Skraut­leg um­mæli í kosn­inga­bar­áttu BJP

Fram­bjóð­end­ur BJP, flokks Nar­endras Modi, for­sæt­is­ráð­herra Ind­lands, vekja at­hygli fyr­ir um­mæli sín á öðr­um degi þess­ara stærstu kosn­inga mann­kyns­sög­unn­ar. For­seti flokks­ins vill kasta ólög­leg­um inn­flytj­end­um í Beng­al­flóa.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - NORDICPHOTOS/AFP [email protected]­bla­did.is

Kjör­sókn fyrstu tvo daga stærstu kosn­inga mann­kyns­sög­unn­ar virð­ist með ágæt­um. Þetta kom fram á Reu­ters í gær en Ind­verj­ar kjósa nú nýtt þing. Kosn­ing­arn­ar standa yf­ir í 39 daga.

Nar­endra Modi for­sæt­is­ráð­herra, BJP-flokk­ur hans og sam­starfs­flokk­ar freista þess að halda meiri­hluta sín­um á þingi og benda kann­an­ir til þess að það tak­ist. Kosn­inga­bar­átt­an er því af­ar hörð og þrír fram­bjóð­end­ur BJP vöktu at­hygli fyr­ir um­mæli sín á bar­áttufund­um í gær.

Amit Shah, for­seti flokks­ins, sagði á fundi í Vest­ur-Beng­al að ólög­leg­ir inn­flytj­end­ur væru „eins og termít­ar við Beng­al­flóa“. Hann lof­aði því þess vegna að rík­is­stjórn BJP myndi tína inn­flytj­end­urna upp af jörð­inni og kasta þeim, hverj­um á fæt­ur öðr­um, í Beng­al­fló­ann.

Þar átti hann við inn­flytj­end­ur frá grann­rík­inu Bangla­dess. Flest­ir íbúa Bangla­dess eru múslim­ar en BJP hef­ur ver­ið kennd­ur við hind­úa­þjóð­ern­is­hyggju. Shah sagði auk­in­held­ur að BJP myndi veita hindú­um, búdd­ist­um, jaín­ist­um og sík­um frá Bangla­dess og Pak­ist­an rík­is­borg­ara­rétt.

Sanjay Jha, einn tals­manna Congress-flokks­ins, and­stæð­inga BJP, sagði í svari við ræðu Shah að hann væri að reyna að sundra þjóð­inni eft­ir trú­ar­lín­um. „ Póli­tískt við­skipta­mód­el BJP geng­ur út á að kynda und­ir átök í sam­fé­lag­inu. Halda því á suðupunkti.“

Ma­neka Gand­hi, ráð­herra jafn­rétt­is­mála og BJP-liði, sagði svo á fundi með múslim­um í Sult­an­pur að þeir þyrftu að kjósa hana. Ann­ars myndi hún ef til vill hafa minni áhuga á að hlusta á þá. „Ég hef nú þeg­ar unn­ið þess­ar kosn­ing­ar en þið þarfn­ist mín. Þetta er ykk­ar tæki­færi til að byggja upp sam­band,“sagði ráð­herr­ann, sem er tengda­dótt­ir Ind­iru Gand­hi, fyrsta kven­for­sæt­is­ráð­herr­ans.

Þá sagði Saks­hi Ma­haraj, þing­mað­ur BJP-flokks­ins og fram­bjóð­andi í Unnao, að kjós­end­ur þyrftu að greiða hon­um akt­væði sitt ell­egar myndi karma þeirra verða slæmt. Karma er hug­tak í trú­ar­brögð­um af ind­versk­um upp­runa sem geng­ur út á að all­ar gjörð­ir valdi af­leið­ing­um, góð­um eða slæm­um.

„Þeg­ar mein­læta­mað­ur ber að dyr­um og bið­ur um ölm­usu, grát­bið­ur ykk­ur og þið verð­ið ekki við bón hans gæti hann geng­ið á brott með mögu­legt gott karma og skil­ið slæmt karma eft­ir fyr­ir ykk­ur,“sagði hann á fundi með kjós­end­um.

Ma­haraj hef­ur reynd­ar áð­ur lát­ið um­deild um­mæli falla. Í síð­asta mán­uði spáði hann því, sam­kvæmt NDTV, að það yrðu eng­ar þing­kosn­ing­ar ár­ið 2024 eins og gert er ráð fyr­ir.

Ég hef nú þeg­ar unn­ið þess­ar kosn­ing­ar en þið þarfn­ist mín.

Ma­neka Gand­hi, jafn­rétt­is­mála­ráð­herra

Amit Shah kall­aði ólög­lega inn­flytj­end­ur termíta í ræðu í Vest­ur-Beng­al.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.