Bið eft­ir við­brögð­um

Ut­an­rík­is­ráð­herra tjá­ir sig ekki um mál Juli­an Assange að svo stöddu. Fé­lag frétta­manna á RÚV fund­ar um mál­ið og stjórn BÍ fjall­ar um mál­ið eft­ir páska.

Fréttablaðið - - NEWS - adal­[email protected]­bla­did.is

„ Þetta til­tekna mál er til með­höndl­un­ar inn­an dóms­kerf­is ann­ars rík­is og ut­an­rík­is­ráð­herra tjá­ir sig því ekki um það að svo stöddu,“seg­ir í svari ut­an­rík­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Frétta­blaðs­ins um hvort ís­lensk stjórn­völd hygg­ist beita sér í þágu mann­rétt­inda Juli­an Assange, sem hand­tek­inn var í sendi­ráði Ekvador í London í síð­ustu viku.

Í við­tali í Silfr­inu síð­ast­lið­inn sunnu­dag sagði Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­leaks, sjálfsagt að mál Juli­an fengi ein­hverja skoðun hjá ís­lensk­um stjórn­völd­um. Tengsl máls hans við land­ið og ís­lenska fjöl­miðla væru aug­ljós enda brot­in sem hann er ákærð­ur fyr­ir í raun fram­in hér á landi. Vís­aði hann þar til gagna og mynd­efn­is sem lek­ið var á síðu Wiki­leaks um stríðs­glæpi banda­ríska hers­ins í Bagdad og frétta­stofa RÚV sagði fyrst allra fréttamiðla í heim­in­um frá þann

5. apríl 2010. Um­rædd gögn eru grund­völl­ur ákær­unn­ar sem krafa banda­rískra yf­ir­valda um framsal Juli­an Assange bygg­ir á.

Hvort ís­lensk stjórn­völd telji mögu­legt að taka mál Juli­an fyr­ir í Mann­rétt­inda­ráði Sa­mein­uðu þjóð­anna er ekki skýrt af svari við fyr­ir­spurn blaðs­ins en í því seg­ir að ráð­ið fundi að jafn­aði að­eins í föst­um fund­ar­lot­um en þess á milli taki ráð­ið ekki af­stöðu til ein­stakra mála. Næsta lota ráðs­ins hefst

24. júní.

„Við er­um sam­mála um að það þurfi að bregð­ast við, en með hvaða hætti kem­ur í ljós,“seg­ir Milla Ósk Magnús­dótt­ir, vara­formað­ur Fé­lags frétta­manna á RÚV.

Að­spurð seg­ir Milla stjórn­ina þó ekki nálg­ast mál­ið á þeim grund­velli að það teng­ist frétta­stof­unni sér­stak­lega. „Við leggj­um þvert á móti sér­staka áherslu á að bregð­ast ekki við vegna þess að mál­ið teng­ist

okk­ur sér­stak­lega eða að við sé­um í sér­stöðu vegna máls­ins, held­ur vegna grund­vallarprinsippa í stétt­inni.“Hún seg­ir stjórn­ina hafa hist einu sinni vegna máls­ins og munu funda aft­ur eft­ir páska og ákveða þá fram­hald­ið.

Hjálm­ar Jóns­son, formað­ur

Bl­aða­manna­fé­lags Ís­lands, seg­ir að mál­ið verði rætt á stjórn­ar­fundi eft­ir páska og að þá megi ætla að mál­ið verði bæði rætt á árs­þingi Evr­ópu­sam­taka blaða­manna í maí og á þingi Al­þjóða­sam­bands blaða­manna í júní. PRINTED AND DISTRIBUTED BY PRESSREADER

ALBERTO PEZZALI/NURPHOTO

Juli­an Assange var bor­inn út úr sendi­ráði Ekvador í London fyr­ir helgi. Hann hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir meinta net­glæpi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.