Að­eins fjór­ir mót­mæltu hval­veið­um

Fréttablaðið - - FRÉTTABLAÐIÐ - – ab

Að­eins hafa ver­ið hald­in ein mót­mæli við ís­lenskt sendi­ráð í kjöl­far ákvörð­un­ar Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra um að leyfa áfram­hald­andi veið­ar á lang­reyði og hrefnu til árs­ins 2023. Þetta kem­ur fram í svari ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Jarð­ar­vina. Sam­tök­in sendu fyr­ir­spurn þess efn­is á sendiskrif­stof­ur Ís­lands í London, Pa­rís, Berlín og Washingt­on DC.

Jarð­ar­vin­ir, ásamt sjö öðr­um fé­laga­sam­tök­um, mót­mæltu ákvörð­un­inni á Aust­ur­velli í lok mars.

Fram kem­ur í svari ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins að ekki hafi ver­ið boð­að til mót­mæla við sendi­ráð­in fjög­ur frá því sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra und­ir­rit­aði reglu­gerð­ina í fe­brú­ar síð­ast­liðn­um. Ráðu­neyt­ið veit af ein­um mót­mæl­um. „Þann 26. mars voru mót­mæli við ís­lenska sendi­ráð­ið í Stokk­hólmi þar sem mættu fjór­ir mót­mæl­end­ur.“

Sendi­ráð­un­um hafa borist sam­tals um 40 skeyti og sím­töl vegna máls­ins, ann­ars hafi ráðu­neyt­ið ekki orð­ið vart við gagn­rýni eða mót­mæli vegna hval­veiða.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ VALLI

Skilta­gerð fyr­ir mót­mæli hér á landi í mars.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.