Ás­mund­ur Ein­ar fær skýrslu um starfs­getumat eft­ir páska

Starfs­hóp­ur fé­lags­mála­ráð­herra um end­ur­skoð­un al­manna­trygg­inga­kerf­is­ins mun skila skýrsl­unni eft­ir páska. ÖBÍ og ASÍ skrif­uðu ekki und­ir skýrsl­una. Formað­ur ÖBÍ sem átti sæti í hópn­um vill að rík­is­stjórn­in fari sér hægt í inn­leið­ingu starfs­getumats enda h

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - [email protected]­bla­did.is

Ás­mund­ur Ein­ar Daða­son fé­lags­mála­ráð­herra fær af­henta skýrslu sam­ráðs­hóps um end­ur­skoð­un al­manna­trygg­inga­kerf­is­ins eft­ir páska. Þetta stað­fest­ir Guð­mund­ur Páll Jóns­son, formað­ur sam­ráðs­hóps­ins.

Hóp­ur­inn var skip­að­ur fyr­ir ári og átti að skila til­lög­um síð­asta haust um breytt fram­færslu­kerfi al­manna­trygg­inga sem styð­ur við markmið starfs­getumats. Á hóp­ur­inn að leggja til hvernig megi nýta þá 2,9 millj­arða króna sem eru eyrna­merkt­ir í kjara­bæt­ur handa ör­orku­líf­eyr­is­þeg­um.

Von­ir stóðu til að hægt væri að ná sem breið­astri sátt um fyr­ir­komu­lag al­manna­trygg­inga en það fór í upp­nám í lok mars þeg­ar Ör­yrkja­banda­lag­ið og Al­þýðu­sam­band­ið til­kynntu að þau myndu ekki skrifa und­ir skýrsl­una.

„Starf­inu er lok­ið. Ég býst við að þetta verði með svip­uð­um hætti og þeg­ar nið­ur­staða Pét­urs­nefnd­ar­inn­ar lá fyr­ir, að ég sem formað­ur skili þessu starfi inn til ráð­herra. Þá geta aðr­ir nefnd­ar­menn líka sent inn er­indi eins og þeim hent­ar,“seg­ir Guð­mund­ur Páll.

Hann bætti við að starf nefnd­ar­inn­ar hefði ver­ið gott og að hlustað hefði ver­ið á öll sjón­ar­mið, vildi hann að öðru leyti ekki tjá sig um stöð­una.

Þuríð­ur Harpa Sig­urð­ar­dótt­ir, formað­ur Ör­yrkja­banda­lags Ís­lands, seg­ir að sú vinna sem fór í breytt fram­færslu­kerfi al­manna­trygg­inga hafi að miklu leyti ver­ið góð en í ljósi þess að mark­mið­ið sé að keyra í gegn starfs­getumat­ið þá geti ÖBÍ ekki skrif­að und­ir skýrsl­una.

„Við höf­um séð lönd­in í kring­um okk­ur fara í kollsteyp­ur þar sem starfs­getumat­ið hef­ur ekki ver­ið að virka, í Nor­egi er ver­ið að fara til baka,“seg­ir Þuríð­ur Harpa.

Með­al ör­yrkja rík­ir lít­ið traust í garð stjórn­valda um að hér verði hægt að halda bet­ur ut­an um starfs­getumat en í lönd­um á borð við Nor­eg.

Hætt­an sé sú að ör­yrkj­ar þurfi að fara á at­vinnu­leys­is­bæt­ur og lendi síð­an í enn verri fá­tækt­ar­gildru.

Ef það sé á end­an­um vilji stjórn­valda að taka það upp vill Þuríð­ur Harpa að það verði gert í til­rauna­skyni á minni hóp.

„ Ef rík­is­stjórn­in hef­ur svona mikl­ar áhyggj­ur af ungu fólki þá gætu þau skoð­að að beita þessu starfs­getumati á af­mark­að­an hóp af ungu fólki. Sjá hvort þau geti hald­ið ut­an um þann hóp og sjá hvernig at­vinnu­líf­ið bregst við.“

Við höf­um séð lönd­in í kring­um okk­ur fara í kollsteyp­ur þar sem starfs­getumat­ið hef­ur ekki ver­ið að virka.

FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR

Á að­al­fundi síð­ast­lið­ið haust setti stjórn Ör­yrkja­banda­lags­ins sig upp á móti starfs­getumati.

Þuríð­ur Harpa Sig­urð­ar­dótt­ir, formað­ur ÖBÍ

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.