Sí­gild­ir og vand­að­ir pott­ar fyr­ir ís­lensk­ar að­stæð­ur

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ - FRÉTTA­BLAЭIÐ/ERNIR

Ís­lenska fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið Normx fram­leið­ir og sel­ur vand­aða heita potta og allt sem þeim til­heyr­ir. Pott­arn­ir hafa sí­gilt út­lit, eru sér­lega end­ing­ar­góð­ir og eru fram­leidd­ir á Íslandi fyr­ir ís­lensk­ar að­stæð­ur. For­smíð­að­ar burð­ar­grind­ur fyr­ir pott­ana hafa sleg­ið í gegn.

Normx er ís­lenskt fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki sem fram­leið­ir og sel­ur heita potta og allt sem þeim til­heyr­ir. Normx er 40 ára gam­alt dótt­ur­fyr­ir­tæki vélsmiðj­unn­ar Norma, en bæði fyr­ir­tæk­in hafa ver­ið í eigu sömu fjöl­skyldu frá upp­hafi. Fyr­ir­tæk­ið fram­leið­ir sjálft pott­ana, sem eru heil­steypt­ir og sér­hann­að­ir fyr­ir ís­lensk­ar að­stæð­ur og það er stærst á mark­aðn­um hér­lend­is. Fyr­ir tveim­ur ár­um byrj­aði fyr­ir­tæk­ið svo líka að selja for­smíð­að­ar burð­ar­grind­ur fyr­ir pott­ana, sem hafa sleg­ið í gegn.

„Við fjölda­fram­leið­um þær á sama stað og við steyp­um pott­ana og þetta létt­ir mik­ið und­ir því það get­ur vaf­ist fyr­ir fólki að ganga frá svona potti,“seg­ir Atli Her­manns­son, sölu­stjóri Normx. „Smið­ir sem sér­hæfa sig í palla­smíði hafa líka kos­ið að nýta þessa þjón­ustu til að nýta tím­ann frek­ar í aðra hluti. Þetta sp­ar­ar mik­inn tíma og fyr­ir­höfn. Fólk get­ur svo klætt grind­ina í stíl við ann­að timb­ur sem það hef­ur og snið­ið hana frek­ar að sín­um þörf­um.“

Pott­arn­ir frá Normx hafa sí­gilda, út­hugs­aða og ein­falda hönn­un. „Þeir hafa aldrei ver­ið í tísku og þar af leið­andi fara þeir aldrei úr tísku,“seg­ir Atli. „Marg­ir vilja elta þetta Las Vegas-út­lit, með marm­ara og hvað­eina, en við ger­um það ekki og ég ráð­legg fólki að fá sér bara frek­ar sum­ar­blóm til að skreyta í kring­um pott­inn.“

Kalda­vatns­pott­ur vænt­an­leg­ur

„Kalda­vatns­pott­ar hafa not­ið auk­inna vin­sælda ný­ver­ið og við höf­um feng­ið marg­ar fyr­ir­spurn­ir varð­andi þá,“seg­ir Atli. „Fyr­ir vik­ið er­um við að und­ir­búa smíði þeirra og stefn­um að því að vera komn­ir með sér­smíð­að­an kald­an pott í sum­ar sem verð­ur með sama út­lit og okk­ar mest seldu pott­ar. Þeir verða átt­hyrnd­ir og ef fólk er með pott frá okk­ur get­ur það feng­ið kald­an pott sem hef­ur sama út­lit og lit og lok í stíl.“

Mest seldi pott­ur­inn í ferða­þjón­ust­unni

„Við er­um með pott sem heit­ir Sn­orra­laug sem er ör­ugg­lega mest seldi pott­ur­inn í ferða­þjón­ust­unni,“seg­ir Atli. „Þetta er pott­ur sem flest­ir kann­ast við sem hafa ver­ið í sum­ar­hús­um á veg­um fé­laga­sam­taka, en það eru líka svona pott­ar fyr­ir fram­an öll sum­ar­hús­in á Hótel Gríms­borg­um í Gríms­nesi. Það eru líka nokk­ur íþrótta­fé­lög sem nota þá, þar á með­al Mjöln­ir.“

Nuddpott­ar fyr­ir ís­lensk­ar að­stæð­ur

Þeg­ar til stend­ur að fá sér heit­an pott þarf að huga að fjöl­mörg­um at­rið­um sem fólk átt­ar sig mis­vel á fyr­ir­fram. Það er því mik­ils virði að geta leit­að til sér­fræði­þekk­ing­ar starfs­manna Normx. „Marg­ir end­ur­hugsa hug­mynd­ir sín­ar eft­ir að hafa kom­ið til okk­ar og feng­ið góð­ar upp­lýs­ing­ar,“seg­ir Atli. „Með rétt­um að­ferð­um og góðri hönn­un er hægt að minnka við­hald og hættu á skemmd­um veru­lega.

Marg­ir sem koma til okk­ar hafa til dæm­is átt inn­flutta potta sem hafa það sem við köll­um rassa­skál­ar. Okk­ar pott­ar hafa ekki slík­ar skál­ar og því tæm­ast þeir al­gjör­lega þeg­ar vatn­ið er tek­ið úr þeim, ólíkt hinum,“seg­ir Ati. „Þetta auð­veld­ar þrif mjög mik­ið og það er líka auð­veld­ara að hreyfa sig um í pott­un­um okk­ar en mörg­um öðr­um. Þetta er með­al þess sem gef­ur pott­un­um okk­ar sér­stöðu.

Flestall­ir nuddpott­ar á Íslandi eru inn­flutt­ir raf­magn­spott­ar, þar sem þú ert með sama vatn­ið í hringrás. Við setj­um hins veg­ar nudd­kerfi í okk­ar hita­veitupotta, þar sem þú hend­ir alltaf út vatn­inu jafnóð­um, en skynj­ar­ar í pott­un­um sjá til þess að það sé bætt í þá svo hit­inn og vatns­magn­ið við­hald­ist,“seg­ir Atli. „Þetta minnk­ar þrif mjög mik­ið og eyð­ir þörf­inni fyr­ir klórt­öfl­ur, sem þarf í hina pott­ana.

Nuddpott­arn­ir okk­ar hafa líka miklu færri stúta, sem hafa fyr­ir vik­ið meiri þrýst­ing, þannig að nudd­ið verð­ur ein­beitt­ara og kraft­meira,“seg­ir Atli. „Lagna­leið­irn­ar eru líka mjög stutt­ar. Í heild eru þetta sirka tveir metr­ar af slöng­um í stað­inn fyr­ir milli 15 og 20, sem þýð­ir að þeg­ar þú tæm­ir pott­inn tæm­ist al­veg úr lögn­un­um. Það kem­ur í veg fyr­ir að það komi skít­ugt vatn fyrst þeg­ar á að fylla pott­inn að nýju og eyð­ir hætt­unni á frost­skemmd­um sem geta orð­ið á lögn­un­um ef vatn sit­ur í þeim. Nudd­kerf­ið okk­ar er enda fram­leitt fyr­ir ís­lensk­ar að­stæð­ur.“

Nuddpott­arn­ir okk­ar hafa líka miklu færri stúta, sem hafa fyr­ir vik­ið meiri þrýst­ing, þannig að nudd­ið verð­ur ein­beitt­ara og kraft­meira. Atli Her­manns­son

Atli Her­manns­son, sölu­stjóri Normx, seg­ir að pott­arn­ir séu hann­að­ir á sí­gild­an, út­hugs­að­an og ein­fald­an hátt.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ERNIR

Fyr­ir tveim­ur ár­um byrj­aði Normx að selja for­smíð­að­ar burð­ar­grind­ur fyr­ir pott­ana sem hafa sleg­ið í gegn. Sp­ar­ar bæði tíma og fyr­ir­höfn.

Normx fram­leið­ir pott­ana, sem eru heil­steypt­ir og sér­hann­að­ir fyr­ir ís­lensk­ar að­stæð­ur. Eng­ar rassa­skál­ar og því tæm­ist pott­ur­inn al­gjör­lega.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.