Gamal­gró­ið fyr­ir­tæki í fremstu röð

Mik­il reynsla og þekk­ing er inn­an mal­bik­un­ar­stöðv­ar­inn­ar Höfða. Fyr­ir­tæk­ið sinn­ir fram­leiðslu á muld­um steinefn­um, mal­biks­fram­leiðslu og út­lögn mal­biks yf­ir sum­ar­tím­ann.

Fréttablaðið - - MALBIKUN - Nán­ari upp­lýs­ing­ar má finna á www.mal­bik.is.

Mal­bik­un­ar­stöð­in Höfði hf. er gamal­gró­ið fyr­ir­tæki sem legg­ur áherslu á að af­henda gæða­vöru sem við­skipta­vin­ur bið­ur um á hverj­um tíma. Inn­an fyr­ir­tæk­is­ins er mik­il reynsla og þekk­ing en Höfði sinn­ir fram­leiðslu á muld­um steinefn­um, mal­biks­fram­leiðslu og út­lögn mal­biks yf­ir sum­ar­tím­ann. Á vet­urna sinn­ir fyr­ir­tæk­ið hins veg­ar snjóruðn­ingi og sölt­un gatna, seg­ir Elín Ás­dís Ás­geirs­dótt­ir, gæða­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins. „Við höf­um ný­lega fjár­fest í nýj­um véla- og tækja­bún­aði sem mun hjálpa mik­ið með verk­efn­in fram und­an. Þar má t.d. nefna nýj­an ryk­hreinsi­bún­að í mal­bik­un­ar­stöð­inni sem lág­mark­ar meng­un í sam­ræmi við bestu mögu­legu tækni sem völ er á. Einnig keypt­um við tvær nýj­ar vöru­bif­reið­ar, krana­bíl og hjóla­skóflu fyrr á ár­inu. Vöru­bif­reið­arn­ar sinna flutn­ingi mal­biks á verkstað og flutn­ing á steinefn­um fyr­ir fram­leiðslu­deild­ina á sumr­in. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur líka keypt ein­angr­aða palla á vöru­bif­reið­ar til að lág­marka hitatap þeg­ar mal­bik er flutt á verkstað. Yf­ir vetra­tím­ann eru vöru­bif­reið­arn­ar út­bún­ir salt­köss­um og snjóruðn­ings­bún­aði.“

Fjöl­breytt­ari verk­efni

Mal­bik­un­ar­stöð­in Höfði á fimm mis­mun­andi út­lagn­ar­vél­ar til að geta sinnt fjöl­breytt­um verk­efn­um bæt­ir Bald­ur Ein­ars­son tækn­i­stjóri við. „Einnig höf­um við ný­leg­an valt­ara sem ger­ir okk­ur kleift að fylgj­ast bet­ur með þjöpp­un og hita á út­lögðu mal­biki.“

Hann seg­ir rann­sókna­stofu fyr­ir­tæk­is­ins hafa end­ur­nýj­að rann­sókna­tæki til að geta sinnt eft­ir­lits­próf­un­um bet­ur. „Nýj­asti tækni­bún­að­ur­inn ger­ir fyr­ir­tæk­inu kleift að sinna fjöl­breytt­ari verk­efn­um en áð­ur og af­köst­in aukast um leið með betri véla­kosti. Starfs­menn okk­ar fylgj­ast vel með tækni­þró­un til að lág­marka meng­un og sjá til þess að fyllsta ör­yggi sé til stað­ar í um­hverfi þeirra.“

Fram­þró­un skipti miklu

Þau eru sam­mála um að fram­þró­un í þekk­ingu á mal­biks­fram­leiðslu skipt­ir miklu máli og um leið á þeim tækni­bún­aði sem þarf til við út­lagn­ingu mal­biks. „Strang­ar kröf­ur eru sett­ar af eig­anda vega, sem eru oft­ast rík­ið eða sveit­ar­fé­lög­in, um gæði hrá­efna sem eru sett í mal­biks­teg­und fyr­ir til­heyr­andi veg. Þess­ar kröf­ur eru þær sömu og í Evr­ópu. Við eig­um all­ar teg­und­ir efna sem mæta þess­um kröf­um, hvort sem um ræð­ir húsa­göt­ur eða þung­ar um­ferða­ræð­ar. Því er mik­il­vægt að fylgj­ast með þró­un í mal­biks­fram­leiðslu og einnig hvernig notk­un ým­issa teg­unda íblönd­un­ar­efna get­ur bætt efn­is­gæði mal­biks.“

Meiri end­ur­nýj­un

Mal­bik­un­ar­stöð­in Höfði er í far­ar­broddi hér­lend­is og fyr­ir því eru ýms­ar ástæð­ur segja þau Elín og Bald­ur. „Mal­bik­un­ar­stöð­in er t.d. með vott­að gæða­kerfi og um­hverf­is­stjórn­un­ar­kerfi. Einnig er­um við að vinna í því að fá vott­að ör­ygg­is­og heil­brigðis­kerfi. Höfði legg­ur mikla áherslu á ör­yggi starfs­manna og er stefnt á að fyr­ir­tæk­ið verði slysa­laust.“

Einnig nefna þau að Höfði búi yf­ir öfl­ugri rann­sókn­ar­stofu, en allt efni sem kem­ur inn og fer út úr fyr­ir­tæk­inu er rann­sak­að. „Þró­un á sam­setn­ingu og blönd­un efna fer fram á rann­sókn­ar­stof­unni en mik­il þró­un hef­ur átt sér stað í mal­biki á und­an­förn­um ár­um. Við not­um t.d. inn­flutt steinefni sem stenst ýtr­ustu kröf­ur en það er gert að kröfu op­in­berra að­ila. Mik­il aukn­ing hef­ur líka ver­ið í notk­un íblönd­un­ar­efna til að auka efn­is­gæði mal­biks og um leið hef­ur orð­ið mik­il þró­un á fram­leiðslu íblönd­un­ar­efna um all­an heim. Eitt af verk­efn­um rann­sókn­ar­stofu fyr­ir­tæk­is­ins er að hanna blönd­ur með þess­um efn­um og kanna gæði þeirra með ýms­um próf­un­um skv. Evr­ópu­stöðl­um. Með þessu get­um við mætt kröf­um sem sett­ar eru af verk­kaup­um. Að lok­um má nefna að við stefn­um á að auka notk­un á end­urunni mal­biki. Þá er hluti af gömlu mal­biki not­að sem íblönd­un­ar­efni í fram­leiðslu á nýju mal­biki, sem er t.d. frá­bært efni í hjóla- og göngu­stíga og plön.“

Góð verk­efnastaða

Verk­efni sum­ars­ins eru stór og smá eins og fyrri ár. „Stærstu verk­efn­in sem Höfði hef­ur sinnt eru fyr­ir Vega­gerð­ina, Reykja­vík­ur­borg og önn­ur sveit­ar­fé­lög lands­ins. Á þess­um tíma árs eru út­boð­in hjá Vega­gerð­inni og sveit­ar­fé­lög­um aug­lýst en verk­efnastaða fyr­ir­tæk­is­ins er góð og spenn­andi verk­efni eru fram und­an. Með­al þeirra má nefna að Mal­bik­un­ar­stöð­in Höfði mun sinna mal­biks­yfir­lögn­um fyr­ir Reykja­vík og Faxa­flóa­hafn­ir í sum­ar.“

Við höf­um ný­lega fjár­fest í nýj­um véla- og tækja­bún­aði sem mun hjálpa mik­ið með verk­efn­in fram und­an.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ERNIR

F.v. eru Svavar Jóns­son bif­reiða­stjóri, Bald­ur Ein­ars­son tækn­i­stjóri, Haf­dís Ósk Guð­laugs­dótt­ir, deild­ar­stjóri sölu- og mark­aðs­deild­ar, Svein­björn Hauks­son bif­reiða­stjóri, Elín Ás­dís Ás­geirs­dótt­ir gæða­stjóri, Guð­mund­ur Ragn­ars­son bif­reiða­stjóri og Sig­urð­ur Ingi Ing­ólfs­son véla­mað­ur.

Hér má sjá tvær nýj­ar vöru­bif­reið­ar og krana­bíl sem Höfði eign­að­ist ný­lega.

Ein af mal­bik­un­ar­vél­um Höfða.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.