Frá degi til dags

Fréttablaðið - - SKOÐUN - [email protected]­bla­did.is

Til­vist­ar­kreppupakki

Þor­steinn Sæ­munds­son og Brynj­ar Ní­els­son tók­ust á um hið nú þeg­ar maðk­aða þrætu­epli, þriðja orkupakk­ann, á Bylgj­unni í gær­morg­un. Þor­steini þótti Brynj­ar ekki mjög sann­fær­andi í áhyggju­leysi sínu af pakk­an­um. Ekki frek­ar en í þing­ræðu sinni. Þá sá Þor­steinn og heyrði „að hon­um leið ekk­ert vel með það sem hann var að segja þarna“. Sem Brynj­ar stað­festi að vissu leyti: „Mér líð­ur nú oft ekki vel þarna.“Þor­steinn beitti einnig golftals­máta fyr­ir sig og sagði Brynj­ar, sem hann vissi að væri ekki mjög góð­ur í golfi, og fé­laga „stefna beint í bön­k­er­inn“. Allt rangt að mati Brynj­ars nema þetta með golf­ið.

Óvænt­ir banda­menn

Þor­steinn gerði mik­ið úr stað­festu Mið­flokks­ins sem hann sagði ein­an standa gegn pakk­an­um, eins og í Ices­a­ve-deil­unni. Brynj­ar af­greiddi það snar­lega: „Þið vor­uð langt frá því ein­ir, þið vor­uð ekki einu sinni til þá sko.“Þá fékk Þor­steinn skamm­ir frá Ingu Sæ­land sem sendi þátt­ar­stjórn­end­um skila­boð í beinni um að Flokk­ur fólks­ins stæði gegn pakk­an­um ásamt Mið­flokkn­um. Þor­steinn bað Ingu snar­lega for­láts á því að „tala eins og hún sé ekki til og hún eigi það ekki skil­ið. Alls ekki.“Ingu virð­ist einkar lag­ið að reka Mið­flokks­menn í rogastans.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.