Stytt­ur Ein­ars Jóns­son­ar ónáð­að­ar tíma­bund­ið

Tíu mynd­list­ar­menn galdra fram sýn­ingu í Lista­safni Ein­ars Jóns­son­ar. Hún nefn­ist Afsak­ið ónæð­ið – Tíma­bund­in trufl­un og verð­ur opn­uð í dag. Tit­ill sýn­ing­ar­inn­ar seg­ir vissa sögu.

Fréttablaðið - - MENNING - Gunn­þóra Gunn­ars­dótt­ir [email protected]­bla­did.is

Ein­ar Jóns­son var fyrsti mynd­höggv­ari Ís­lands. Lista­safn hans á Skóla­vörðu­holti hef­ur ver­ið nán­ast óum­breyt­an­legt frá því það var opn­að 1923, enda setti Ein­ar sjálf­ur skýr­ar regl­ur svo um þeg­ar hann gaf þjóð­inni verk sín. Þó þau séu öll enn á sín­um stað þá er varp­að á þau nýju ljósi með sýn­ing­unni Afsak­ið ónæð­ið – Tíma­bund­in trufl­un sem tíu lista­menn hafa unn­ið þar að og verð­ur opn­uð klukk­an 17 í dag.

Einn af sýn­ing­ar­stjór­un­um er Ólöf Bjarna­dótt­ir. Hún er fyrst spurð hvort þarna sé ver­ið að fremja ein­hver helgispjöll. Hún bros­ir. „Það er góð spurn­ing, kannski gæti ein­hverj­um þótt það. Einkum í ljósi þess að Ein­ar setti sjálf­ur ströng skil­yrði um hvernig mætti ganga um lista­safn­ið hans. Eitt af þeim var að aðr­ir lista­menn ættu ekki að sýna í safn­inu. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem það er gert. Stutt er frá því að tveir lista­menn voru þar með víd­eó­verk sín. En lík­lega hafa aldrei svona marg­ir sýnt þar á sama tíma.“

Þeg­ar sýn­ing­in Afsak­ið ónæð­ið verð­ur opn­uð munu gest­ir ganga inn í safn­ið Freyju­götu­meg­in, gegn­um garð­inn sem stytt­ur Ein­ars prýða. Nú er bú­ið að koma þar fyr­ir að­skota­hlut í formi flettiskilt­is. Fleiri slík verða á vegi gesta þeg­ar kom­ið er inn.

„Lista­fólk­ið hef­ur feng­ið nokk­uð frjáls­ar hend­ur með að setja verk­in sín upp inni í safn­inu eða garð­in­um, eitt er uppi í íbúð­inni sem hann Ein­ar bjó í með konu sinni, Önnu Marie Mat­hilde. Þetta eru verk af mörgu tagi. Það verð­ur gjörn­ing­ur á opn­un­inni, svo eru hér skúlp­túr­ar, víd­eólista­verk, mál­verk.“

Ólöf seg­ir lista­fólk­ið koma úr hinum ýmsu átt­um og tefla fram ólík­um sjón­ar­horn­um á lista­mann­inn Ein­ar Jóns­son, högg­mynd­ir hans og safn­ið sjálft. „Það vinn­ur líka út frá erfða­skránni hans Ein­ars,“seg­ir hún og lýs­ir því nán­ar: „Ein af regl­un­um sem í henni koma fram er að ekki megi færa neitt af verk­um hans til, þau eigi að standa alltaf á sama stað og flest þeirra hafa gert það alla tíð. En eitt af nýju lista­verk­un­um gekk

út á að færa eitt þeirra. Lista­mað­ur­inn fór í ákveð­ið ferli við að fá leyfi til þess gjörn­ings, en það leyfi fékk hann ekki. Lista­verk hans er sýn­ing á skjöl­un­um frá þessu ferli, ásamt

erfða­skránni, sem eru til af­lestr­ar í gler­kassa.“

Sýn­ing­in er sam­starfs­verk­efni Lista­safns Ein­ars Jóns­son­ar, Lista­há­skóla Ís­lands og Há­skóla Ís­lands.

Sýn­ing­ar­stjór­arn­ir: Aðal­steinn Bene­dikts­son, Gun­dega Skela, Elísa­bet Jóns­dótt­ir, Guð­rún Heið­ur Ísaks­dótt­ir og Ólöf Bjarna­dótt­ir.

FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Mari Bø gagn­rýn­ir birt­ing­ar­mynd kvenna í verk­um Ein­ars Jóns­son­ar með því að tefla fram öðru sjón­ar­horni. Hér hef­ur hún stillt upp víd­eó­verki af sér þar sem hún hnykl­ar bakvöðv­ana.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.