Fjár­fest í sól­inni og betri lífs­gæð­um

Ís­lend­ing­ar hafa í aukn­um mæli fjár­fest í fast­eign­um við Mið­jarð­ar­haf­ið, þar sem njóta má veð­ur­blíðu nán­ast all­an árs­ins hring auk þess sem verð­lag er hag­stætt. Fa­steigna­sal­an Med­land býð­ur Ís­lend­ing­um upp á al­hliða að­stoð við val og kaup á fast­eign ásamt

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - MYND/BARBARA BIRGIS

Aðalskrif­stof­ur Med­land eru í Tor­revieja, suð­ur af Alican­te á Spáni en fa­steigna­sal­an sér­hæf­ir sig í ný­bygg­ing­um á víð­feðmu svæði við suð­aust­ur­strönd Spán­ar. Steina Jóns­dótt­ir er mark­aðs­stjóri Ís­lands­deild­ar hjá Med­land og sinn­ir ís­lensk­um við­skipta­vin­um fyr­ir­tæk­is­ins. Hún hef­ur bú­ið og starf­að á Spáni í fimmtán ár og seg­ist hvergi ann­ars stað­ar vilja vera. Steina hef­ur starf­að hjá Med­land í nokk­ur ár en fyr­ir­tæk­ið opn­aði Ís­lands­mark­að fyrst þann 1. apríl 2016. „Það hef­ur ver­ið mik­ill áhugi hjá Ís­lend­ing­um á að fjár­festa á Spáni, sér­stak­lega eft­ir að gjald­eyr­is­höft­in voru af­num­in í árs­byrj­un 2017. Sá áhugi hef­ur hald­ist,“seg­ir hún.

„Ekki er ein­göngu ver­ið að fjár­festa í fast­eign­inni sjálfri því hér eru lífs­gæð­in mik­il, birt­an og lofts­lag­ið ger­ir fólki gott. Þá spill­ir ekki hag­stætt verð­lag og gæða­mat­vara. Að auki er verð á fast­eign­um hag­stætt og vext­ir af veð­lán­um hér úti í sögu­legu lág­marki um þess­ar mund­ir, eða á bil­inu 2,5-3,5%. Um­hverf­ið er þannig kaup­and­an­um í hag, vilji hann fjár­magna hluta kaup­anna með veð­láni í spænsk­um banka.“

Mik­ið úr­val fast­eigna

Steina seg­ir fólk kaupa fast­eign á Spáni af ýms­um ástæð­um. Sum­ir vilji setj­ast að á með­an aðr­ir kaupi hús til vetr­ar­dval­ar eða til að nýta í sum­ar­leyf­um fjöl­skyld­unn­ar. „Við bjóð­um ein­göngu upp á nýj­ar eign­ir og spönn­um stórt svæði, allt frá Denia í norðri til Mar Men­or í suðri. Um er að ræða yf­ir 300 íbúða­kjarna og ein­býl­is­húsa­hverfi,“út­skýr­ir Steina.

Hún seg­ir vin­sælt að kaupa íbúð­ir í kjörn­um sem lok­að­ir eru af þar sem sund­laug og garð­ar eru í sam­eign. Slík­ir kjarn­ar eru á tveim­ur til fjór­um hæð­um og verð­in mis­jöfn eft­ir hæð­um, átt­um og út­sýni. Jarð­hæð­ar­eign­ir hafa eig­in garð og efstu hæð­ir eig­in þa­kver­önd. Milli­hæð­ir eru með svöl­um og yf­ir­leitt ódýr­ustu eign­irn­ar í kjarn­an­um. Í flest­um til­vik­um má finna helstu þjón­ustu í næsta ná­grenni en vissu­lega get­ur vega­lengd­in ver­ið mislöng.

„Ég leið­beini fólki með stað­setn­ingu eft­ir helstu ósk­um kaup­and­ans. Flest­ir vilja hafa versl­un og veit­inga­staði í göngu­færi en hjá öðr­um skipt­ir það minna máli. Það má geta þess að auð­velt er að aka bif­reið um Spán og vega­kerf­ið mjög þægi­legt. Auk þess er ódýrt og ein­falt að ferð­ast til nágrannalanda héð­an, sé fólk bú­ið að koma sér upp heim­ili. Það eru góð­ar flug­sam­göng­ur til flestra Evr­ópu­borga frá Alican­te og yf­ir­leitt á af­ar hag­stæðu verði,“bæt­ir Steina við.

Steina bend­ir á að beint flug sé frá Íslandi með nokkr­um flug­fé­lög­um þótt WOW Air sé ekki leng­ur með­al þeirra. „Við er­um bjart­sýn á fram­hald­ið og von­umst til að ein­hver taki við bolt­an­um frá WOW og bjóði land­an­um að ferð­ast hing­að á hag­stæð­um kjör­um. Þang­að til má líka velja um að milli­lenda einu sinni á leið­inni.“

Hag­stætt verð á íbúð­um

Þeg­ar Steina er spurð um með­al­verð á eign­um sem vekja mest­an áhuga hjá Ís­lend­ing­um, svar­ar hún: „Ódýr­ustu eign­irn­ar hjá okk­ur eru með einu svefn­her­bergi og kosta rúm­ar ellefu millj­ón­ir eða um 85 þús­und evr­ur en verð á eign­um með tveim­ur svefn­her­bergj­um er frá um 120 þús­und evr­um. Vin­sælli eign­ir í þeim flokki eru ívið dýr­ari eða frá um 160 þús­und evr­um. Verð­ið hækk­ar svo ef bæta á við einu svefn­her­bergi til við­bót­ar en vin­sæl­ar eign­ir í þeim flokki eru frá um 170 þús­und­um. Svo eru sum­ir sem vilja frek­ar ein­býl­is­hús en þau er hægt að fá fyr­ir allt frá 200 þús­und evr­um og upp úr, allt eft­ir stærð og stað­setn­ingu. Það er mjög mik­ið úr­val af eign­um í dag, jafnt stór­um sem smá­um. Fram­boð hef­ur auk­ist og það er skemmti­legt verk­efni að hjálpa fólki að finna réttu eign­ina.“Á und­an­förn­um tveim­ur ár­um hef­ur Med­land selt Ís­lend­ing­um rúm­lega 80 eign­ir á Spáni og fyrstu mán­uð­ir þessa árs benda til áfram­hald­andi áhuga á kaup­um á fast­eign í sól­inni. „Fólk er að fjár­festa í lífs­gæð­um og verð­lagi, eins og ég tal­aði um hér áð­an. Hér er eng­in verð­bólga, mat­arkarf­an hjá mér kost­ar nán­ast það sama í dag og hún gerði fyr­ir fimmtán ár­um. Hrá­efn­ið er frá­bært hér suð­ur frá, ferskt sjáv­ar­fang, ávext­ir, græn­meti, ost­ar og kjöt­meti, er fyrsta flokks. Ís­lend­ing­ar sem hafa kynnst því að búa hér vita að það er mun hag­kvæm­ara að lifa hér en heima,“seg­ir Steina.

Lif­um eins og Spán­verj­ar

Steina flutt­ist bú­ferl­um til Spán­ar ár­ið 2004 ásamt eig­in­manni og tveim­ur dætr­um sem í dag eru 25 og 18 ára. Sú yngsta, sem er fimmtán ára, er fædd á Spáni. „Það var eig­in­lega skyndi­brjál­æði og æv­in­týra­þrá á sín­um tíma, að flytja til Spán­ar og kaupa hús. En hér líð­ur okk­ur vel, ég er ein með dætr­um mín­um í dag og við er­um ótta­leg­ir Spán­verj­ar. Ég segi oft að þessi hug­mynd hafi ver­ið skyn­sam­leg­asta skyndi­brjál­æð­ið mitt hing­að til. Hér er dá­sam­legt að vera og bæði heil­brigð­is- og skóla­kerfi til fyr­ir­mynd­ar. Dæt­ur mín­ar hafa alltaf ver­ið ánægð­ar. Við bú­um í litlu spænsku þorpi og tök­um full­an þátt í menn­ing­unni auk þess sem við höf­um til­eink­að okk­ur marg­ar hefð­ir inn­fæddra. Stelp­urn­ar eru til dæm­is fermd­ar inn í kaþólska trú. Við tök­um þátt í sam­fé­lag­inu hérna, rétt eins og ef við byggj­um í Reykja­vík.“

Gam­an að þjón­usta land­ann

Steina seg­ir að það sé sér­stak­lega skemmti­legt að starfa við að þjóna Ís­lend­ing­um. „Það var mik­il gleði þeg­ar mark­að­ur­inn opn­að­ist aft­ur og gjald­eyr­is­höft­um var aflétt. Marg­ir höfðu geng­ið með draum­inn í mag­an­um lengi en ekk­ert getað að­hafst vegna haft­anna.“

Þeg­ar hún er spurð hversu mik­ið fé fólk þurfi að eiga til að fara af stað í að kaupa fast­eign á Spáni, svar­ar Steina: „Við ráð­leggj­um fólki að reikna með að þurfa að leggja fram 50% af kaup­verð­inu. Kaup­end­ur geta sótt um veð­lán en slíkt lán kem­ur til af­greiðslu við af­sal auk þess sem bæta þarf kostn­aði við kaup­verð­ið en sá kostn­að­ur er 10% sölu­skatt­ur og gjöld sem tengj­ast þing­lýs­ingu og skrán­ingu og fleiru slíku. Nauð­syn­legt er að reikna með 14% kostn­aði í það heila. Vegna þessa kostn­að­ar og greiðslu­skil­mála al­mennt, er æski­legt að fólk reikni með að eiga 50% af kaup­verði þeg­ar far­ið er af stað. Síð­an er hægt að fjár­magna með allt að 70% veð­láni, gegn greiðslu­mati, að sjálf­sögðu. Af­borg­an­ir eru fast­ar all­an láns­tím­ann og vext­ir lág­ir. Hins veg­ar þarf lán­ið að vera að fullu greitt þeg­ar lán­þegi nær 75 ára aldri. Því eldri sem við er­um, því styttri er láns­tím­inn og af­borg­an­ir hærri, eins og gef­ur að skilja. Við leið­bein­um við­skipta­vin­um í gegn­um þetta ferli eins og það legg­ur sig og eft­ir­sölu­þjón­ust­an okk­ar að­stoð­ar við hús­gagna­kaup, in­ter­netteng­ing­ar og ann­að sem nauð­syn­legt er að huga að,“seg­ir Steina.

Það var mik­il gleði þeg­ar mark­að­ur­inn opn­að­ist aft­ur og gjald­eyr­is­höft­um var aflétt.

Steina Jóns­dótt­ir hef­ur bú­ið og starf­að á Spáni í 15 ár. Hún seg­ir að verð­lag­ið á Spáni sé mjög hag­kvæmt og ódýrt að lifa þar.

Eign­irn­ar sem bjóð­ast á Spáni eru fjöl­breyti­leg­ar að stærð og eru stað­sett­ar í fögru um­hverfi.

Steina að­stoð­ar fólk við að inn­rétta íbúð­irn­ar og sömu­leið­is með netteng­ingu og þess háttar.

Byggða­kjarn­ar með sam­eig­in­leg­um sund­laug­ar­garði eru vin­sæl­ir hjá Ís­lend­ing­um sem flytja til Spán­ar í lengri eða skemmri tíma.

Veru­lega nota­legt um að lit­ast í þess­ari íbúð á Spáni og ekki skemm­ir út­sýn­ið.

Para­dís í sól. Hver gæti ekki hugs­að sér að sitja þarna?

MYND/BARBARA BIRGIS

Steina seg­ir að það hafi ver­ið skyndi­brjál­æði hjá sér að flytja til Spán­ar fyr­ir fimmtán ár­um en hún sjái ekki eft­ir því. Það hafi ver­ið frá­bær hug­mynd.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.