Gróð­ur í blóma­pott­um

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ -

Stór­ir blóma­pott­ar og -kass­ar eru skemmti­leg við­bót við beð í görð­um eða til prýði á svöl­um. Úr­val­ið af pott­um er slíkt að all­ir ættu að geta fund­ið einn slík­an að sín­um smekk. Leirpott­ar eru þannig gerð­ir að jarð­veg­ur­inn get­ur „and­að“í þeim en að sama skapi guf­ar vökvi hrað­ar upp í þeim. Því þarf að vökva oft­ar verði þannig pott­ur fyr­ir val­inu en hann hent­ar vel fyr­ir blóm sem þola að þorna af og til. Þess þarf að gæta að pott­ur­inn sé nógu stór fyr­ir það blóm eða plöntu sem á að setja í hann. Sé plant­an há þarf pott­ur­inn að vera stór.

Til að plönt­urn­ar dafni vel er lyk­il­at­riði að nota góð­an og nær­ing­ar­rík­an jarð­veg og muna að vökva reglu­lega.

Ekki er æski­legt að blanda sam­an vor- og sum­ar­blóm­um í sama pott­inn. Betra er að byrja á að setja vor­blóm í pott­inn og skipta þeim svo út fyr­ir sum­ar­blóm. Á haust­in er síð­an hægt að setja í hann haust­blóm, t.d. lyng­plönt­ur (Erica). Þannig hef­ur pott­ur­inn nota­gildi stór­an hluta árs­ins.

NORDICPHOTOS/GETTY

Prýði er að blóm­um og öðr­um gróðri á svöl­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.