Ára­tug­ur frá hústök­unni við Vatns­stíg í Reykja­vík

Í apríl ár­ið 2009 gerði hóp­ur fólks sig heima­kom­inn í tómu húsi við Vatns­stíg 4 í Reykja­vík. Á end­an­um braut lög­regla sér leið inn í hús­ið og bar fólk­ið út.

Fréttablaðið - - SPORT - kjart­an­[email protected]­bla­did.is

Ef lög­regl­an kem­ur ekki þá þýð­ir það að hún er hrædd. Og það er af því að við sýn­um sam­stöðu.“Þetta var hróp­að af stigapalli við Vatns­stíg 4 í Reykja­vík á þess­um degi fyr­ir ára­tug. Þar hafði hóp­ur ung­menna gert sig heima­kom­inn í tómu húsi. Til stóð að rífa hús­ið og byggja versl­un­ar- og íbúð­ar­hús­næði. Eig­andi húss­ins ósk­aði eft­ir að lög­regla gripi til að­gerða því að fólk­ið væri í hús­inu á hans ábyrgð.

„Í vet­ur hef ég ver­ið lát­inn koma útigangs­fólki út sem hef­ur borist þarna inn og halda hús­inu lok­uðu. Ég sé eng­an mun á því fólki og þessu,“sagði Ág­úst Frið­geirs­son, eig­andi húss­ins. Hús­ið er enn tómt í dag.

Dag­inn eft­ir lét lög­regla til skar­ar skríða og braut sér leið inn í hús­ið. Ljós­mynd­ar­ar Frétta­blaðs­ins náðu mynd­um af því þeg­ar hústöku­fólk­ið var dreg­ið út úr hús­inu og þótti sum­um að lög­regla hefði geng­ið held­ur hart til leiks:

„Okk­ur fannst mjög, mjög órétt­látt,“út­skýrði Tómas Daði Hall­dórs­son fyr­ir blaða­manni Frétta­blaðs­ins, „að með­an bank­arn­ir eru að draga fjöl­skyld­ur út af sín­um heim­il­um vegna skulda eru yf­ir níu þús­und tóm­ar íbúð­ir í Reykja­vík sem er ver­ið að láta grotna nið­ur svo að ein­hverj­ir við­skipta­jöfr­ar geti byggt sinn við­bjóð, ein­mitt þeg­ar okk­ar sam­fé­lag þarf ekki meira af slíku.“

Um 40 lög­reglu­menn tóku þátt í að­gerð­un­um, tveir leit­uðu lækn­is­að­stoð­ar vegna meiðsla sem þeir hlutu við hand­tök­urn­ar. Hú­stöku­fólk spraut­aði úr dufts­lökkvi­tæki á lög­reglu þeg­ar hún kom að þeim og lög­regl­an beitti piparúða. Berg­ljót Þor­steins­dótt­ir, sem kom að og sá þeg­ar gat­an var rýmd fyr­ir lög­reglu­bíl sem fór á brott með þá hand­teknu, seg­ir að að­far­ir lög­reglu hafi verð allt of harka­leg­ar. „Hverra hús? Okk­ar hús,“hróp­uðu hú­stöku­fólk og mót­mæl­end­ur.

FRÉTTBLAÐIÐ/ VILHELM

Hús­ið við Vatns­stíg var, og er reynd­ar enn tíu ár­um seinna, í slæmu ástandi.

FRÉTTBLAÐIÐ/ VILHELM

Lög­regla braut sér leið inn í hús­ið þann 16. apríl 2009.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.