Leik­mað­ur helgar­inn­ar

Fréttablaðið - - SPORT -

Ra­heem Sterl­ing skor­aði tvö marka Manchester City í 3-1 sigri liðs­ins gegn Crystal Palace. Enski lands­liðs­mað­ur­inn var pott­ur­inn og pann­an í sókn­ar­leik liðs­ins sem gekk smurt í leikn­um en lið­inu gekk vel að opna vörn Crystal Palace sem hef­ur ver­ið þétt í vet­ur þá sér­stak­lega á heima­velli sín­um.

Sterl­ing hef­ur eft­ir þessi tvö mörk skor­að 17 mörk í deild­inni á yf­ir­stand­andi leiktíð og er í námunda við marka­hæstu leik­menn deild­ar­inn­ar. Þá hef­ur hann þar að auki lagt upp níu mörk fyr­ir sam­herja sína.

Þeg­ar Sterl­ing kom til Manchester City frá Li­verpool á sín­um tíma var hann helst gagn­rýnd­ur fyr­ir að eiga í erf­ið­leik­um með að klára fær­in sín. Und­ir stjórn Pep Gu­ar­di­ola hef­ur Sterl­ing gert brag­ar­bót á þessu og núna klár­ar hann fær­in sín alla jafna með góð­um skot­um.

Þá hef­ur Sterl­ing einn bætt því við í vopna­búr sitt að vera iðn­ari við að leggja upp færi og mörk fyr­ir sam­herja sína.

Einn af lykl­um þess að Manchester City tak­ist að hafa bet­ur gegn fyrr­ver­andi sam­herj­um Sterl­ing í bar­átt­unni um enska meist­ara­titil­inn er að Sterl­ing haldi heilsu og haldi áfram að leika jafn vel og hann hef­ur gert til þessa á leiktíð­inni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.