Eld­ur um borð í bát á Breiða­firði

Fréttablaðið - - NEWS - – smj

Til­kynnt var um eld um borð í fiski­bátn­um Æsi sem stadd­ur var vest­ur af Flat­ey á Breiða­firði laust fyr­ir klukk­an sex í gær. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Land­helg­is­gæsl­unni voru þrír skip­verj­ar um borð sem sluppu óhultir.

Þeg­ar í stað var ákveð­ið að kalla út TF-LIF, þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar, sem tók á loft frá Reykja­vík­ur­flug­velli skömmu síð­ar og sömu­leið­is var TF- SIF, f lug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar, beð­in um að halda að bátn­um en flug­vél­in var í lög­gæslu­verk­efni þeg­ar út­kall­ið barst. Að auki var varð­skip­ið Týr beð­ið um að halda á vett­vang sem og björg­un­ar­sveit­ir Lands­bjarg­ar á Snæ­fellsnesi. Flug­vél­in var kom­in yf­ir bát­inn klukk­an 18.09 en þá voru menn­irn­ir þrír komn­ir í flot­galla.

Eng­inn reyk­ur var þá sjá­an­leg­ur en hiti grein­an­leg­ur með hita­mynda­vél flug­vél­ar­inn­ar. Björg­in, björg­un­ar­skip Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar, varð­skip­ið Týr og TF-LIF voru á leið á vett­vang auk þriggja harð­botna slöngu­báta frá Lands­björg þeg­ar blað­ið fór í prent­un. Fiski­bát­ur­inn Ha­f­ey var kom­inn að bátn­um og skip­verj­arn­ir óhultir. Síð­asta sem frétt­ist af vett­vangi var að skip­verj­ar á Ha­f­ey voru að búa sig und­ir að taka Æsi í tog.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ERNIR

TF-LIF, þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar, var send af stað.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.