Frá degi til dags

Fréttablaðið - - SKOÐUN - [email protected]­bla­did.is

Hætt­ið að hægja…

Þrátt fyr­ir áru ei­lífs æsku­fjörs og lífs­gleði tekst Gísla Marteini Bald­urs­syni ít­rek­að að stuða og á föstu­dags­kvöld þurfti hann ekki nema 15 sek­únd­ur til þess að trylla áhyggju­kór­inn sem kenn­ir sig við Ork­una okk­ar og berst gegn orkupakk­an­um á Face­book. Eft­ir þátt sinn var Gísli klag­að­ur fyr­ir að hafa kom­ið með brand­ara um orkupakk­ann eft­ir að­eins 15 sek­únd­ur. Nokk­uð ljóst að taug­arn­ar eru vel þand­ar þeg­ar fimm­aur um að von­andi væru all­ir bún­ir að pakka fyr­ir pásk­ana, „þó von­andi ekki þriðja orkupakka“kall­ar fram hörð við­brögð og sam­særis­kenn­ing­ar.

… brand­ar­inn er bú­inn

Enn súrn­aði grín­ið á RÚV í Silfr­inu þeg­ar Þórlind­ur Kjart­ans­son svar­aði fyr­ir um­tal­aða og víð­lesna grein sína í Frétta­blaði föstu­dags­ins. Þar tusk­aði þessi ann­ars dag­far­sprúði pistla­höf­und­ur and­stæð­inga orkupakk­ans til fyr­ir að grafa und­an við­skiptafrelsi og rétt­ar­rík­inu. Þórlind­ur dró hvergi úr og var greini­lega ekki hlát­ur í huga. Mætt­ur var einnig Stefán Páls­son sem er full­kom­lega önd­verð­ur við Þórlind á póli­tíska ásn­um. Hann af­greiddi orkupakka­fár­ið með ís­köldu háði og drap þannig brand­ar­ann end­an­lega.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.