Stórt próf fyr­ir læri­sveina Pep Gu­ar­di­ola í kvöld

Í síð­ustu tólf heima­leikj­um í öll­um keppn­um hef­ur Manchester City skor­að 49 mörk og að­eins feng­ið á sig þrjú.

Fréttablaðið - - SPORT - Kpt

Manchester City og Totten­ham mæt­ast í kvöld í seinni leik lið­anna í átta liða úr­slit­um Meist­ara­deild­ar Evr­ópu. Totten­ham leið­ir 1-0 eft­ir fyrri leik lið­anna og er ein­um leik frá því að kom­ast í undanúr­slit­in í fyrsta sinn í sögu fé­lags­ins. Á sama tíma er Manchester City ein­um leik frá því að kom­ast í undanúr­slit­in í ann­að sinn í sögu fé­lags­ins.

Líkt og í ensku úr­vals­deild­inni hef­ur Manchester City ör­lög­in í eig­in hönd­um þeg­ar loka­sprett­ur­inn er að hefjast. Leik­ur­inn fer fram á Eti­had-vell­in­um í Manchester sem hef­ur ver­ið vígi Citym­anna und­an­far­in ár. Síð­an Crystal Palace vann óvæt­an sig­ur tveim­ur dög­um fyr­ir jól hef­ur Manchester City leik­ið tólf leiki í öll­um keppn­um á heima­velli og eru tólf sigr­ar stað­reynd.

Sergio Agu­ero reynd­ist Totten­ham erf­ið­ur fyrstu ár Agu­ero á Englandi þeg­ar hann skor­aði tíu mörk í sjö en hann hef­ur ekki skor­að í síð­ustu sjö leikj­um gegn Totten­ham.

Þetta er fyrri við­ur­eign lið­anna í þess­ari viku sem mæt­ast á ný um helg­ina. Á einni viku mæt­ir Manchester City því Totten­ham tvisvar og á leik gegn Manchester United eft­ir viku.

„Ef við vinn­um ekki þessa þrjá leiki þá er­um við úr sög­unni í tveim­ur keppn­um. Þetta eru úr­slita­leik­ir fyr­ir okk­ur en við er­um bara að spila úr­slita­leiki þessa dag­ana,“sagði Pep Gu­ar­di­ola, knatt­spyrn­u­stjóri City í að­drag­anda leiks­ins. Totten­ham leik­ur án Harry Ka­ne eft­ir að Ka­ne meidd­ist í fyrri leik lið­anna en það ætti ekki að há Sp­urs. Totten­ham vann fimm leiki af sjö þeg­ar Ka­ne var meidd­ur í byrj­un árs og þekk­ir Mauricio Pochett­ino því vel að leggja upp leiki án síns helsta marka­skor­ara. Á sama tíma tek­ur Porto á móti Li­verpool í Portúgal. Þeg­ar þessi lið mætt­ust á sama velli í fyrra vann Li­verpool 5-0 sig­ur en Bítla­borg­ar­menn leiða 2-0 eft­ir fyrri leik lið­anna. –

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.