Rukka Assange um máls­kostn­að

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – þea

Hæstirétt­ur Sví­þjóð­ar úr­skurð­aði í gær að Juli­an Assange, stofn­andi Wik­iLeaks, skyldi sjálf­ur greiða um 115 millj­ón­ir króna í máls­kostn­að vegna rann­sókn­ar á kyn­ferð­is­brota­mál­um gegn hon­um. Ákvörð­un­in er sögð ótengd því að Assange var svipt­ur hæli sínu í ekvadorska sendi­ráð­inu í Lund­ún­um og hand­tek­inn á fimmtu­dag.

Rann­sókn var hætt fyr­ir tveim­ur ár­um og þrjú mál af fjór­um eru nú fyrnd. En fyrst Assange hef­ur nú ver­ið svipt­ur hæli íhuga Sví­ar, sam­kvæmt BBC, að taka fjórða mál­ið upp á ný. Það gæti hins veg­ar reynst erfitt. Sven-Erik Al­hem, fyrr­ver­andi sak­sókn­ari, sagði við sænska mið­il­inn TT að vitn­is­burð­ur í tíu ára göml­um mál­um gæti ein­fald­lega reynst of óáreið­an­leg­ur.

Banda­rík­in hafa far­ið fram á að Assange verði fram­seld­ur. Þar er hann sak­að­ur um að skipu­leggja tölvu­inn­brot í sam­ráði við Chel­sea Mann­ing, sem lak leyniskjöl­um til Wik­iLeaks.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.