Frá­bært úr­val á besta mögu­lega verð­inu

Markmið Flugu­búll­unn­ar hef­ur alltaf ver­ið að bjóða gott úr­val af stanga­veiði­bún­aði á besta mögu­lega verð­inu. Með­al nýrra vörumerkja má nefna Patagonia og COSTA.

Fréttablaðið - - FÓLK - FRÉTTA­BLAЭIÐ/STEFÁN

Fá því Flugu­búll­an hóf rekst­ur ár­ið 2016 hef­ur mark­mið­ið alltaf ver­ið að bjóða upp á gott úr­val af stanga­veiði­bún­að, sér í lagi fyr­ir flugu­veiði, á besta mögu­lega verð­inu, seg­ir Hall­dór Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri versl­un­ar­inn­ar. „Frá upp­hafi höf­um við stöð­ugt ver­ið að bæta við flott­um vörumerkj­um til að ná til sem flestra, hvort sem um er að ræða flugustang­ir, flugu­hjól, flug­ur eða fatn­að. Í versl­un okk­ar fæst allt sem teng­ist flugu­veiði og reyn­um við að bjóða það besta frá hverju vörumerki.“

Með­al helstu vörumerkja Flugu­búll­unn­ar má nefna Wychwood, sem er gamal­gró­ið og virt vörumerki frá Bretlandi, sem fram­leið­ir ýms­an bún­að til flugu­veiða og sænska vörumerk­ið Gui­del­ine sem er í flokki helstu vörumerkja fyr­ir flugu­veiði í Evr­ópu og er þekkt fyr­ir vand­að­ar og góð­ar vör­ur. „Svo má ekki gleyma flugu­hjól­un­um frá ALFA Fis­hing sem við hóf­um sölu á ár­ið 2017. Þau hafa ver­ið gríð­ar­lega vin­sæl frá upp­hafi enda ekki bara al­gert augna­kon­fekt, held­ur stút­full af orku.

Sjónsvið­ið er ótrú­legt

Með­al helstu nýju vörumerkja sem Flugu­búll­an hef­ur tek­ið í sölu eru Patagonia og COSTA. Hall­dór seg­ir Patagonia vera eitt stærsta og virt­asta merki heims á sviði úti­vistarfatn­að­ar og að veiði­gler­aug­un frá COSTA tróni iðu­lega á toppn­um hjá helstu fag­tíma­rit­um heims sem bestu veiði­gler­aug­un ár hvert. „COSTA eru ein full­komn­ustu og skörp­ustu veiði­gler­augu á mark­aðn­um í dag. Tækn­in, sem not­uð er í 580 lins­urn­ar frá þeim, er sótt í mynda­véla­tækn­ina og er ein ástæða þess að gler­aug­un eru með þeim bestu og skýr­ustu sem hægt er að fá. Þau sía sól­ar­geisl­ana full­kom­lega og veita gríð­ar­lega góða vörn gegn út­fjólu­blá­um geisl­um. Sjónsvið­ið á björt­um og sól­rík­um dög­um er hreint ótrú­legt og hægt er að greina minnstu smá­at­riði á botn­in­um sem get­ur skipt öllu máli upp á hvort fisk­ur­inn taki eða ekki. Gler­aug­un fást í miklu úr­vali, t.d. með mis­mun­andi lins­ur og spegla fyr­ir ólík­ar að­stæð­ur og birtu­skil­yrði. Í raun má segja að COSTA séu ekki bara veiði­gler­augu, held­ur eru þau með bestu hvers­dags- og úti­vist­argler­aug­um sem fá­an­leg eru.“

Um­hverf­i­s­væn vörumerki

Úti­vist­ar­merk­ið Patagonia var stofn­að fyr­ir mörg­um ár­um af nokkr­um fjallaklif­ur­mönn­um og hef­ur ver­ið leið­andi um all­an heim á sviði fram­leiðslu á úti­vistarfatn­aði, seg­ir Hall­dór. „Þótt kjarn­inn í fram­leiðslu Patagonia sé fatn­að­ur fyr­ir fjalla­mennsku fram­leið­ir fyr­ir­tæk­ið einnig vör­ur fyr­ir skíða­mennsku, brimbrettaí­þrótt­ina, flugu­veiði og hjóla­mennsku en þess­ar íþrótt­ir eiga það sam­eig­in­legt að vera hljóð­lát­ar íþrótt­ir, án vél­bún­að­ar, og eru í teng­ingu við nátt­úr­una.“

Hann seg­ir bæði Patagonia og Costa vera fyr­ir­tæki sem sé annt um um­hverf­ið og nátt­úr­una. „Patagonia læt­ur til að mynda lág­mark 1% af sölu­hagn­aði fyr­ir­tæk­is­ins renna til ým­issa um­hverf­is­sam­taka. COSTA fram­leið­ir einnig um­gjarð­ir gler­augna sinna úr end­urunn­um net­um sem falla frá skip­um á hafi úti. Þannig að með kaup­um á vör­um frá COSTA og Patagonia ertu einnig að styrkja gott mál­efni.“

Glæsi­leg­ur bæk­ling­ur

Flugu­búll­an gaf út fyrr á ár­inu glæsi­leg­an 60 blað­síðna vöru- og upp­lýs­inga­bækling sem ber nafn­ið Veiði­líf. „Í hon­um er hægt að finna upp­lýs­ing­ar um flest­ar þær vör­ur sem Flugu­búll­an hef­ur til sölu. Við­tök­urn­ar hafa ver­ið ótrú­leg­ar og við höf­um ver­ið að dreifa hon­um um allt land. Þenn­an bæk­ling mun­um við svo gefa út ár­lega og ætl­um við að brydda upp á mörgu skemmti­legu í kom­andi út­gáf­um.“

Að lok­um minn­ir hann á að opn­un­ar­tíma Flugu­búll­unn­ar var breytt 1. apríl. „Núna er op­ið alla virka daga frá kl. 10 til 19 og milli kl. 11 og 16 á laug­ar­dög­um. Við bjóð­um alla vel­komna í versl­un okk­ar og einnig inn á vef­inn flugu­bull­an.is þar sem ein­falt er að ganga frá kaup­um á öll­um vör­um okk­ar en við send­um frítt út á land.“

Flugu­búll­an er til húsa að Hlíða­smára 13 í Kópa­vogi. Sím­ar: 833 6440 og 833 6441. Sjá nán­ari upp­lýs­ing­ar á www.flugu­bull­an.is og í net­fang­inu in­[email protected]­bull­an.is

Flugu­búll­an í Kópa­vogi hef­ur boð­ið upp á gott úr­val af stanga­veiði­bún­aði frá traust­um og góð­um vörumerkj­um frá ár­inu 2016.

Vöðlur og vöðlu­skór frá Wychwood, Gui­del­ine og Patagonia.

Hall­dór Gunn­ars­son er fram­kvæmda­stjóri Flugu­búll­unn­ar í Kópa­vogi. Árni Krist­inn, starfs­mað­ur versl­un­ar­inn­ar, stend­ur bak við hann.

Í Flugu­búll­unni má finna flott úr­val af vöðl­um, tösk­um og fatn­aði.

400 punda Blue Marlin trón­ir yf­ir flugu­barn­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.