux­ur og grá­an bol og enga sviðs­mynd, var áhuga­vert að fylgj­ast með því sem var að ger­ast á svið­inu.

Ástrós og Alma Mjöll settu á svið dans­verk um það að setja upp dans­verk á há­tíð.

„Það er ósk­andi að Traces verði sett upp oft­ar hér á landi.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.