Með kósíbux­ur á prjón­um

Söngv­ar­inn Pét­ur Odd­berg­ur Heim­is­son stend­ur fyr­ir prjóna­kvöldi í Tjarn­ar­bíói 23. apríl sem sér­stak­lega er ætl­að körl­um. Hann hvet­ur sem flesta til að mæta.

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT - MYND/SEBASTIAN RYBORG STORGAARD [email protected]­bla­did.is

Pét­ur Heim­is­son hef­ur unn­ið öt­ul­lega að því síð­ustu miss­eri að efla áhuga karla á hand­prjóni og hvetja þá til að þora að prjóna víð­ar en heima hjá sér. Eða eins og hann orð­ar það sjálf­ur: „ Ég hef leit­að leiða til að hvetja karl­menn al­mennt til að prjóna – og prjóna á al­manna­færi. Feng­ið stráka sem kunna ekki að prjóna til að læra það og mæta á prjóna­kvöld.“

Ár­ang­ur­inn er ágæt­ur, að sögn Pét­urs. „Ég hef ver­ið með prjóna­kvöld á Kex Hosteli, í hverj­um mán­uði síð­an í janú­ar, það mættu 50 manns á fyrsta kvöld­ið, svo hafa ver­ið 30 á hverju kvöldi síð­an. Meiri­hlut­inn er kon­ur en þó alltaf sjö til átta karl­ar. Fyrsta kvöld­ið mætti strák­ur sem hafði lært að prjóna í grunn­skóla og dust­aði ryk­ið af kunn­átt­unni. Í fram­hald­inu keypti hann sér band og er að prjóna teppi heima – en held­ur líka áfram að mæta á prjóna­kvöld­in. Þang­að hafa kom­ið karl­ar með mikla reynslu, sem prjóna allt upp í 15 peys­ur á ári. Einn karl mætti á fyrsta kvöld­ið sem hef­ur prjón­að í fimm­tíu ár en aldrei ut­an heim­il­is­ins fyrr en þetta kvöld.“

Nú ætl­ar Pét­ur að standa fyr­ir prjóna­kvöldi fyr­ir karl­menn í Tjarn­ar­bíói 23. apríl, þá ný­kom­inn heim frá því að syngja með Bachkór Hol­lands í Matt­heusarpass­í­unni og taka þátt í söng­ferða­lagi með írska kórn­um Anúna. „Það stend­ur til að gera heim­ild­ar­mynd um prjóna­menn­ingu á Íslandi, með áherslu á karl­menn sem prjón­ara. Ég verð hluti af þeirri mynd. Mun ferð­ast með töku­fólk­inu um land­ið og heim­sækja staði sem tengj­ast ull og ull­ar­vinnslu. Það verð­ur tek­ið upp efni á prjóna­kvöld­inu í Tjarn­ar­bíói, þess vegna vil ég hvetja alla karla sem kunna að prjóna til að mæta, bæði byrj­end­ur og lengra komna, svo við get­um sýnt um­heim­in­um að prjóna­skap­ur á Íslandi sé ekki bara bund­inn við kon­ur, held­ur sé­um við karl­arn­ir virk­ir líka. Það er svo hvetj­andi fyr­ir karla sem eru kannski feimn­ir við að prjóna að sjá aðra vera óhrædda við það.“

Sjálf­ur kveðst Pét­ur hafa iðk­að prjóna­skap í rúm tíu ár. „ Ég var að vinna á Hótel Flat­ey á Breiða­firði en í pás­um var sest nið­ur, oft las ein­hver upp­hátt og sum­ar stelp­urn­ar tóku upp prjóna, þá lærði ég hand­brögð­in. Svo hef ég hald­ið áfram af því mér finnst það svo gam­an.“

Aðal­lega eru það peys­ur sem eft­ir Pét­ur liggja en nú kveðst hann vera að ljúka við kósíbux­ur sem fé­lagi hans hafi pant­að hjá hon­um. Er það ekki mik­ið verk? „Jú, það er rosa mik­ið verk, al­gert vesen, en á sama tíma skemmti­legt. Það eru ekki til marg­ar upp­skrift­ir að bux­um en ég not­að bara sömu pæl­ingu og á erm­um, nema fleiri lykkj­ur og jók svo út eft­ir til­finn­ing­unni og mát­aði á sjálf­an mig. Mér þyk­ir skemmti­leg­ast að prjóna peys­ur en sé samt fyr­ir mér að ég muni gera fleiri bux­ur því nú er ég bú­inn að skrifa nið­ur formúl­una. Aðal­vesen­ið var af því ég gerði mynstur á báð­ar skálm­arn­ar. Er með svart­an að­al­lit og svo alls kon­ar hvít tákn.“

Mér þyk­ir skemmti­leg­ast að prjóna peys­ur en sé samt fyr­ir mér að ég muni gera fleiri bux­ur því nú er ég bú­inn að skrifa nið­ur formúl­una.

Pét­ur hef­ur alltaf prjón­ana með sér og nýt­ir tím­ann.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.