Skepn­ur sem koma sí­fellt á óvart

Saga dúf­unn­ar hér á landi er lengri, merki­legri og skemmti­legri en marg­ur held­ur. Henni má kynn­ast í nýrri bók Tuma Kol­beins­son­ar, Dúfnareg­ist­ur Ís­lands, sem kom út í síð­ustu viku.

Fréttablaðið - - FRETTABLADID - St­arri Freyr Jóns­son st­[email protected]­bla­did.is

Mörg­um þyk­ir ein­kenni­legt að rækta dúf­ur. Hvað fær fólk út úr því að halda kurr­andi fugla í húsi?“skrif­ar Tumi Kol­beins­son í upp­hafi for­mála fyrstu bók­ar sinn­ar sem kom í versl­an­ir í síð­ustu viku. Bók­in ber heit­ið Dúfnareg­ist­ur Ís­lands og fjall­ar um rækt­un, sögu og land­nám dúf­unn­ar á Íslandi.

Sjálf­ur var hann einn af þess­um „ein­kenni­legu“strák­um þeg­ar hann ólst upp í Kefla­vík, byggði dúfna­kofa og hélt dúf­ur á ní­unda ára­tug síð­ustu ald­ar. „Ég var langt í frá sá eini, dúfna­hald var nokk­uð vin­sælt áhuga­mál á þess­um tíma. Seinna tóku önn­ur áhuga­mál við en ég fylgd­ist með þessu út und­an mér og byrj­aði svo aft­ur með syni mín­um fyr­ir nokkr­um ár­um og fékk dell­una á ný.“

Tumi byggði stærri kofa og flutti inn ný af­brigði en hann seg­ir dúfna­rækt­un vera að­eins flókn­ari en marg­ir halda og að það sé gam­an að stúd­era hana. „Það er hvíld frá amstri dags­ins að kíkja út í kofa. Þar er heilt sam­fé­lag og að ýmsu að huga ef allt á að ganga vel. Svo er fé­lags­skap­ur í kring­um þetta og póli­tík, s.s. í kring­um sýn­ing­ar, inn­flutn­ings­mál o.fl.“

Fjöl­breytt­ir efn­is­flokk­ar

Upp­haf­lega ætl­aði Tumi að skrifa stutt ágrip um sögu dúfna­rækt­ar á Íslandi í til­efni skraut­dúfu­sýn­ing­ar sem var fyr­ir­hug­uð snemma árs 2018. Fljót­lega bætt­ust þó við ný­ir efn­is­flokk­ar og verk­efn­ið stækk­aði hratt. „Er­lend­is hafa ver­ið skrif­að­ar marg­ar bæk­ur um dúf­ur af ýmsu tagi: Dúf­ur í stríði, skraut­dúf­ur, bréf­dúf­ur og hin ýmsu svið rækt­un­ar. Eng­in bók hafði hins veg­ar kom­ið út hér á landi og mig lang­aði að bæta úr því. Þar sem þetta er fyrsta og eina bók­in er kom­ið víða við. Bók­in er hugs­uð fyr­ir hvern sem er, í henni er far­ið um víð­an völl og efn­ið nálg­ast frá ýms­um hlið­um og í henni eru marg­ar ljós­mynd­ir. Ekki má svo gleyma nostal­g­í­unni fyr­ir þá sem héldu dúf­ur sem ung­ling­ar.“

Margt kom á óvart

Ým­is­legt kom Tuma á óvart við gerð bók­ar­inn­ar, t.d. hversu víða, hversu mik­ið og hversu lengi mann­kyn­ið hef­ur hag­nýtt dúf­ur. „Heim­ild­irn­ar eru mjög marg­breyti­leg­ar og höf­uð­verk­ur að velja úr. Það kom mér sér­stak­lega á óvart hversu snemma far­ið var að rækta dúf­ur hér­lend­is. Fyrstu ör­uggu heim­ild­irn­ar eru frá miðri sautjándu öld og vís­bend­ing­ar um að það hafi ver­ið enn­þá fyrr. Marg­ir vita ekki að breska her­námslið­ið var með stór­tæka bréf­dúf­u­rækt í Öskju­hlíð en bréf­dúf­ur voru hluti af stað­a­lör­ygg­is­bún­aði flugsveit­anna. Þá þótti dúfna­kjöt dá­lít­ið fínn mat­ur í upp­hafi tutt­ug­ustu ald­ar og var selt víða hér­lend­is en hvarf í kjöl­far nei­kvæðr­ar um­ræðu um dúf­ur sem á sér ýms­ar skýr­ing­ar.“

Sér­stak­ur fugl

Bók­in skipt­ist í þrjá hluta. Í fyrsta hlut­an­um seg­ir Tumi frá upp­hafi rækt­un­ar, hvernig dúf­ur hafa ver­ið not­að­ar í stríði og sem sendi­boð­ar, tengsl­um við trú­ar­brögð o.fl. „Í öðr­um hluta rek ég rækt­un­ar­sög­una á Íslandi frá fálka­föng­ur­um og munk­um, til ung­linga á tutt­ug­ustu öld og bréf­dúfu- og skraut­dúf­u­rækt­enda dags­ins í dag.“Í þriðja hlut­an­um eru ým­is rækt­un­ar­ráð gef­in fyr­ir þá sem vilja spreyta sig við dúfna­rækt eða bæta við sig þekk­ingu. „Dúf­an er um margt sér­stak­ur fugl. Dúf­ur teyga vatn eins og hross, mata unga á svo­kall­aðri dúfnamjólk, hvíla sig ekki með haus und­ir væng og þeim hef­ur ver­ið breytt meira með rækt­un en flest­um öðr­um dýr­um. Það er því óhætt að segja að inni­hald bók­ar­inn­ar eigi eft­ir að koma nýlið­um og lengra komn­um tals­vert á óvart.“Dúfnareg­ist­ur Ís­lands fæst í betri bóka­búð­um en þeim sem vilja kynna sér mál­in frek­ar má t.d. benda á Bréf­dúfu­fé­lag Ís­lands eða á Face­book-síð­una Dúfu­spjall­ið.

Dúf­an er um margt sér­stak­ur fugl. Dúf­ur teyga vatn eins og hross, mata unga á svo­kall­aðri dúfnamjólk, hvíla sig ekki með haus und­ir væng og þeim hef­ur ver­ið breytt meira með rækt­un en flest­um öðr­um dýr­um.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ERNIR

„Það er hvíld frá amstri dags­ins að kíkja út í kofa. Þar er heilt sam­fé­lag og að ýmsu að huga ef allt á að ganga vel,“seg­ir Tumi Kol­beins­son, dúfna­áhuga­mað­ur og höf­und­ar bók­ar­inn­ar Dúfnareg­ist­ur Ís­lands.

MYND/ÞORLEIFUR K. ÞORLEIFSSON ÞJÓÐMINJASAFN ÍS­LANDS

Hér má sjá nokk­uð stór­an dúfna­kofa við Kára­stíg í Reykja­vík á þriðja ára­tug síð­ustu ald­ar.

MYND/VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR LJÓSMYNDASAFN REYKJA­VÍK­UR

Tveir strák­ar veiða dúf­ur í efra Breið­holti ár­ið 1973 og nota til þess sér­staka dúfna­gildru.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.