„Dauð­ans“al­vara og van­rækt for­vörn

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Ás­geir Theo­dórs lækn­ir og sér­fræð­ing­ur í heil­brigð­is­stjórn­un

Ristil­krabba­mein er dauð­ans al­vara. Í þess­um mán­uði er full ástæða til að fjalla um þenn­an sjúk­dóm. Ástæð­urn­ar eru reynd­ar marg­ar og oft hef­ur ver­ið fjall­að um þær á und­an­gengn­um ára­tug­um. Bar­átt­an gegn þess­um lúmska og al­var­lega sjúk­dómi verð­ur að halda áfram. Flest­ar þjóð­ir hafa nú haf­ið skimun og beita for­varn­ar­að­gerð­um með ýms­um að­ferð­um. Mark­viss fræðsla til al­menn­ings er mik­il­væg og er ómiss­andi þátt­ur í bar­átt­unni gegn þess­um vá­gesti.

„Dauð­ans“al­vara

Í þess­ari grein er stað­hæft að hér er „dauð­ans al­vara“á ferð. Full­yrða má að það er í tvenn­um skiln­ingi.

Ann­ars veg­ar er það „dauð­ans al­vara“að ristil­krabba­mein er lengi að búa um sig og lít­il sem eng­in ein­kenni koma fram fyrr en sjúk­dóm­ur­inn er langt geng­inn. Nú falla 67 Ís­lend­ing­ar fyr­ir þess­um sjúk­dómi á hverju ári. Hann hef­ur góðkynja forstig sem má finna, fjar­lægja og þannig forða mynd­un krabba­meins­ins. Af þess­ari ástæðu er skimun hjá ein­kenna­lausu fólki svo mik­il­væg.

Hins veg­ar er það líka „dauð­ans al­vara“, að þrátt fyr­ir mark­vissa bar­áttu, greina­skrif og ráð­stefn­ur svo og fjölda kynn­inga og við­tala við stjórn­mála­menn, land­lækna og heil­brigð­is­ráð­herra þessa lands síð­ustu ára­tug­ina, hef­ur ekki tek­ist að hefja mark­vissa og skipu­lagða skimun. Krabba­mein í ristli og enda­þarmi er þriðja al­geng­asta krabba­mein­ið hjá ís­lensk­um kon­um og körl­um, en önn­ur al­geng­asta dánar­or­sök af völd­um krabba­meina hér á landi

Þetta að­gerða­leysi er nefni­lega „dauð­ans“al­vara og ólíkt blöðru­háls- og brjóstakrabba­meini, þá hef­ur krabba­mein í ristli og enda­þarmi góðkynja forstig sem mögu­legt er að finna og fjar­lægja. Þannig er hægt að fyr­ir­byggja þetta krabba­mein!

Hvers vegna?

Þeirri spurn­ingu hef­ur enn ekki ver­ið svar­að hvers vegna ís­lensk heil­brigð­is­yf­ir­völd hafa sýnt slíkt sinnu­leysi gagn­vart þessu krabba­meini. Er betra að bíða eft­ir að sjúk­dóm­ur­inn kom­ist á erfitt og al­var­legt stig, þar sem reynt er að beita skurð­að­gerð, geisla- og lyfja­með­ferð?

Það hef­ur ver­ið met­ið ( Ristil­skimun 2015), án að­komu heil­brigð­is­yf­ir­valda, hvað ristil­krabba­mein kost­ar ís­lenskt þjóð­fé­lag og hvað hægt er að spara (nær 50 millj­arða króna) með fyr­ir­byggj­andi skimun­ar­að­gerð til árs­ins 2060.

Það virð­ist hins veg­ar ekki hreyfa við þess­um að­il­um, frek­ar en önn­ur rök fyr­ir mark­viss­um for­varn­ar­að­gerð­um. Merki­legt, en óskilj­an­legt!

Skýr­ing­ar vant­ar

Ef ein­hver, sem stýr­ir eða tel­ur sig hafa áhrif á þró­un þessa mik­il­væga for­varn­ar­verk­efn­is, get­ur út­skýrt fyr­ir ís­lensku þjóð­inni þetta ótrú­lega að­gerða­leysi, verð­um við æv­in­lega þakk­lát. Þá fá þeir, sem hafa beitt sér síð­ustu 3 ára­tug­ina fyr­ir for­varn­ar­að­gerð­um ein­hverja hug­ar­ró og skýr­ingu hvers vegna við höf­um ekki fyr­ir­byggt and­lát um 1.000 Ís­lend­inga síð­ustu 30 ár­in úr þess­um sjúk­dómi.

For­varn­ar­að­gerð­irn­ar eru skýr­ar og bein­ast gegn al­var­leg­um sjúk­dómi þar sem til­fell­um mun fjölga mark­visst á Íslandi ef ekk­ert er að gert næstu ára­tug­ina.

Ný við­horf og byrj­um án taf­ar!

Á síð­asta ára­tug hafa við­horf breyst og áhersla ver­ið lögð á að­ferð­ir til að fyr­ir­byggja sjúk­dóma, en ekki að­eins að greina þá snemma. Þannig er nú lit­ið meira til þess að lækka ný­gengi (greind til­felli á ári) frek­ar en að horfa á lækk­un í dán­ar­tíðni þar sem marg­ir þætt­ir geta haft áhrif (m.a. nýj­ar að­ferð­ir í með­ferð).

Nú hef­ur Skimun­ar­ráð ver­ið sett á lagg­irn­ar með fag­hópa sér til stuðn­ings. Hefj­um nú „opna“og fag­lega um­ræðu um fyr­ir­komu­lag og skyn­sam­leg­ar leitarað­ferð­ir í bar­átt­unni gegn krabba­meini í ristli og enda­þarmi á Íslandi. Lær­um af reynslu annarra, forð­umst flókn­ar og áhrifa­litl­ar að­ferð­ir og velj­um að­ferð­ir og skipu­lag sem okk­ur hent­ar og skil­ar okk­ur að settu mark­miði. Fyr­ir­byggj­um ristil­krabba­mein og spör­um ís­lensku þjóð­inni tugi millj­arða króna á næstu ára­tug­um.

Ger­um bet­ur

Með­an við bíð­um eft­ir ákvörð­un Skimun­ar­ráðs höld­um við okk­ar striki, kynn­um okk­ur for­varn­ir og að­gerð­ir sem skila okk­ur besta mögu­lega ár­angri hér á landi í bar­átt­unni gegn krabba­meini í ristli og enda­þarmi.

Þetta krabba­mein er „dauð­ans al­vara“en auð­velt að fyr­ir­byggja ef rétt­um að­ferð­um er beitt. Ristil­spegl­un fyr­ir þig á rétt­um tíma, ef þú ert um 50 ára eða eldri, er besta for­vörn­in.

Lær­um af reynslu annarra, forð­umst flókn­ar og áhrifa­litl­ar að­ferð­ir og velj­um að­ferð­ir og skipu­lag sem okk­ur hent­ar og skil­ar okk­ur að settu mark­miði.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.