Úr­slit­in ráð­ast hjá Mart­in

Fréttablaðið - - SPORT - – hó

Mart­in Her­manns­son og liðs­fé­lag­ar hans hjá þýska lið­inu Alba Berl­in mæta spænska lið­inu Va­lencia í kvöld í þriðja leik lið­anna í úr­slit­um Evr­ópu­bik­ars­ins í körfu­bolta karla á Spáni.

Stað­an í ein­vígi lið­anna er jöfn 1-1 en hafa þarf bet­ur í þrem­ur leikj­um til þess að verða meist­ari og því er um hrein­an úr­slita­leik að ræða í Va­lencia í kvöld.

Mart­in hef­ur lát­ið mik­ið að sér kveða í fyrstu tveim­ur leikj­un­um en hann var næst stiga­hæst­ur með 16 stig í tapi Alba Berl­in í fyrsta leikn­um og skor­aði svo 14 stig þeg­ar lið hans jafn­aði met­in með sigri eft­ir fram­lengd­an leik í Berlín á föstu­dags­kvöld.

Alba Berl­in hef­ur náð góð­um ár­angri á fyrstu leiktíð Mart­ins með lið­inu en lið­ið tap­aði í bikar­úr­slit­um, er í topp­bar­áttu deild­ar­keppn­inn­ar og get­ur tryggt sér sig­ur í Evr­ópu­bik­arn­um.

Lið­ið sem fer með sig­ur af hólmi í þess­um leik og hamp­ar t it l in­um t rygg i r sér sæt i í Evr­ópu­deild­inni á næsta keppn­ist íma­bi l i .

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.