Samn­ings­að­il­ar hafi skort á hjúkr­un­ar­fræð­ing­um í huga

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - [email protected]­bla­did.is sig­hvat­[email protected]­bla­did.is

Hjúkr­un­ar­ráð Land­spít­ala sendi í gær frá sér áskor­un þar sem skor­að er á samn­ings­að­ila í kom­andi kjara­við­ræð­um hjúkr­un­ar­fræð­inga að hafa skort á hjúkr­un­ar­fræð­ing­um á spít­al­an­um að leið­ar­ljósi. Gerð­ar­dóm­ur frá 2015 er runn­inn út og við­ræð­ur við samn­inga­nefnd rík­is­ins hafn­ar.

Hjúkr­un­ar­ráð Land­spít­ala skor­ar á samn­ings­að­ila í kom­andi kjara­við­ræð­um hjúkr­un­ar­fræð­inga að hafa að leið­ar­ljósi skort á hjúkr­un­ar­fræð­ing­um á Land­spít­ala. „Nauð­syn­legt er að leit­að verði allra mögu­legra leiða til að bæta kjör og starfs­um­hverfi hjúkr­un­ar­fræð­inga,“sagði í álykt­un sem ráð­ið sendi frá sér í gær.

Úrskurð­ur gerð­ar­dóms um kjör hjúkr­un­ar­fræð­inga frá ár­inu 2015 rann út um mán­aða­mót­in. Kjara­deil­an fyr­ir fjór­um ár­um var af­ar stremb­in og eft­ir tæp­lega þriggja vikna verk­fall setti Al­þingi lög­bann á verk­fall­ið, sem og lengra verk­fall BHM.

Að því er kom fram í álykt­un hjúkr­un­ar­ráðs­ins bitn­ar skort­ur á hjúkr­un­ar­fræð­ing­um á Land­spít­ala einna verst á bráða­mót­tök­unni. Þar hafa leg­ið að með­al­tali 20 til 30 sjúk­ling­ar und­an­far­ið ár sem bíða eft­ir að kom­ast á legu­deild og er með­al­d­val­ar­tími inn­lagðra á bráða­mót­tök­unni nú um 24 klukku­stund­ir.

Mið­að er við að sjúk­ling­ar dvelji ekki leng­ur en í sex tíma á bráða­mót­töku og sagði í álykt­un­inni að rann­sókn­ir sýndu að óþarf­lega löng dvöl gæti haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir sjúk­linga.

„Við­un­andi mönn­un hjúkr­un­ar­fræð­inga er grund­vallar­for­senda þess að Land­spít­ali geti sinnt lög­bundnu hlut­verki sínu. Til að ná fram við­un­andi mönn­un er nauð­syn­legt að bæta kjör og starfs­um­hverfi þess­ar­ar lyk­il­stétt­ar,“sagði í álykt­un­inni auk­in­held­ur.

Kjara­við­ræð­ur Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræð­inga og samn­inga­nefnd­ar rík­is­ins eru hafn­ar en að­il­ar hitt­ust síð­ast í byrj­un vikunnar. Næsti fund­ur er áformað­ur strax eft­ir páska. Þá eru við­ræð­ur hafn­ar við Reykja­vík­ur­borg.

Guð­björg Páls­dótt­ir, formað­ur fé­lags­ins, sagði fyrr í vik­unni að lít­ið væri að frétta af við­ræð­un­um. Stað­reynd­in væri sú að beð­ið hefði ver­ið eft­ir því að kjara­samn­ing­ar tækj­ust á al­menna vinnu­mark­aðn­um. Nú væri hins veg­ar hægt að setja auk­inn kraft í vinn­una.

Ljóst er að stað­an á Land­spít­ala er slæm þeg­ar kem­ur að mönn­un hjúkr­un­ar­fræð­inga. Eft­ir fall WOW air bár­ust af því frétt­ir að hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar, sem höfðu fært sig yf­ir í störf flug­freyja hjá fé­lag­inu, væru farn­ir að hafa sam­band til að spyrj­ast fyr­ir um laus störf.

Anna Sigrún Bald­urs­dótt­ir, að­stoð­ar­mað­ur for­stjóra Land­spít­al­ans, sagði þá að brýn þörf væri fyr­ir um eitt hundrað hjúkr­un­ar­fræð­inga til að halda uppi þeirri starf­semi sem spít­al­inn ætti að sinna. Enn fleiri hjúkr­un­ar­fræð­inga vant­aði hins veg­ar til þess að hægt væri að sinna öllu sem spít­al­inn vildi gera.

FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM

Hjúkr­un­ar­ráð Land­spít­al­ans hef­ur áhyggj­ur af skorti á hjúkr­un­ar­fræð­ing­um á spít­al­an­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.