Katie og svart­hol­ið

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Katrín Atla­dótt­ir borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins

Ísíð­ustu viku birt­ist í fyrsta skipti mynd af svart­holi. Strax á eft­ir birt­ist mynd af ungri konu ásamt skjá með mynd­inni af svart­hol­inu. Það fór ekki fram hjá nein­um sem virti mynd­ina af henni fyr­ir sér hversu stolt og ánægð hún var. Það var mynd af Katie Boum­an, sem for­rit­aði al­grím­ið sem gerði kleift að setja sam­an mynd­ina. Katie Boum­an er 29 ára tölv­un­ar­fræð­ing­ur og hafði, ásamt 200 manna teymi, unn­ið að þessu mark­miði í þrjú ár.

Störf fram­tíð­ar­inn­ar

Tal­ið er að það muni vanta 800 þús­und manns með tækni­mennt­un í Evr­ópu ár­ið 2020. Auk þess er tal­ið að minnst 65% starfa fram­tíð­ar­inn­ar séu ekki til í dag. Þess vegna mun fólk þurfa að reiða sig mun frek­ar á tækni og tæknilæsi þeg­ar kem­ur að störf­um fram­tíð­ar­inn­ar. Í dag eru kon­ur miklu síð­ur lík­legri til að velja sér nám í tækni. Við verð­um að auka veg þeirra, bæði svo þær missi ekki af tæki­fær­um í þess­um at­vinnu­grein­um, en einnig því vilj­um ekki að ný tækni verði mót­uð af körl­um ein­göngu. En hvað veld­ur því að kon­ur sækja síð­ur í þess­ar náms­grein­ar?

Skort­ur á fyr­ir­mynd­um

Ég tók ný­lega þátt í mál­stofu sem bar yf­ir­skrift­ina „Af hverju halda stelp­ur að þær geti ekki for­rit­að?“. All­ir sem þar komu fram voru sam­mála um að ástæð­urn­ar væru senni­lega marg­ar og marg­þætt­ar. Til dæm­is er mik­il­vægt að kynna tækni og for­rit­un fyr­ir börn­um strax í grunn­skóla, fólk vel­ur sér ekki það sem það þekk­ir ekki. En hluti af ástæð­unni er að fá­ar kven­kyns fyr­ir­mynd­ir eru sýni­leg­ar. Fyr­ir­mynd­ir skipta nefni­lega máli. Að sjá kon­ur gera alls kon­ar hluti, sáir fræj­um hjá stelp­um og ger­ir það að verk­um að þær eru lík­legri til að líta til þeirra starfa þeg­ar þær hugsa um hvað þær vilja gera í fram­tíð­inni.

Ég er full­viss um að við mun­um sjá fleiri stúlk­ur sækja sér mennt­un í tækni í fram­tíð­inni, ekki síst vegna fyr­ir­mynda á borð við Katie Boum­an.

En hluti af ástæð­unni er að fá­ar kven­kyns fyr­ir­mynd­ir eru sýni­leg­ar. Fyr­ir­mynd­ir skipta nefni­lega máli.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.