Leið­in er greið

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Hörð­ur Æg­is­son hor­d­[email protected]­bla­did.is

Svart­sýn­in virð­ist vera á und­an­haldi. Mik­il­væg skref hafa ver­ið stig­in að und­an­förnu sem eru til þess fall­in að draga úr óvissu og bæta rekstr­ar- og sam­keppn­is­um­hverfi ís­lensks efna­hags­lífs. Frum­varp um lækk­un banka­skatts í áföng­um á kom­andi ár­um, sem verð­ur þó enn marg­falt hærri en þekk­ist ann­ars stað­ar, ætti að koma heim­il­um og fyr­ir­tækj­um til bóta með því að draga úr vaxtamun bank­anna og ákvörð­un Seðla­bank­ans um að af­nema bindiskyldu á inn­flæði fjár­magns mun ýta und­ir þá þró­un að vext­ir fari lækk­andi og eins auka að­gengi at­vinnu­lífs­ins að er­lendri skulda­bréfa­fjár­mögn­un. Mestu máli skipta hins veg­ar kjara­samn­ing­ar á al­menn­um vinnu­mark­aði til næstu fjög­urra ára sem kveða á um – heilt yf­ir – hófstillt­ari launa­hækk­an­ir en marg­ir höfðu ótt­ast.

Frá sjón­ar­horni grein­enda og fjár­festa hef­ur kjara­samn­ing­un­um ver­ið vel tek­ið. Þrátt fyr­ir gjald­þrot WOW air, nið­ur­staða sem var bú­ið að verð­leggja að stór­um hluta inn í eigna­verð, þá hef­ur gengi krón­unn­ar hald­ið sjó og ávöxt­un­ar­krafa óverð­tryggðra skulda­bréfa lækk­að veru­lega á síð­ustu vik­um. Það þýð­ir að verð­bólgu­álag­ið á skulda­bréfa­mark­aði, mæli­kvarði á verð­bólgu­vænt­ing­ar sem pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­bank­ans horf­ir mjög til við ákvörð­un vaxta, hef­ur lækk­að nið­ur í um þrjú pró­sent – eft­ir að hafa nálg­ast 4,5 pró­sent und­ir lok síð­asta árs – og hef­ur ekki mælst lægra frá því að gengi krón­unn­ar var hvað sterk­ast vor­ið 2018. Mark­að­ur­inn er með öðr­um orð­um að reikna með að vext­ir Seðla­bank­ans eigi eft­ir að lækka nokk­uð á kom­andi miss­er­um. Fátt bend­ir til ann­ars en að það veð­mál muni að óbreyttu ganga eft­ir.

Fyr­ir Seðla­bank­ann hef­ur nið­ur­staða kjara­samn­ing­anna kom­ið bank­an­um þægi­lega á óvart. Sé lit­ið á síð­ustu spá Seðla­bank­ans um launa­vöxt til næstu ára virð­ast þær launa­hækk­an­ir sem nú hef­ur ver­ið sam­ið um fyr­ir á ann­að hundrað þús­und manns á vinnu­mark­aði vera hóf­leg­ar – og jafn­vel held­ur minni en bank­inn hafði reikn­að með. Næsti vaxta­ákvörð­un­ar­fund­ur pen­inga­stefnu­nefnd­ar er ekki á dag­skrá fyrr en í lok maí­mán­að­ar. Færa mætti fyr­ir því rök að ástæða væri mögu­lega fyr­ir bank­ann til að boða til fund­ar fyrr í því skyni að lækka vexti. Skýr­ar vís­bend­ing­ar eru um nið­ur­sveiflu, sem eiga eft­ir að birt­ast okk­ur með enn meira af­ger­andi hætti eft­ir fall WOW air, og út­lit er fyr­ir að eitt lengsta hag­vaxt­ar­skeið Ís­lands­sög­unn­ar sé nú að líða und­ir lok. At­vinnu­vega­fjár­fest­ing er minni, vöxt­ur í de­bet­korta­veltu inn­an­lands hef­ur dreg­ist mjög sam­an og ferða­mönn­um til lands­ins á lík­lega eft­ir að fækka um meira en tíu pró­sent á milli ára. Ný­leg hagspá Ari­on banka ger­ir ráð fyr­ir nærri tveggja pró­senta efna­hags­sam­drætti í ár.

Ræt­ist slík­ar hagspár er samt eng­in ástæða til að ör­vænta. Efna­hags­horf­ur lands­ins eru góð­ar og nú þeg­ar stærsti óvissu­þátt­ur­inn er frá – al­menni vinnu­mark­að­ur­inn – ætt­um við að sigla inn í efna­hags­lægð án þess að henni fylgi mik­il geng­is­veik­ing og verð­bólga. Það væri ný­lunda. Sterk­ar stoð­ir þjóð­ar­bús­ins, einkum stór óskuld­sett­ur gjald­eyr­is­forði og já­kvæð eignastaða við út­lönd, skipta þar höf­uð­máli. Leið­in er þess vegna greið fyr­ir Seðla­bank­ann til að lækka vexti og Ís­land ber enn nafn með rentu sem gulleyj­an.

Fyr­ir Seðla­bank­ann hef­ur nið­ur­staða kjara­samn­ing­ana kom­ið bank­an­um þægi­lega á óvart.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.