Mál­ar á hverj­um degi

Lit­hvörf nefn­ist sýn­ing sem Ása Ólafs­dótt­ir mynd­list­ar­kona opn­ar á skír­dag í Grafíksal Hafn­ar­húss­ins. Þar eru akrýl­verk sem hún hef­ur unn­ið á síð­ustu tveim­ur ár­um.

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT - FRÉTTA­BLAЭIÐ/SIGTRYGGUR ARI [email protected]­bla­di.is

Lit­rík mynd­verk í tuga­tali eru reist upp við veggi Grafíksal­ar­ins við Tryggvagötu þeg­ar ég kíki þar inn. Þar ætl­ar Ása Ólafs­dótt­ir að opna sýn­ingu á akrýl­verk­um á skír­dag klukk­an 14 og sýn­ing­ar­stjór­arn­ir tveir, Arna Fríða Ingvars­dótt­ir og Sandra Ma­ría Sig­urð­ar­dótt­ir, hafa úr nógu að velja. Ása seg­ir mynd­irn­ar all­ar gerð­ar á síð­ustu tveim­ur ár­um, svo elj­an er mik­il. Sp­urð hvort hún máli á hverj­um degi svar­ar hún bros­andi: „Já, það er eng­inn dag­ur full­kom­inn nema kom­ast í vinn­una. Þetta er svo gam­an.“

Hún kveðst hafa teikn­að frá því hún man eft­ir sér. „Ég var líka í mynd­vefn­aði en fór svo­lít­ið illa í hálslið­um og öxl­um við vef­stól­inn því ég er skorpu­mann

eskja og finnst erfitt að hætta þeg­ar ég er kom­in af stað. En ég hef alltaf mál­að jafn­framt. Saum­aði út líka. Hef voða gam­an af að fikta og vera í ein­hverri til­rauna­starf­semi!“

Ása út­skrif­að­ist úr Mynd­lista- og hand­íða­skóla Ís­lands ár­ið 1973 og stund­aði síð­an nám við Konst­industri­skol­an Göte­borgs Uni­versitet ár­in 19761978. Hún hef­ur all­ar göt­ur síð­an ver­ið virk í mynd­list, hald­ið fjölda einka­sýn­inga og tek­ið þátt í sam­sýn­ing­um víðs veg­ar um heim. „Ég sýndi mik­ið þeg­ar ég bjó í Gauta­borg, þá ekki síst vefn­að. Á ansi mörg verk í op­in­berri eigu, bæði þar og hér.“

Ása er fædd og upp­al­in í Kefla­vík en býr nú og starfar í Borg­ar­firði. Þar seg­ir hún um­hverf­ið hafa sín áhrif á sköp­un henn­ar. „Frá heim­ili mínu og vinnu­stofu í Lækjar­koti blas­ir nátt­úr­an við og ég held að hún sé á bak við megn­ið af mín­um verk­um,“seg­ir hún. Kveðst vinna mynd­irn­ar á flötu teikni­borði sem hún standi við og stilli í rétta hæð og áhöld­in séu sköf­ur og fleiri verk­færi því lit­irn­ir séu blaut­ir.

Nú er Ása ný­kom­in heim frá Flórída, þar sem hún dvel­ur gjarn­an yf­ir vet­ur­inn. Finnst henni þá ekki kalt á Íslandi? „Nei, nei, það er allt í lagi með veðr­ið. En það er langt síð­an ég hef hald­ið sýn­ingu og það stress­ar mig!“

Sýn­ing­in er op­in til 5. maí, fimmtu­daga, föstu­daga, laug­ar­daga og sunnu­daga frá klukk­an 12 til 17 en lok­að er á páska­dag. En á opn­un­ar­dag verð­ur tek­ið á móti gest­um með létt­um veit­ing­um, koss­um og knús­um og guð má vita hvað!

„Það er eng­inn dag­ur full­kom­inn nema kom­ast í vinn­una. Þetta er svo gam­an,“seg­ir Ása.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.