Tel­ur gengi Gr­anda of­met­ið um 33%

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN -

Grein­andi Capacent klór­ar sér alla jafna mik­ið í koll­in­um yf­ir verði HB Gr­anda á mark­aði. Capacent á mjög erfitt með að sjá hvernig hægt er að fá út mark­aðsvirði GB Gr­anda með hefð­bundnu sjóð­streym­is­verð­mati,“seg­ir í verð­mats­grein­ingu Capacent á HB Gr­anda.

Sam­kvæmt því er verð­mats­geng­ið 20,3 krón­ur á hlut en mark­aðsvirði fé­lags­ins er 29,95 krón­ur á hlut.

Önn­ur leið til að meta mark­aðsvirði út­gerð­ar er að reikna upp­lausn­ar­virði henn­ar en verð­mæt­ustu eign­irn­ar eru afla­heim­ild­ir. Capacent met­ur virði afla­heim­ilda HB Gr­anda á 54-60 millj­arða króna. Til sam­an­burð­ar er mark­aðsvirði HB Gr­anda 54 millj­arð­ar króna og sjóð­streym­is­mat Capacent hljóð­ar upp á 37 millj­arða króna.

„Vissu­lega henta fé­lög eins og HB Gr­andi vel í hluta­bréfa­safn en þeg­ar harðn­ar í ári geng­ur sjáv­ar­út­veg­ur­inn gjarn­an vel líkt og eft­ir banka­hrun­ið. Lágt gengi krónu og slaki á vinnu­mark­aði í kjöl­far efna­hags­sam­drátt­ar eyk­ur hagn­að fé­lags líkt

og HB Gr­anda. Hins veg­ar er spurn­ing hversu hátt verð fjár­fest­ar eru til í að greiða fyr­ir þenn­an eig­in­leika,“seg­ir í Capacent.

Rekst­ur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja hef­ur geng­ið erf­ið­lega á und­an­förn­um ár­um, fram­legð HB Gr­anda hef­ur til að mynda dreg­ist sam­an um 20 pró­sent á þrem­ur ár­um, og því vek­ur það at­hygli Capacent að verð­mæti afla­heim­ilda hafi hækk­að síð­ast­lið­ið ár. Sam­kvæmt ein­faldri grein­ingu Capacent má ekki rekja hækk­un­ina til út­lána­aukn­ing­ar þótt ekki sé hægt að úti­loka að það hafi haft ein­hver áhrif.

FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR

Guð­mund­ur Kristjáns­son er for­stjóri HB Gr­anda.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.