Páskalilj­ur á leiði ást­vin­ar

Kirkju­garð­ar Reykja­vík­ur­pró­fasts­dæma bjóða að­stand­end­um ýmsa þjón­ustu er við­kem­ur um­hirðu og við­haldi á leið­um. Erf­ið­ara hef­ur þó reynst að fá sum­ar­fólk til vinnu í görð­un­um en áð­ur.

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ - MYND­IR/ERNIR

Elín Al­berts­dótt­ir

el­[email protected]­bla­did.is

Kári Aðal­steins­son, garð­yrkju­stjóri hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur, seg­ir að fólk ætti að huga að leið­um ást­vina sinna fljót­lega. Aðal­lega að hreinsa, taka jóla­grein­ar og ann­að rusl sem borist hef­ur í leið­in. „Núna er ekk­ert frost í jörðu og þess vegna mjög gott að hreinsa beð­ið,“seg­ir hann. „Pásk­arn­ir eru óvenju seint núna og það hafa ver­ið marg­ir á ferð í görð­un­um, enda veðr­ið ágætt til úti­veru. Sum­ar­blóm­in eru þó ekki sett nið­ur fyrr en í lok maí. Fólk kem­ur gjarn­an með vor-erik­ur núna. Einnig er hægt að fá páskalilj­ur í pott­um sem fal­legt er að hafa um pásk­ana. Ein­ung­is þarf að passa að vera með plönt­ur sem þola kulda,“seg­ir Kári. Gæta þarf þó að því að klippa ekki fjölær­ar jurtir og runna of snemma. Það gæti ver­ið slæmt fyr­ir plönt­urn­ar ef kóln­ar með frosti,“seg­ir hann.

Kári seg­ir að starfs­fólk í garð­vinnu geti að­stoð­að fólk að ein­hverju leyti við að gera leiði sem hef­ur ver­ið í van­rækslu fal­legri. Það sé hins veg­ar færra starfs­fólk núna í sum­ar en ver­ið hef­ur. „Við höf­um í raun­inni ekki mann­skap til að taka leiði í gegn en reyn­um að að­stoða eft­ir þörf­um. Það er hægt að panta hjá okk­ur ákveðn­ar sam­setn­ing­ar á sum­ar­blóm­um og við sjá­um um að setja þau nið­ur. Hægt er að skoða sam­setn­ing­una á heima­síðu kirkju­garð­anna, kirkju­g­ar­d­ar.is, og sjá verð­in. Sumar­starfs­menn í öll­um kirkju­görð­um í Reykja­vík og Kópa­vogi eru tæp­lega 80 en voru á bil­inu 120-150 á ár­um áð­ur. Við biðl­um því til fólks að þrífa eft­ir sig þar sem of mik­ill tími hjá okk­ur fer í að hreinsa garð­ana í stað­inn fyr­ir að hugsa um gróð­ur­inn. Stóra vanda­mál­ið hjá okk­ur er rusl í garð­in­um. Fólk er dug­legt að koma með ýmsa skraut­muni sem síð­an fjúka um garð­inn.“

Þeg­ar Kári er spurð­ur hvort það séu ein­hver blóm eða runn­ar sem fólk ætti að forð­ast að setja nið­ur, svar­ar hann: „Það ætti ekki að setja

nið­ur plönt­ur sem dreifa sér. Smá­vaxn­ir runn­ar eða plönt­ur henta best. Aðr­ar plönt­ur þurfa mikla umönn­un. Við mæl­um held­ur ekki með því að fólk setji litla hvíta steina í leið­in. Þeir grána fljótt, taka í sig göm­ul lauf og alls kyns óhrein­indi. Það er erfitt að halda þeim fal­leg­um. Stund­um er­um við beð­in um að þvo þessa steina en það ger­um við ekki svo það er nauð­syn­legt að end­ur­nýja þá oft. Við mæl­um frek­ar með að fólk noti ís­lensk­an, grá­an sand sem auð­velt er að þrífa og ódýrt að end­ur­nýja og setji blóm­in frek­ar í ker eða potta, þá slepp­ur það frek­ar við ill­gresis­vanda­mál.“

Mis­jafnt er hversu dug­legt fólk er að huga að leið­um ást­vina og Kári seg­ir að marg­ir mættu vera dug­legri við það. Á tíma­bili var tals­vert um að fólk kæmi með fána á leið­in en Kári seg­ir að sem bet­ur fer hafi tals­vert dreg­ið úr því. „Það er alltaf gam­an að sjá fal­lega skreytt leiði og vel um hirt,“bæt­ir hann við en í öll­um görð­un­um eru vatns­póst­ar og vökv­un­ar­könn­ur sem að­stand­end­ur geta not­að. Garð­yrkju­áhöld eru einnig lán­uð eft­ir þörf­um. Rusla­tunn­ur fyr­ir ólíf­rænt rusl og kass­ar fyr­ir líf­ræn­an úr­gang eru einnig víða í öll­um görð­um.

Fólk kem­ur gjarn­an með vor-erik­ur núna. Einnig er hægt að fá páskalilj­ur í pott­um sem fal­legt er að hafa um pásk­ana. Ein­ung­is þarf að passa að vera með plönt­ur sem þola kulda.

Mis­jafnt er hversu dug­legt fólk er að hugsa um leiði ást­vina sinna. Sum­ir halda öllu hreinu og fínu á með­an aðr­ir koma sjaldn­ar. Það er fal­legt að setja páskalilj­ur eða erik­ur í potta hjá látn­um ást­vin­um fyr­ir pásk­ana.

Kári seg­ir að nú sé rétti tím­inn til að hreinsa til í kirkju­görð­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.