Winnie Namugula

Fréttablaðið - - MARGT SMÁTT ... -

Þær mæðg­ur dreym­ir um að Winnie geti stofn­að sína eig­in hár­greiðslu­stofu og þannig öðl­ast bjart­ari fram­tíð.

Winnie er 16 ára stelpa sem kem­ur frá litlu þorpi í Úg­anda þar sem líf­ið er ekki alltaf auð­velt fyr­ir ung­ar stelp­ur. Það er ekki sjálf­gef­ið að þær hljóti mennt­un og marg­ar neyð­ast til að stunda vændi til að lifa af.

Sér­fræð­ing­ar á sviði sjálf­bærni hafa sýnt fram á að áhrifa­rík­asta leið­in til að vinna gegn fá­tækt, sporna gegn offjölg­un og meira að segja lofts­lags­breyt­ing­um sé að styrkja stelp­ur í fá­tæk­um lönd­um til náms.

Móð­ir Winnie vildi gefa dótt­ur sinni mögu­leika á betri fram­tíð og flutti því með henni til Kampala. Þar fór Winnie í mennta­smiðj­una sem Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar styrk­ir.

Þeg­ar við styrkj­um starf Hjálp­ar­starfs­ins í Úg­anda er­um við með bein­um hætti að bæta líf og fram­tíð stúlkna í við­kvæmri stöðu.

Winnie er nú að læra hár­greiðslu en þeg­ar hún er ekki í smiðj­unni hjálp­ar hún mömmu sinni að selja föt á mark­aðs­torgi í borg­inni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.