Kom­in með skóla­vist en eft­ir sit­ur krafa móð­ur um ráð­gjöf sem hent­ar

Fréttablaðið - - NEWS - – la

Ellefu ára göm­ul ein­hverf stúlka er nú kom­in aft­ur með skóla­vist eft­ir að for­eldr­ar henn­ar fengu til­kynn­ingu í síð­ustu viku um að grunn­skól­inn sem hún gekk í treysti sér ekki leng­ur til að tryggja ör­yggi henn­ar eða starfs­manna skól­ans. Stúlk­an var ný­lega greind ein­hverf. Móð­ir henn­ar, Hrönn Sveins­dótt­ir, skrif­aði op­ið bréf sem birt­ist í Frétta­blað­inu á föstu­dag. Þar krafð­ist hún þess að brugð­ist yrði við og dótt­ir henn­ar fengi skóla­vist og ráð­gjöf sem hent­aði henni.

Hrönn kveðst hafa feng­ið mik­il við­brögð við bréf­inu og að dótt­ir henn­ar sé nú kom­in með tíma­bundna skóla­vist. Eft­ir sitji samt sem áð­ur kraf­an um ráð­gjöf við ein­hverfu sem henti dótt­ur henn­ar.

„Hún er bú­in að fá tíma­bund­ið úr­ræði í Hamra­skóla. Ég fékk að vita það seint á föstu­dag að það væri bú­ið að redda því og það kemst í gagn­ið eft­ir 6. maí. Ég fer á fund eft­ir páska til að ræða það, en eft­ir stend­ur krafa mín um að við fá­um að­gang að ein­hverf­u­ráð­gjafa sem er með okk­ur í með­ferð, bæði okk­ur for­eldr­ana og hana. Að hjálpa til við heim­il­ið og lífið,“seg­ir Hrönn.

Hún seg­ir að hún vilji að bæði sé slík­ur að­ili með þeim heima og með stúlk­unni í skól­an­um. Hún bend­ir á að hér starfi sjálf­stætt starf­andi ráð­gjaf­ar sem sér­hæfi sig í ein­hverfu eins og dótt­ir henn­ar er greind með og að henni finn­ist eðli­legt að rík­ið taki þátt í þeim kostn­aði sem fylg­ir að fá að­stoð þeirra. Ít­ar­legra við­tal má lesa á Frétta­blað­ið.is.

Hrönn fékk mik­il við­brögð við bréfi sínu til ráð­herra í Frétta­blað­inu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.