Áhuga­verð­ar og fjöl­breytt­ar kven­hetj­ur

Fréttablaðið - - HELGIN -

Freyja Stein­gríms­dótt­ir að­stoð­ar­mað­ur for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar

Ætli þetta sé ekki einn besti til­búni heim­ur sem mað­ur hef­ur t.d. séð í sjón­varps­þætti eða bíó­mynd. Sögu­þráð­ur­inn held­ur manni á tán­um, mað­ur veit aldrei við hverju mað­ur á að bú­ast, og sögu­per­són­urn­ar hafa dýpt og þró­ast með þátt­un­um, að minnsta kosti þær sem fá að lifa. Það eru líka tölu­vert fleiri áhuga­verð­ir kven­kyns karakt­er­ar í þátt­un­um en flest­um öðr­um; þær eru vond­ar, góð­ar, sterk­ar, veik­ar, ljót­ar, fal­leg­ar, skemmti­leg­ar og leið­in­leg­ar, ung­ar og gaml­ar.

Þetta verð­ur rúss­íbani. Ég býst við mik­illi spennu og stór­kost­legu sjón­arspili. Þetta eru auð­vit­að fá­ir þætt­ir svo það verð­ur ör­ugg­lega smá sorg­ar­ferli þeg­ar þetta klár­ast eft­ir nokkr­ar vik­ur.

Ég á í eins kon­ar „lo­ve-hate“sambandi við Sönsu. Mér finnst hún frek­ar leið­in­leg týpa en held samt með henni. Reynd­ar á það við um fleiri karakt­era. Þeir eru yf­ir­leitt flókn­ir þannig að skil­in milli „góða“fólks­ins og „vonda“fólks­ins eru óskýr­ari en í flest­um öðr­um sög­um og þátt­um. Af þeim sem eru á lífi er ég hrifn­ust af Tyri­on, Dana­erys og Aryu. Yg­ritte og Hodor voru í upp­á­haldi þar til manni var gerð­ur sá óleik­ur að þau voru drep­in.“

ÉG Á Í EINS KON­AR LO­VE-HATE SAMBANDI VIÐ SÖNSU.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.