Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar á Íslandi – Hjálp til sjálfs­hjálp­ar

Erf­ið­ar að­stæð­ur svo sem vegna veik­inda, slysa og at­vinnum­issis gera ekki alltaf boð á und­an sér og það get­ur ver­ið erfitt að vinna sig út úr þeim. Við vit­um að það get­ur ver­ið skammt milli þess að geta vel séð fyr­ir sér og standa svo allt í einu í þeim s

Fréttablaðið - - MARGT SMÁTT ... -

Neyð­ar­að­stoð vegna fá­tækt­ar

Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar veit­ir fólki í fé­lags­legri neyð efn­is­lega að­stoð í sam­vinnu við presta, fé­lags- og náms­ráð­gjafa um land allt. Að­stoð­inni er ætl­að að svara skyndi­legri neyð enda er það skylda stjórn­valda að tryggja fram­færslu fólks í fé­lags­leg­um vanda þannig að það fái lif­að mann­sæm­andi lífi til lengri tíma.

Meg­in­mark­mið­ið er að grunn­þörf­um fólks sé mætt, að fjár­hags­leg­ir erf­ið­leik­ar ógni ekki heilsu fólks og tak­marki ekki mögu­leika barna og ung­linga til far­sæls lífs. Fag­legt mat fé­lags­ráð­gjafa Hjálp­ar­starfs­ins ligg­ur til grund­vall­ar efn­is­leg­um stuðn­ingi sem veitt­ur er án til­lits til trú­ar- og lífs­skoð­ana, þjóð­ern­is, litar­hátt­ar eða kyns þeirra sem hans leit­ar.

Inn­eign­ar­kort í mat­vöru­versl­un­um

Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar veit­ir fólki sem býr við fá­tækt neyð­ar­að­stoð til skemmri tíma með­al ann­ars með inn­eign­ar­kort­um í mat­vöru­versl­un­um en mik­il vald­efl­ing felst í því að fólk versli sjálft þær nauð­synj­ar sem það þarf í stað þess að bíða í röð eft­ir matar­poka sem aðr­ir hafa fyllt.

Að­stoð vegna lyfja­kaupa

Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar að­stoð­ar fólk í fé­lags­legri neyð þeg­ar sýk­ing­ar eða veik­indi kalla á óvænt út­gjöld vegna lyfja­kaupa. Þó er ekki greitt fyr­ir lyf sem eru á lista Lyfja­stofn­un­ar yf­ir áv­ana- og fíkni­lyf. Hjálp­ar­starf­ið greið­ir lyfja­versl­un­um beint fyr­ir lyf­in sem að­stoð­að er um.

Fata­út­hlut­un og fata­söfn­un

Fólk í fé­lags­legri neyð get­ur sótt sér not­að­an fatn­að á lag­er Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar að Háa­leit­is­braut 66, neðri hæð, á þriðju­dög­um klukk­an 10:00–12:00. Hjálp­ar­starf­ið tek­ur á móti hrein­um og heil­leg­um fatn­aði á skrif­stofu stofn­un­ar­inn­ar að Háa­leit­is­braut 66, neðri hæð, alla virka daga klukk­an 8:00 – 16:00.

Vel­ferð barna og ung­menna

Börn og ung­ling­ar sem búa við fá­tækt fá styrk frá Hjálp­ar­starf­inu til íþrótta­iðk­un­ar, tón­list­ar­náms og tóm­stund­a­starfs. For­eldr­ar geta einnig leit­að eft­ir styrk til að senda börn í sum­ar­búð­ir og ung­menni á sjálfstyrk­ing­ar­nám­skeið. For­eldr­ar grunn­skóla­barna geta feng­ið að­stoð í upp­hafi skóla­árs og ung­menni sem búa við fá­tækt fá styrk til náms sem gef­ur þeim rétt­indi til starfs eða veit­ir þeim að­gang að láns­hæfu námi.

Vald­efl­ing

Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar starfar í anda hug­mynda­fræði um vald­efl­ingu og leit­ast við að styðja fólk sem býr við fá­tækt við að bæta fé­lags­lega stöðu sína og al­menn lífs­gæði. Mark­mið­ið er að fólk finni styrk sinn og getu til að tak­ast á við erf­ið­ar að­stæð­ur og að það kom­ist út úr fé­lags­legri ein­angr­un sem oft er fylgi­fisk­ur efna­leys­is.

Ráð­gjöf

Fé­lags­ráð­gjaf­ar Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar taka á móti fólki sem leit­ar eft­ir efn­is­leg­um stuðn­ingi hjá stofn­un­inni, ræða við það og benda á úr­ræði í sam­fé­lag­inu sem kunna að gagn­ast því við að kom­ast út úr erf­ið­um að­stæð­um. Sér­stak­ur op­inn við­tals­tími hjá fé­lags­ráð­gjafa er á mið­viku­dög­um klukk­an 12:00–16:00 á skrif­stofu Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar, Háa­leit­is­braut 66, neðri hæð.

Sjálfstyrk­ing­ar­nám­skeið og hóp­astarf

Til þess að fólk kom­ist út úr víta­hring fá­tækt­ar og fé­lags­legr­ar ein­angr­un­ar þarf að tak­ast á við að­stæð­ur á heild­ræn­an hátt. Fé­lags­ráð­gjaf­ar Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar skipu­leggja því reglu­lega sjálfstyrk­ing­ar­nám­skeið og hóp­astarf í sam­ráði við þá sem að­stoð­ar leita hjá stofn­un­inni.

Breið­holts­brú­in er op­ið hús í Breið­holts­kirkju á mánu­dög­um klukk­an 11:30–14:00. Þar hitt­ist fólk og skipt­ist á að elda mat, borð­ar og á sam­an góða sam­veru­stund.

Taupok­ar með til­gang er sauma­verk­efni fyr­ir kon­ur af er­lend­um upp­runa sem eru flest­ar ný­komn­ar til lands­ins og eru ut­an vinnu­mark­að­ar. Kon­urn­ar sníða og sauma fjöl­nota inn­kaupa­poka og fleira úr efni og/ eða not­uð­um fatn­aði sem al­menn­ing­ur hef­ur gef­ið og nota til þess sauma­vél­ar sem al­menn­ing­ur hef­ur gef­ið sömu­leið­is.

Stattu með sjálfri þér – virkni til far­sæld­ar er verk­efni fyr­ir kon­ur sem búa við ör­orku og eru með börn á fram­færi. Mark­mið­ið er að þær fái bætt sjálfs­mynd sína og að þær styrki tengslanet sitt til að koma í veg fyr­ir fé­lags­lega ein­angr­un og efl­ist í for­eldra­hlut­verk­inu.

Í sum­ar­búð­um fyr­ir fjöl­skyld­ur á Úlfljóts­vatni er boð­ið upp á fjöl­breytta dag­skrá í fjóra daga með það að mark­miði að fjöl­skyld­ur sem búa við kröpp kjör geti átt gleði­legt frí sam­an og safn­að góð­um minn­ing­um.

Rækt­aðu garð­inn þinn er hóp­astarf sem stend­ur yf­ir sum­ar­tím­ann þar sem þátt­tak­end­ur fá pláss í ma­t­jurta­görð­um sveit­ar­fé­laga og fá þar tæki­færi til að rækta sitt eig­ið græn­meti.

Mál­svarastarf

Auk þess að veita neyð­ar­að­stoð og hjálpa fólki til sjálfs­hjálp­ar með ráð­gjöf og vald­efl­andi verk­efn­um hef­ur Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar það að mark­miði að auka al­menna vit­und um mann­rétt­indi og mik­il­vægi fé­lags­legs rétt­læt­is. Hjálp­ar­starf­ið tek­ur því þátt í mála­svara­starfi inn­an­lands og ut­an og vill stuðla að hnatt­rænni sam­stöðu um sjálf­bæra þró­un og jafn­rétti.

Hjálp­ar­starf­ið tel­ur brýnt að fólk sem býr við fá­tækt tali fyr­ir sig sjálft og taki þátt í op­in­ber­um ákvörð­un­um sem það varð­ar. Þjón­usta við fólk í fé­lags­legri neyð á að vera not­end­a­stýrð og fólk á að geta lif­að mann­sæm­andi lífi af laun­um sín­um og líf­eyri.

Hjálp­ar­starf­ið þrýst­ir á um auk­ið fé­lags­legt rétt­læti í sam­starfi við fé­laga­sam­tök og stofn­an­ir svo sem með því að eiga full­trúa í Vel­ferð­ar­vakt­inni, starfs­hópi um end­ur­skoð­un laga um mál­efni fatl­aðs fólks og laga um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga, Almanna­heill­um og stjórn Mann­rétt­inda­skrif­stofu Ís­lands.

EAPN og Pepp Ís­land – sam­tök fólks í fá­tækt

EAPN er evr­ópsk­ur sam­ræðu­vett­vang­ur fyr­ir fólk sem býr við fá­tækt en fé­lags­ráð­gjaf­ar og not­end­ur þjón­ustu Hjálp­ar­starfs­ins taka þátt í störf­um Ís­lands­deild­ar EAPN. Hóp­ur­inn Pepp Ís­land, sam­tök fólks í fá­tækt var stofn­að­ur í tengsl­um við EAPN á Íslandi og starfar á eig­in for­send­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.