Bólgu­lög­mál­ið

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Krist­ín Þor­steins­dótt­ir krist­[email protected]­bla­did.is

Engu er lík­ara en það sé lög­mál að rekst­ur hins op­in­bera bólgni í sí­fellu út. Dæm­in sem blasa við eru mý­mörg. Á kjör­tíma­bil­inu eiga til dæm­is að rísa nýj­ar skrif­stof­ur Al­þing­is við Von­ar­stræti. Þær skulu vera sex þús­und fer­metr­ar og kosta um þrjá millj­arða króna. Mik­ið er víst lagt upp úr því að inn­an­gengt sé fyr­ir þing­menn milli skrif­stofa og fund­ar­her­bergja Al­þing­is. Ekki fylg­ir sög­unni hvers vegna það er slík þolraun fyr­ir kjörna full­trúa að ganga stutt­ar vega­lengd­ir ut­an­dyra og fá sér frískt loft í leið­inni.

Úr stjórn­ar­ráð­inu ber­ast þau tíð­indi að til standi að byggja við skrif­stof­ur for­sæt­is­ráð­herra í Lækjar­götu. Sómi er að verð­launa­til­lög­unni, þótt sitt sýn­ist vafa­lít­ið hverj­um. Því er þó al­veg ósvar­að hvers vegna þessa ógn­ar­við­bót þurfi við hús­ið sem hýst hef­ur skrif­stof­ur for­sæt­is­ráð­herra með mynd­ar­brag frá 1904.

Í því sam­hengi er rétt að taka und­ir með sagn­fræð­ingn­um Birni Jóni Braga­syni sem bent hef­ur á að Þjóð­menn­ing­ar­hús­ið, í sinni ei­lífu til­vist­ar­kreppu, standi þarna steinsnar frá og henti vel til starf­sem­inn­ar.

Svo hald­ið sé áfram að tala um Al­þingi og rík­is­stjórn, þá má minna á að að­stoð­ar­menn hvers ráð­herra eru nú orðn­ir tveir en lengst af þótti duga að þeir gætu reitt sig á emb­ætt­is­menn í sín­um ráðu­neyt­um. Slíkt geng­ur auð­vit­að ekki leng­ur enda fjöldi flokks­gæð­inga á lausu sem sár­vant­ar lífser­indi.

Vík­ur þá sögu að rekstri Reykja­vík­ur­borg­ar, en þar starfa hlut­falls­lega mun fleiri en hjá ná­granna­sveit­ar­fé­lög­un­um þrátt fyr­ir að stærð­inni ætti að fylgja hag­kvæmni og minna starfs­manna­hald. Útsvar hef­ur lengi ver­ið í lög­bundnu há­marki, og borg­in ætl­ar meira að segja að greiða sér arð úr Orku­veit­unni til að fá enn meiri pen­inga úr að spila.

Reykja­vík­ur­borg hef­ur sömu­leið­is blás­ið út og læt­ur nú til sín taka á mun fleiri svið­um en áð­ur. Borg­in bygg­ir veit­inga­sali og end­ur­reis­ir bragga. Ágóð­ans njóta veit­inga­sal­ar sem leigja að­stöð­una langt und­ir mark­aðsvirði. Kostn­að­ar­áætlan­ir virð­ast að meg­in­stefnu gerð­ar forms­ins vegna hjá borg­inni, rétt eins og hjá rík­inu.

Sé vik­ið að fyr­ir­tækj­um í eigu rík­is­ins er sag­an nokk­urn veg­inn sú sama. Lands­bank­inn ætl­ar að byggja 16.500 fer­metra höf­uð­stöðv­ar und­ir starf­semi sína og kosta til þess níu millj­örð­um króna, þrátt fyr­ir að banka­kerf­ið sé nú þeg­ar bólg­ið úr hófi fram af mannafla, og að fyr­ir­séð sé að pláss­þörf muni frek­ar minnka en aukast með áfram­hald­andi tækninýj­ung­um.

En áfram skal hald­ið í ei­lífri út­gjalda­bólgu. Svo virð­ist sem all­ir séu seld­ir und­ir sömu sök. Ríki, sveit­ar­fé­lög og fyr­ir­tæki í eigu rík­is­ins.

Þannig er það gjarn­an þeg­ar sýsl­að er með annarra manna fé. Er ekki eðli­legt að velta fyr­ir sér hvort þrjú hundruð þús­und manna þjóð þurfi allt þetta um­fang og yf­ir­bygg­ingu?

Hvar eru stjórn­mála­menn­irn­ir sem tala fyr­ir að­haldi í rík­is­rekstri og treysta sér til að láta gjörð­ir fylgja orð­um?

Ekki fylg­ir sög­unni hvers vegna það er slík þolraun fyr­ir kjörna full­trúa að ganga stutt­ar vega­lengd­ir ut­an­dyra og fá sér frískt loft í leið­inni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.