✿ At­burða­rás­in

Fréttablaðið - - NEWS -

Apríl 2010 Wik­iLeaks birt­ir mynd­band þar sem áhöfn banda­rískr­ar her­þyrlu sést drepa átján manns í Írak, þar á með­al tvo blaða­menn Reu­ters.

Júlí 2010

Wik­iLeaks birt­ir 75.000 skjöl um stríð­ið í Afgan­ist­an.

31. ág­úst 2010

Sænska lög­regl­an yf­ir­heyr­ir

Juli­an Assange, stofn­anda Wiki

Leaks, þeg­ar hann er í heim­sókn í Sví­þjóð. Assange hafn­ar ásök­un­um um nauðg­un.

Októ­ber 2010

Wik­iLeaks birt­ir fjölda skjala um stríð­ið í Írak. Skjöl­in inni­halda með­al ann­ars upp­lýs­ing­ar um pynt­ing­ar á ír­öksk­um föng­um.

18. nóv­em­ber 2010

Al­þjóð­leg hand­töku­skip­un er gef­in út á hend­ur Assange svo hægt sé að yf­ir­heyra hann vegna nauðg­un­arásak­ana.

7. des­em­ber 2010

Assange gef­ur sig fram við lög­reglu og er hand­tek­inn en sleppt níu dög­um seinna gegn trygg­ingu. 2. nóv­em­ber 2011

Áfrýj­un­ar­dóm­stóll úr­skurð­ar að fram­selja skuli Assange til Sví­þjóð­ar. 19. júní 2012

Assange geng­ur inn í sendi­ráð Ekvadors í Lund­ún­um og sæk­ir um póli­tískt hæli. Breska lög­regl­an seg­ir hann brjóta gegn skil­mál­um þess að vera laus gegn trygg­ingu og lýs­ir eft­ir hon­um.

16. ág­úst 2012 Um­sókn Assange um hæli er sam­þykkt. 13. júní 2013

Assange seg­ir við blaða­menn af svöl­um sendi­ráðs­ins að hann muni ekki yf­ir­gefa bygg­ing­una jafn­vel þótt nauðg­un­arásak­an­ir verði dregn­ar til baka af ótta við framsal til Banda­ríkj­anna.

19. janú­ar 2017 Eft­ir að Barack Obama, þá frá­far­andi Banda­ríkja­for­seti, hafði náð­að upp­ljóstr­ar­ann Chel­sea Mann­ing og eft­ir að Wik­iLeaks hafði lek­ið fjölda skjala frá Demó­kröt­um og fram­boði Hillary Cl­int­on til for­seta og þannig að­stoð­að Don­ald Trump við að ná kjöri seg­ist Assange reiðu­bú­inn að fara til Banda­ríkj­anna, verði rétt­indi hans þar virt. 2. apríl 2017 Len­in Mor­eno er kjör­inn for­seti Ekvadors. 21. apríl 2017

Jeff Sessi­ons, dóms­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, seg­ir að hand­taka Assange sé for­gangs­mál. 19. maí 2017

Yf­ir­völd í Sví­þjóð hætta rann­sókn á máli Assange. Des­em­ber 2017

Banda­rík­in gefa út hand­töku­skip­un á hend­ur Assange vegna meints sam­ráðs við Chel­sea

Mann­ing, sam­kvæmt lög­manni Assange. 9. janú­ar 2018

Ekvador seg­ist vilja fá sátta­semj­ara til þess að hjálpa til við að leysa úr deil­unni um stöðu Assange.

11. janú­ar 2018 Ekvador stað­fest­ir að Assange hafi feng­ið rík­is­borg­ara­rétt en Bret­ar hafna að hann fái frið­helgi.

13. fe­brú­ar 2018 Bresk­ur dóm­stóll fram­leng­ir hand­töku­skip­un á hend­ur Assange fyr­ir fyrr­nefnt brot á skil­mál­um þess að vera leyst­ur úr haldi gegn trygg­ingu.

28. mars 2018 Ekvadorska sendi­ráð­ið slekk­ur á netteng­ingu Assange vegna meintra af­skipta af inn­an­rík­is­mál­um annarra ríkja. 19. Assange októ­ber sak­ar 2018 Ekvador um að brjóta á grund­vall­ar­mann­rétt­ind­um sín­um.

16. nóv­em­ber 2018

Banda­ríska dóms­mála­ráðu­neyt­ið nefn­ir Assange á nafn fyr­ir slysni í dóms­kjali. Nafn­birt­ing­in þyk­ir gefa til kynna að hann hafi ver­ið ákærð­ur í laumi.

23. janú­ar 2019 Lög­menn Assange segj­ast ætla að krefja Banda­ríkja­stjórn um að birta „leyni­legu“ákær­una. 2. apríl 2019

Mor­eno for­seti seg­ir að Assange hafi end­ur­tek­ið brot­ið gegn skil­mál­um þess að hann fái að hafa hæli í sendi­ráð­inu. Assange hafi til að mynda lek­ið per­sónu­leg­um upp­lýs­ing­um um for­set­ann.

11. apríl 2019 Assange er leidd­ur út úr ekvadorska sendi­ráð­inu í járn­um. PRINTED AND DISTRIBUTED BY PRESSREADER PressReader.com +1 604 278 4604 ORIGINAL COPY . ORIGINAL COPY . ORIGINAL COPY . ORIGINAL COPY . ORIGINAL COPY . ORIGINAL COPY

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.