Van­trú og ótti

Næst­versti ebólufar­ald­ur sög­unn­ar geis­ar í Aust­ur-Kongó.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Þórgnýr Ein­ar Al­berts­son [email protected]­bla­did.is

Ebólufar­ald­ur­inn sem braust út í Kivu og It­uri í Aust­ur-Kongó þann 1. ág­úst á síð­asta ári geis­ar enn. Hann er orð­inn sá næst­versti í skráðri mann­kyns­sögu. Alls hafa 1.186 til­felli ver­ið stað­fest og 751 and­lát hef­ur ver­ið rak­ið til veirunn­ar. 675 hinna látnu voru kven­kyns, 341 var barn.

Lík­urn­ar á að far­ald­ur­inn breið­ist enn frek­ar út bæði inn­an Aust­urKongó og til annarra landa eru tald­ar mikl­ar. Því hef­ur Al­þjóða­heil­brigð­is­stofn­un­in (WHO) ráðlagt fólki að ferð­ast hvorki til né stunda viðskipti við Aust­ur-Kongó að svo stöddu.

Far­ald­ur­inn er raun­ar sá næst­versti. Í þriðja sæti er far­ald­ur sem geis­aði í Úg­anda um alda­mót­in og heimti líf 224. Á toppn­um trón­ir svo ebólufar­ald­ur sem geis­aði í Vest­urAfríku frá því í des­em­ber 2013 og fram í janú­ar 2016. Þá smit­uð­ust nærri 29 þús­und og rúm 11 þús­und lét­ust. Stærstu tveir far­aldr­arn­ir eru af völd­um sama af­brigð­is ebólu, eða EBOV og það eru far­aldr­arn­ir í fjórða og fimmta sæti einnig.

Átök og traust

Af­ar erf­ið­lega hef­ur geng­ið að ráða nið­ur­lög­um far­ald­urs­ins í Kivu. Fyr­ir því eru ýms­ar ástæð­ur. Ein sú helsta er langvar­andi átök í norð­ur­hluta Kivu á milli hers­ins og all­nokk­urra upp­reisn­ar­hópa. Eig­in­leg skjálftamiðja far­ald­urs­ins, ef svo má kom­ast að orði, er í bæn­um Beni. Bær­inn hef­ur kom­ið illa út úr átök­un­um og hafa tug­ir árása ver­ið gerð­ar á hann með­an hjálp­ar­starfs­fólk, lækn­ar og hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar reyna að að­stoða sjúk­linga.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu sem WHO sendi frá sér í gær hef­ur árás­um á svæð­inu fjölg­að. Því hef­ur að­gengi að sjúk­ling­um ver­ið tak­mark­að að und­an­förnu og illa geng­ur að rann­saka útbreiðslu. Hins veg­ar ligg­ur fyr­ir að út­breiðsla sjúk­dóms­ins hef­ur auk­ist í borg­inni Bu­tem­bo og í nær­liggj­andi bæj­um að und­an­förnu.

Önn­ur helsta ástæð­an er tak­mark­að traust í garð lækna­vís­inda og al­þjóð­legra heil­brigð­is­starfs­manna. Lækna­rit­ið Lancet birti í síð­asta mán­uði rann­sókn þar sem 36 pró­sent af tæp­lega þús­und að­spurð­um sögð­ust viss um að sjúk­dóm­ur­inn hafi ver­ið skáld­að­ur til þess að koma á ringul­reið í Aust­urKongó. Þar af leið­andi hafa marg­ir ver­ið rag­ir við að láta bólu­setja sig.

„Skort­ur á trausti og far­ald­ur­inn sjálf­ur leiða til þess að fólk vill ein­fald­lega hvorki fylgja ráð­legg­ing­um né hlusta á skila­boð yf­ir­valda sem reyna að segja íbú­um hvað skuli gera til þess að leysa úr ástand­inu,“hafði BBC eft­ir Pat­rick Vinck, að­al­stjórn­anda rann­sókn­ar­inn­ar, fyr­ir mán­aða­mót.

Neyð­ar­ástand

Sjálf­stæð neyð­ar­nefnd á veg­um WHO til­kynnti eft­ir fund sinn í gær að þótt nauð­syn­legt sé að vinna áfram gegn far­aldr­in­um af full­um krafti sé ekki til­efni til þess að lýsa yf­ir al­þjóð­legu neyð­ar­ástandi.

Tarik Jasarevic, upp­lýs­inga­full­trúi WHO, seg­ir í sam­tali við Fréttablaðið að þetta hafi ver­ið í ann­að skipti sem nefnd­in fund­ar um neyð­ar­ástand­syf ir­lýs­ingu en ekki var ákveð­ið að lýsa yf­ir neyð­ar­ástandi síð­ast. Nú var boð­að til fund­ar­ins vegna skyndi­legr­ar fjölg­un­ar nýsmit­aðra eft­ir að tal­an hafði far­ið lækk­andi um nokk­urt skeið. Aukn­ar áhyggj­ur af ör­yggi á svæð­inu voru einnig ástæð­an fyr­ir því að boð­að var til fund­ar­ins.

Yfir­lýs­ing um al­þjóð­legt neyð­ar­ástand er því ekki sjálf­sögð þeg­ar nefnd­in kem­ur sam­an. „ Ákvörð­un sem þessi bygg­ir á því hvort ástand­ið sé al­var­legt, óvenju­legt eða óvænt, stefni ná­granna­ríkj­um í al­var­lega hættu og krefj­ist taf­ar­lausra, al­þjóð­legra við­bragða,“seg­ir Jasarevic og bæt­ir við:

„ Nefnd­in fund­aði síð­ast þann 17. októ­ber ár­ið 2018 og lagði til að ekki ætti að lýsa yf­ir neyð­ar­ástandi. Hins veg­ar var al­var­leg­um áhyggj­um af far­aldr­in­um lýst yf­ir og bent á að hætt­an á útbreiðslu til grann­ríkja væri af­ar mik­il.“

Nágranna­rík­in hafa, að sögn Jasarevics, kom­ið á miklu eft­ir­liti vegna þess­ar­ar hættu. Þannig fá þau upp­lýs­ing­ar um hvar ný til­felli koma upp.

„ En þótt smithættan inn­an lands­ins og hætt­an á útbreiðslu til nágrannalanda sé af­ar mik­il eru lík­urn­ar á útbreiðslu í hnattrænu sam­hengi litl­ar,“seg­ir Jasarevic. Hann bæt­ir því við að ekk­ert til­felli hafi enn kom­ið upp þar sem er­lend­ur heil­brigð­is­starfs­mað­ur snýr heim og ebólu­til­felli kem­ur upp í heima­land­inu í kjöl­far­ið.

Erf­ið­ar að­stæð­ur

„Þetta eru svo gott sem erf­ið­ustu að­stæð­ur sem hægt er að ímynda sér: Átök­in, íbú­ar sem eru á sí­felldri hreyf­ingu, veik­burða heil­brigðis­kerfi, stríðs­hrjáð þjóð sem er vön að reiða sig á óform­legt heil­brigðis­kerfi. En sú stað­reynd að tek­ist hef­ur að ná stjórn á far­aldr­in­um á ákveðn­um stöð­um þýð­ir að þrátt fyr­ir þess­ar erf­iðu að­stæð­ur er hægt að koma í veg fyr­ir frek­ari smit,“seg­ir Jasarevic.

Hann seg­ir að síð­ustu árás­ir á heil­brigð­is­starfs­fólk eða ebólu­með­ferð­ar­stöðv­ar hafi ver­ið gerð­ar þann 9. mars síð­ast­lið­inn.

„Til þess að binda enda á ebólufar­ald­ur­inn þurf­um við að ná góðu jafn­vægi til þess að há­marka þá að­stoð sem við get­um boð­ið, gera það á hlut­laus­an hátt, og vernda bæði sjúk­linga og starfs­fólk fyr­ir vopn­uð­um hóp­um,“seg­ir Jasarevic og bæt­ir við að slík vanda­mál komi upp á öll­um stríðs­hrjáð­um svæð­um heims.

Sam­skipti

Um þá stað­reynd að fjöl­marg­ir trúi því ekki að ebóla sé til, og vilji því ekki láta bólu­setja sig, seg­ir Jasarevic að heil­brigð­is­starfs­fólk í Aust­ur-Kongó sé í dag­leg­um sam­skipt­um við íbúa. „Meiri­hluti styð­ur og sætt­ir sig við vinnu okk­ar.“

Hann seg­ir að tek­ist hafi að út­rýma sjúk­dómn­um í ýms­um sam­fé­lög­um sem hafa tek­ið vel í starf WHO og annarra. „Þessi sam­skipti fela í sér að við kynn­um okk­ur trú fólks­ins, tök­um við spurn­ing­um og ráð­legg­ing­um um hvernig við eig­um að berj­ast við far­ald­ur­inn og sækj­um jafn­framt íbúa­fundi. Ebólu­teym­in leggja áherslu á sam­skipti við þá sem gagn­rýna starf okk­ar einna mest. Sam­an get­um við hins veg­ar leyst úr vand­an­um.“

Þá seg­ir Jasarevic að um níu­tíu pró­sent þeirra sem geta feng­ið bólu­setn­ingu sam­þykki það. „Og meira en nítuíu pró­sent bólu­settra sam­þykkja frek­ari heim­sókn­ir á þriðja og 21. degi eft­ir bólu­setn­ingu.

Hafa lært mik­ið

Jasarevic seg­ir að bæði WHO og heil­brigð­is­starfs­fólk um all­an heim hafi lært mik­ið af ebólufar­aldr­in­um í Vest­ur-Afríku, þeim versta í mann­kyns­sög­unni. „Við höf­um náð mikl­um ár­angri síð­an í að tryggja að sá lær­dóm­ur komi að gagni.“

Þannig nefn­ir hann að WHO hafi ár­ið 2016 kom­ið á fót sér­stöku verk­efni um neyð­ar­ástand í heil­brigð­is­mál­um. „Þetta voru mikl­ar breyt­ing­ar fyr­ir WHO og þannig juk­um við getu okk­ar. Eitt af því sem við lærð­um í Vest­ur-Afríku var að far­ald­ur­inn hreyf­ist hrað­ar en þeir pen­ing­ar sem út­hlut­að er til að berj­ast við sjúk­dóm­inn. Þess vegna kom­um við á fót sjóði fyr­ir fyrr­nefnt verk­efni svo hægt sé að tryggja að fjár­magn sé til stað­ar strax í upp­hafi,“seg­ir Jasarevic og bend­ir á að þannig hafi WHO strax ver­ið reiðu­bú­in þeg­ar far­ald­ur­inn braust út.

Upp­lýs­inga­full­trú­inn bæt­ir því við að lok­um að WHO hafi kom­ið upp öðru verk­efni til þess að að­stoða stofn­an­ir og ríki við að byggja upp inn­viði til þess að tak­ast á við far­aldra. „Ný­lega höf­um við einnig sett upp kerfi með Al­þjóða­bank­an­um svo við get­um fylgst með því hversu vel hvaða svæði eru í stakk bú­in til að tak­ast á við far­aldra og aðra heil­brigð­is­vá.“

ÞÓTT SMITHÆTTAN INN­AN LANDS­INS OG HÆTT­AN Á ÚTBREIÐSLU TIL NÁGRANNALANDA SÉ AF­AR MIK­IL ERU LÍK­URN­AR Á ÚTBREIÐSLU Í HNATTRÆNU SAM­HENGI LITL­AR.

NORDICPHOTOS/AFP

Heil­brigð­is­starfs­menn í hlífð­ar­föt­um sjást hér inni á ebólu­með­ferð­ar­stöð í borg­inni Bu­tem­bo í Kivu-fylki í Aust­ur-Kongó.

NORDICPHOTOS/AFP

Særð­um upp­reisn­ar­manni kast­að upp á trukkpall skömmu eft­ir árás á með­ferð­ar­stöð í Bu­tem­bo.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.