Bólu­efni við ebólu veit­ir mikla vernd

Fréttablaðið - - FRÉTTIR ∙ FRÉTTABLAÐIÐ - khn

Bólu­efni við ebólu sem not­að hef­ur ver­ið í til­rauna­skyni til að bæla nið­ur far­ald­ur sem nú geis­ar í Kongó hef­ur bor­ið af­ar já­kvæð­an ár­ang­ur. Al­þjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­in hef­ur birt bráða­birgðanið­ur­stöð­ur at­hug­un­ar á virkni efn­is­ins og gefa þær til kynna að efn­ið verndi fyr­ir ebólu í 97,5 pró­sent­um til­fella.

Bólu­efn­ið, sem fram­leitt er af Merck & Co, er tal­ið hafa skipt sköp­um í bar­átt­unni við far­ald­ur­inn nú, en hann er nú þeg­ar orð­inn einn sá versti í sög­unni. Alls hafa 1.264 greinst með ebólu síð­an í ág­úst, þar af hafa 814 lát­ist.

Al­þjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un (WHO) tel­ur ör­uggt að far­ald­ur­inn hefði orð­ið mun verri hefði bólu­efn­ið ekki ver­ið not­að.

Tæp­lega hundrað þús­und manns hafa ver­ið bólu­sett­ir fyr­ir ebólu. Aðal­lega eru þetta ein­stak­ling­ar

sem eru í mik­illi hættu á að smit­ast af veirunni auk heil­brigð­is­starfs­manna. Að­eins 71 af þeim sem hafa ver­ið bólu­sett­ir hef­ur greinst með ebólu­smit.

Þrátt fyr­ir að far­ald­ur­inn nú sé ann­ar versti ebólufar­ald­ur sög

unn­ar, þá telja sér­fræð­ing­ar (WHO) ekki til­efni til að lýsa yf­ir al­þjóð­legu neyð­ar­ástandi. Von­ast er til að hægt verði að halda hon­um í skefj­um með áfram­hald­andi bólu­setn­ingu og fræðslu um hvernig ebóla smit­ast. –

NORDICPHOTOS/GETTY

Heil­brigð­is­starfs­mað­ur bólu­set­ur fyr­ir ebólu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.