Hljóm­plat­an lif­ir enn góðu lífi

Í dag fagna plötu­búð­ir víða um heim al­þjóð­leg­um degi plötu­búð­ar­inn­ar. Nokkr­ar plötu­búð­ir í Reykja­vík taka þátt og taka vel á móti gest­um. Sala á vínyl­plöt­um hef­ur auk­ist jafnt og þétt.

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - St­arri Freyr Jóns­son MYND­IR/SIGTRYGGUR ARI

st­[email protected]­bla­did.is

Al­þjóð­leg­ur dag­ur plötu­búða er í dag, laug­ar­dag, og er hon­um fagn­að víða um heim, m.a. í Jap­an, Ástr­al­íu, Banda­ríkj­un­um, Mexí­kó og víða í Evr­ópu. Nokkr­ar plötu­búð­ir hér á landi taka þátt, m.a. Smekk­leysa plötu­búð sem er á mót­um Skóla­vörðu­stígs og Óð­ins­götu í Reykja­vík, en þar hef­ur deg­in­um ver­ið fagn­að und­an­far­in ár með góð­um ár­angri að sögn Ól­afs Sverr­is Trausta­son­ar, sölu­manns versl­un­ar­inn­ar. „Þetta er dag­ur sem er hugs­að­ur til að vekja at­hygli á plötu­búð­un­um sjálf­um, sér­stak­lega þess­um litlu sjálf­stæðu ein­ing­um sem gefa svo mik­ið af sér til tón­listaráhuga­fólks og sam­fé­lags­ins. Við ætl­um svo sem ekki að bjóða upp á flókna dag­skrá, að­al­lega ætl­um við að hella upp á kaffi og hafa það huggu­legt með gest­um okk­ar. Þessi dag­ur hef­ur alltaf ver­ið hrika­lega skemmti­leg­ur og ég mæli með því að taka hring­inn í mið­bæn­um og fara í all­ar plötu­búð­irn­ar. Þær taka all­ar þátt og það er mjög gam­an að geta fagn­að þessu al­menni­lega svona einu sinni á ári.“

Margt hef­ur breyst

Það eru fá­ar teg­und­ir versl­ana sem hafa geng­ið í gegn­um jafn rót­tæk­ar breyt­ing­ar og plötu­búð­ir á und­an­förn­um 10-15 ár­um enda sækja flest­ir tónlist í dag gegn­um síma og tölv­ur. „Fyr­ir vik­ið hafa plötu­búð­ir eðli­lega þurft að breyta um áhersl­ur, bæði varð­andi vöru­úr­val og þjón­ustu. Í dag myndi ég segja að hlut­verk plötu­búða snú­ist mik­ið um per­sónu­lega þjón­ustu við kúnn­ana og að panta t.d. inn plöt­ur fyr­ir þá. Um leið þarf líka að vinna sér inn nýja fasta kúnna sem mað­ur reyn­ir síð­an að þjón­usta með sama hætti. Þrátt fyr­ir allt hef­ur vínyll­inn ver­ið að auka við sig í sölu und­an­far­inn ára­tug þannig að við sjá­um fram á góða tíma og al­þjóð­leg­ur dag­ur plötu­búða minn­ir okk­ur svo á það.“Þrátt fyr­ir mikl­ar breyt­ing­ar seg­ir hann plötu­búð­ir enn vera mjög nyt­sam­leg­ar. „Í versl­un­um hér í mið­bæn­um vinna plötusafn­ar­ar, tón­listar­fólk, plötu­snúð­ar og alls kyns tón­list­arnör­d­ar. Þannig er hægt að nýta sér starfs­fólk­ið í búð­un­um, end­ur­vekja mann­legu hlið­ina, fá að hlusta á plöt­ur og spjalla og kannski kynn­ast ein­hverju nýju.“

Með breið­an smekk

Þar sem Ólaf­ur vinn­ur í plötu­búð hlust­ar hann á tónlist nær alla daga og öll kvöld og hef­ur breið­an tón­list­arsmekk. „Ég hlusta mjög mik­ið á djass, kannski of mik­ið, en ann­ars er ég alltaf mjög op­inn og reyni að hlusta á eins mik­ið og ég kemst yf­ir. Ég safna sjálf­ur plöt­um og finnst ekk­ert betra en að setja góða plötu á fón­inn heima. Auk þess nota ég líka Spotify eins og all­ir og síð­an finnst mér Bandcamp vera virki­lega góð­ur stað­ur til að kynn­ast tónlist og styrkja tón­list­ar­menn beint. Svo er ég reynd­ar að leita að kas­settu­tæki í augna­blik­inu.“

Aðr­ar plötu­búð­ir sem eru í mið­bæn­um og ná­grenni hans, og halda upp á al­þjóð­leg­an dag plötu­búð­ar­inn­ar eru m.a. Reykja­vík Record Shop á Klapp­ar­stíg, 12 tón­ar á Skóla­vörðu­stíg og Lucky Records á Rauð­ar­ár­stíg.

Þrátt fyr­ir allt hef­ur vínyll­inn ver­ið að auka við sig í sölu und­an­far­inn ára­tug þannig að við sjá­um fram á góða tíma.

Ólaf­ur Sverr­ir Trausta­son, sölu­mað­ur hjá Smekk­leysu plötu­búð, einni þeirra plötu­búða sem taka þátt í við­burð­in­um á morg­un.

Plötu­búð­ir bjóða flest­ar upp á gott úr­val af nýj­um og göml­um plöt­um.

Það er fátt nota­legra og meira ró­andi fyr­ir hug­ann en að róta í plöt­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.