Sterk­ar sveit­ir sátu eft­ir

Fréttablaðið - - HELGIN - Ísak Örn Sig­urðs­son

Undan­keppni Ís­lands­móts í sveita­keppni var háð um síð­ustu helgi og spil­að var í 4 riðl­um með 10 sveit­um í hverj­um riðli. Þrjár efstu sveit­irn­ar unnu sér rétt til að spila í úr­slita­keppni sem fram fer í Mörk­inni 6 (sal FÍ) dag­ana 25.-28. apríl. Þær 12 sveit­ir af 40 sem komust áfram í úr­slit Ís­lands­móts­ins ár­ið 2019 eru: Úr A-riðli, Vestri, Gr­ant Thornt­on og Hreint ehf., úr B-riðli, Hótel Ham­ar, Máln­ing hf. og Doktor­inn, úr C-riðli, Wise, TM Sel­fossi og Mercury og úr D-riðli, Sverr­ir Þóris­son, J.E. Skj­anni og Sig­ur­björn Þor­geirs­son. Sjö sveit­ir úr Reykja­vík­ur­kjör­dæmi, tvær frá N-eystra og þrjár af Reykja­nesi. Sveit­ir Kristjáns Blön­dal, Ís­lands­meist­ara Kjar­ans (2018), Betri ferða og SFG komust ekki áfram, en fyr­ir fram var bú­ist við af­rek­um af þeirra hálfu. Í undan­keppn­inni kom þetta mikla skipt­inga­spil fyr­ir. Aust­ur var gjaf­ari og eng­inn á hættu: Spil­ið var spil­að á 40 borð­um og 22 mis­mun­andi tölur sáust. Hæsta tal­an í NS var fyr­ir 6 doblaða og staðna, 1090, en hæsta tal­an í AV var fyr­ir 6 doblaða í NS, 4 nið­ur (800). Par­ið sem spil­aði 6 doblaða var Matth­ías G. Þor­valds­son og Sverr­ir Ár­manns­son í sveit Hótels Ham­ars, en par­ið sem fékk 800 í AV voru Þor­gerð­ur Jóns­dótt­ir og Guðný Guð­jóns­dótt­ir úr sveit Stubba og Slemma.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.