Draum­ur um (að­eins) betra líf

Fréttablaðið - - MARGT SMÁTT ... -

Val­greiðsla upp á 2400 krón­ur sem bíð­ur þín í heima­banka frá Hjálp­ar­starfi kirkj­unn­ar er beiðni okk­ar til þín um að taka þátt í að gefa þess­um börn­um og ung­menn­um tæki­færi til þess að láta draum­inn ræt­ast. Takk fyr­ir stuðn­ing­inn. Hann ger­ir krafta­verk!

Ekk­ert renn­andi vatn, eng­in sorp­hirða, eng­ar al­menn­ings­sam­göng­ur. Sal­ern­ið er sa­meig­in­leg­ur kam­ar í hverf­inu. Stund­um er hægt að stel­ast í raf­magn og kveikja ljós. Stund­um flæð­ir regn­vatn­ið inn í kof­ann og þá er eins gott að geta hengt hús­bún­að upp á vegg. Nesti í skól­ann er hnefa­fylli af hnet­um. Oft er eng­inn skóli vegna pen­inga­leys­is. Stund­um þarf að selja lík­ama sinn til að brauð­fæða systkin­in. Oft er betra að taka þátt í þjófn­aði glæpa­gengja. Ekk­ert af þessu er val. Þetta eru að­stæð­ur sem skjól­stæð­ing­ar Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar í fá­tækra­hverf­um Kampala, höf­uð­borg­ar Úg­anda, búa við, nauð­ug­ir vilj­ug­ir.

Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar starfar með Lúth­erska heims­sam­band­inu og sam­tök­un­um Ug­anda Youth Develop­ment Link, UYDEL, í fá­tækra­hverf­um Kampala þar sem börn og ung­ling­ar búa við sára fá­tækt og eru út­sett fyr­ir illri með­ferð og mis­notk­un. Þau hafa ekki feng­ið tæki­færi til að ljúka skóla­göngu, fá enga at­vinnu og neyð­in rek­ur þau út í vændi og glæp­a­starf­semi.

UYDEL rek­ur mennta­smiðj­ur í fá­tækra­hverf­un­um þar sem krakk­arn­ir geta stund­að nám í iðn­grein. Eft­ir árs­nám hafa lík­ur á að ung­menn­in fái starf og að þau geti kom­ið und­ir sig fót­un­um auk­ist um­tals­vert en í smiðj­un­um fá þau líka fræðslu um kyn­heil­brigði og rétt sinn til heil­brigð­is­þjón­ustu. Fé­lags­ráð­gjaf­ar UYDEL veita auk þess ráð­gjöf og sál­fé­lags­lega þjón­ustu með­al ann­ars með því að bjóða upp á íþróttir, tónlist, leik­list og dans.

Stúlk­ur voru í mikl­um meiri­hluta í verk­efn­inu ár­ið 2018 og flest­ir voru á aldr­in­um 15–19 ára. Gott samstarf var við sam­fé­lags­leið­toga um það hvaða ung­ling­ar þyrftu helst á að­stoð að halda og við einka­fyr­ir­tæki sem buðu unga fólk­inu í starfs­nám eft­ir nám­ið í smiðj­un­um.

UYDEL send­ir okk­ur reglu­lega upp­lýs­ing­ar um af­drif skjól­stæð­inga eft­ir nám­ið sem stað­festa að að­stoð­in skipt­ir sköp­um fyr­ir þá sem henn­ar njóta sem og fyr­ir fjöl­skyld­ur þeirra. Í árs­skýrslu frá 2018 seg­ir að 83% þeirra sem út­skrif­uð­ust það ár hefðu feng­ið vinnu og þar með von um betra líf.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.